Morgunblaðið - 23.10.1984, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
Vestur-Þýskaland:
Barzel ætlar
að sitja áfram
— segir ásakanir á hendur sér mannorðsmorð
Bobb, 22. oktiber. AP.
Í DAG sat forysta Kristilega demó-
krataflokksins á rökstólum um
ásakanir sem bornar hafa verið á
forseta þingsins, Rainer Barzel, og
voru skoðanir skiptar um það, hvort
honum bæri að víkja úr embætti, að
sögn embættismanna flokksins.
Barzel, sem berst fyrir að halda
embætti sínu sem forseti neðri
Ítalíæ
Tékki í felum
Geoúa, 22. oktúber. AP.
MEÐUMUR tékknesks sundknatt-
leiksliðs hefur verið tilkynntur týnd-
ur frá því á laugardag í Genúa á
Ítalíu. Telur ítalska lögreglan, að
maðurinn kunni að hafa flúið í felur
í því skyni að biðjast hælis í landinu
sem pólitískur flóttamaður.
Tékkneska liðið hélt heimleiðis
með langferðabíl i morgun, eftir
að fararstjórar liðsins höfðu til-
kynnt hvarf Baciks til ítalskra
yfirvalda.
deildar þingsins, neitar að hafa
þegið greiðslur frá Flick-fyrir-
tækinu og kveður þá, sem sakað
hafa hann um slikt, hafa gerst
seka um mannorðsmorð.
Heiner Geissler, ritari flokks-
ins, sagði fréttamönnum eftir
stjórnarfundinn, að engin ákvörð-
un hefði verið tekin í málinu.
Hann varaði við fyrirfram dómum
og kvað hið sanna koma í ljós á
miðvikudag, þegar Barzel svaraði
spurningum rannsóknarnefndar
þingsins.
Engin ákæra hefur verið lögð
fram á hendur Barzel, en fjölmiðl-
ar í Vestur-Þýskalandi segja það
koma fram í skjölum ákæruvalds-
ins, að Flick-fyrirtækið hafi greitt
Barzel 566 þúsund dollara og notið
til þess milligöngu lögfræði-
fyrirtækis í Frankfurt, sem Barzel
hóf störf hjá, þegar hann vék úr
starfi flokksformanns CDU og
þingflokksformanns árið 1973.
I morgun kvaðst Barzel ekki
hafa í hyggju að segja af sér störf-
um.
Orofa samstaða í Frakklandi:
Dómurinn yfir Abouchar
í Afganistan fordæmdur
Pbtíb, 22. oktúbcr. AP.
ÓROFA samstaóa er um þaö í
krakklandi aö fordæma handtöku
og fangelsisdóm yfir franska sjón-
varpsfréttamanninum Jacques Ab-
ouchar í Afganistan. Hafa allir
stjórnmálaflokkar landsins, þ.á m.
kommúnistar, lýst andúö sinni á
meöferöinni á Abouchar. Margir
kunnir menntamenn hafa kvatt sér
hljóös honum til stuónings, s-s. leik-
arinn Yves Montand og heimspek-
ingurinn Andre Glucksmann.
Abouchar, sem er 53 ára að
aldri og starfar fyrir Antenne 2,
eina af þremur ríkisreknum sjón-
varpsstöðvum I Frakklandi, var
handtekinn 17. september sl. um
25 km frá landamærum Pakistan.
Hann var í föruneyti frelsissveita
Afgana er sovéskir og afganskir
hermenn komu að þeim og tóku þá
fasta. Kvikmyndatökumenn, sem
voru með Abouchar, komust hins
vegar undan á flótta.
Frá því var greint í Kabúl á
laugardag, að Abouchar hefði ver-
ið dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir
samstarf við „and-byltingarsveit-
ir“, fyrir að afla upplýsinga er
stefndu öryggi Afganistan í voða
og fyrir að hafa komið inn í landið
með ólögmætum hætti.
Blaðamenn í Frakklandi hafa
gert harða hríð aö sovéskum
Fran.sk i sjónvarpsfréttamaöurinn
Jacques Abouchar. Símamynd AP.
stjórnvöldum fyrir dóminn yfir
Abouchar og segja að þau séu að
reyna að fá fréttastofur á Vestur-
löndum til að hætta að flytja
fregnir af stríðinu í Afganistan.
Fréttamönnum hefur ekki verið
leyft að koma til landsins frá inn-
rás Sovétmanna árið 1979 og hefur
eina leið þeirra til að afla upplýs-
inga frá fyrstu hendi verið að
smygla sér yfir landamærin frá
Pakistan í föruneyti frelsissveit-
anna.
Ódæðisyerkið í Brighton:
Tefur ágreiningur lög-
regluhópa rannsóknina?
Loadon 22. október. AP.
BKESKA blaðið The Sunday Times
staðhæföi I gær, að ósamkomulag
milli þeirrar deildar bresku rann-
'sóknarlögreglunnar, Scotland Yard,
sem fæst við hryöjuverk og héraös-
lögreglunnar í Brighton tefói fyrir
rannsókn á ódæöisverkinu 12.
október, þegar nærri var búið að
ráða bresku ríkisstjórnina af dögum.
Scotland Yard og lögreglan I
Brighton hafa neitað að kannast
' við að frétt hlaðsin^ hafi við rök
aið styöjast.
The Sunday Times segir að
ákvörðun lögreglunnar í Brighton
að lýsa eftir skeggjuðum manni,
grunuðum um að hafa komið fyrir
sprengjunni á Grand Hotel í
Brighton, sem olli dauða fjögurra
manna og særði 32, hafi mælst illa
fyrir hjá Scotland Yard. Hafi
rannsóknarlögreglan viljað, að
upplýsingum um manninn yrði
haldið leyndum á meðan frekari
rannsókn færi fram og telji hún
að eftirlýsingin hafi spillt rann-
sókninni.
AP/Símamyna.
Áhöfn spænska togarans Sonja, sem björgunarþyrlur brezka flughersins björguðu af sökkvandi skipi undan Eng-
landsströndum um helgina. Togarinn hafði orðið fyrir skotárás tveggja írskra strandgæzluskipa á fostudagskvöld.
Togarinn var sagður að ólöglegum veiðum í írskri landhelgi, en komst undan eftir fimm stunda eltingaleik.
Þeir skutu án
viðvörunar
— segir skipstjóri spænska bátsins sem írar sökktu
Madrkl, 22. október. AP.
SKIPSTJÓRINN á spænska fiski
bátnum, sem írskt herskip skaut á
og sökkti við suðausturströnd ír-
lands í fyrri viku, sagði í dag, að
hann hefði enga viðvörun fengið um,
að hann væri að ólögmætum veiðum
innan írskrar lögsögu.
„Við lögðum strax á flótta þar
sem þeir hófu skothríð umyrða-
laust er þeir komu auga á okkur,“
sagði hann. Skipstjórinn, Victor
Nikmíu, 22. október. AP.
BARDAGAR írana og fraka héldu
áfram í dag í lofti og á láði. Hinar
opinberu fréttastofur f löndum
stríósaðila segja að mikið mannfall
hafi orðið í liði andstæðingsins og að
miklar skemmdir hafi verið unnar á
hergögnum, hertækjum og hernaðar-
mannvirkjum.
Þrír dagar eru síðan Íranir hófu
Echevarria, kom til Madrid í dag
ásamt tveimur öðrum af 16 manna
áhöfn bátins. Hinir koma til Spán-
ar á morgun. Engan þeirra sakaði.
írska varnarmálaráðuneytið
segir að spænski fiskibáturinn
hafi virt að vettugi aðvörunarskot
og alþjóðleg kallmerki um að
stöðva ferð sína. Nær 600 skotum
var hleypt af með þeim afleiðing-
um að báturinn sökk, sem fyrr
segir.
nýja sókn og segjast þeir hafa fellt
3.600 íraska hermenn á þessum
tíma. írakar segja á móti, að frá
því á fimmtudag hafi þeir fellt
2.099 íranska hermenn. Vestrænir
fréttamenn geta ekki gengið úr
skugga um hvað hæft er í þessum
fregnum þar sem bardagasvæðið
er þeim algerlega lokað.
Veður
víða um heim
Amttsfdam 14 rignlng
Aþena 34 bjtrt
Bwtin 13 tkýjaó
Chicago 13 tký|aó
Donpaur 30 bjart
Dubtin 17 bjart
Frankfwt 13%ignlng
Qanf 14 bjart
Unlainki miiuiKi • tkýjaö
Hong Kong 28 akýjaó
Jerútalam 23 bjarl
Jóhannettrborg 16 bjart
Kavó 2» bjart
Kaupmannahðfn 11 tkýjaó
Uaaabon 20 heióakírt
London 17 afcýjaó
Loa Angalat 23 heiótkfrt
Uartiid 20 heMekirt
Miamj 28 heiðekfrt
Moakva 14 heiðakfrt
NýiaDaiM 34 heiótkfrt
rvew totk 20 rignlng
OM 12 tkýjaó
Parit 15 haióakírt
Peking 20 bjart
Perth 21 tkýjaö
Riode Janeiro 27 heióaklrt
Rðmaborg 20 hetóakfrt
San Francitco 19 hetóakírt
Stokkhðbnur 11 rigning
Sydney 20 tkýjað
Tel Aviv 29 hefótkfrt
Tókýó 20 helótkfrt
Toronto 19 rigning
Vhmrborg 18 heMekfrt
Vartjá 14 heiðekírt
Rússar smíða nýja
kröftuga geimflaug
LBBdÚBUBi. 22. október. AP.
Persaflóasiyrjöldin:
Mikið mannfall í
nýrri sókn írana
HÓPUR áhugamanna í Bretlandi
um geimvísindi hefur tilkynnt að
Sovétmenn hafí smíðað gríðarstóra
eldflaug til þess að flytja vistir og
tæki til geimrannsóknarstöðvar sem
þeir ætli að smíða. Segja talsmenn
hópsins að eldflaugin sé mun kröft-
ugri en „Naturn 5“ hin bandaríska.
Hópurinn sem um ræðir er hinn
virti „Kettering-hópur“ og tals-
maður hans, Grant Thompson, rit-
aði nýverið ýtarlega grein um
eldflaugina í tímaritið „Nature
Magazine“. Thompson segir í
grein sinni, að vitneskjan sé byggð
á myndum sem áhöfn bandarísku
geimskutlunnar Columbia tók I
desember síðastliðnum. Á mynd-
unum hafa Kettering-menn séð
þrjár geysistórar byggingar og
„skugga sem sé trúlega eldflaugin
sjálf“, eins og Thompson kemst að
orði. Myndirnar eru teknar af
geimrannsóknamiðstöð Sovét-
manna við Baikonur, austur af
Aralvatni. Giskaði Thompson á að
nýja eldflaugin væri um 90 metrar
á hæð. Hann sagði einnig að
þriggja kílómetra löng flugbraut
hefði verið gerð fyrir geimskutlur
á þessum slóðum.
ERLENT
Grænfriðungar hindra
brottför flutningaskips
Le Havre, Frakklandi, 22. október. AP.
ÁTTA Grænfriðungar í gervi mör-
gæsa hlekkjuðu sig í dag við búnað
á þilfari norsks fíutningaskips, sem
liggur hér í höfn. Er þetta gert til að
koma í veg fyrir, að skipið sigli til
Suðurskautslandsins með tæki sem
nota á við gerð umdeildrar fíug-
brautar í nágrenni franskrar vís-
indastöðvar þar syðra.
Umhverfisverndarsamtök
Grænfriðunga halda fram, að
flugbraut þessi muni valda al-
varlegri röskun í lífríki staðarins
og ógna mörgæsabyggðinm á
Adelie-ströndinni, sem er undir
stjórn Frakka.
Norska flutningaskipið, „Polar
Björn", átti að láta úr höfn á
morgun, þriðjudag. Sökuðu
Grænfriðungar frönsk yfirvöld
um að hafa ætlað að hefjast
handa við þessa umdeildu fram-
kvæmd, áður en fengnar væru
niðurstöður úr rannsóknum á af-
leiðingum hennar fyrir umhverf-
ið.
Ekkert hefur komið fram um
þetta mál af hálfu franskra yfir-
valda.