Morgunblaðið - 23.10.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
23
Francois Truffaut:
Kyndilberi nýju
bylgjunnar látinn
Paris, 22. október. AP.
FRANCOIS Truffaut, kyndilberi
nýju bylgjunnar f franskri kvik-
myndalist, lést í gær, sunnudag, á
Bandaríska sjúkrahúsinu í París, 52
ára að aldri. Heilsu hans hafði hrak-
að mjög á síðustu mánuðum og eftir
að hann var fluttur á sjúkrahúsið
fyrir tíu dögum var hann að mestu
meðvitundarlaus. Var banameinið
kxIí í heila.
Truffaut var í fararbroddi fyrir
nýju bylgjunni svokallaðri í
franskri kvikmyndalist og gerði
uppreisn gegn „verksmiðjufram-
leiðslunni" á sjötta áratugnum.
Hann lagði megináhersluna á
daglegt líf, ástir og örlög venju-
legs fólks, og varð frægur með
sinni fyrstu mynd, „Les quatre
cents coups“, „400 högg“, árið 1959.
Sína síðustu mynd, „Vivement
Dimanche", gerði hann í fyrra.
Gagnrýnendur töldu Truffaut
fremstan í flokki þeirra manna,
sem gera hvort tveggja að skrifa
kvikmyndahandritið og leikstýra
myndinni, og myndir hans þóttu
mjög persónulegar eða eins og
hann sagði sjálfur, eins og „sendi-
bréf milli elskenda, ástríðuþrung-
ið en ekki of berort". Af kunnum
kvikmyndum hans má nefna „Síð-
ustu lestina", „Jules og Jim“,
harmsögu tveggja vina, sem unna
sömu konunni, og „Söguna um
Adele H“, en hún var um sinnis-
veika og ástsjúka dóttur Victors
Hugo.
Truffaut lagði sjaldan leið sína í
stóru kvikmyndaverin heldur
gerði hann myndir sínar úti í
hversdagslífinu og leikhljóðin
voru ysinn og þysinn á strætunum
eða niður lækjarins úti í sveit. I
augum Truffauts voru tilgerðarl-
aus og hversdagsleg samtöl leynd-
ardómurinn við góða mynd. „Sá
sálræni sannleikur, sem felst i
Francois Truffaut
tveggja manna tali, kemur áhorf-
andanum til finnast sem hann
standi á hleri,“ sagði Truffaut eitt
sinn í viðtali.
Francois Truffaut fæddist í
París 6. febrúar árið 1932 og var
faðir hans arkitekt að mennt.
Hann var 11 ára gamall þegar
hann uppgötvaði aðdráttarafl
kvikmyndanna og eftir það áttu
þær hug hans allan.
Bandarískir repúblikanar:
Minni líkur á stórsign
Washington, 22. oklðber. AP.
SÉRFR/EÐINGAR bandaríska
Demókrataflokksins halda því fram,
að heldur hafi hallað undan fæti
fyrir Reagan, forseta, að undanfórnu
og að ekki séu lengur horfur á að
repúblikanar muni stórauka þing-
mannatölu sína í fulltrúadeildinni,
sem demókratar ráða nú. Sérfræð-
ingar repúblikana telja hins vegar
forsetann jafn vinsælan og fyrr en
viðurkenna þó, að um verulegar
breytingar verði ekki að ræða.
Frambjóðendur repúblikana til
fulltrúadeildarinnar hafa bundið
miklar vonir við vinsældir forset-
ans en frammistaða hans í fyrra
sjónvarpseinvíginu við Walter
Mondale 7. október sl. hefur slævt
þær nokkuð. Þrátt fyrir það telja
repúblikanar ekki með öllu útilok-
að að ná tökum á deildinni en þar
eru demókratar nú miklu fleiri,
266 á móti 167 repúblikönum.
Demókratar hafa ráðið fulltrúa-
deildinni í 30 ár samfleytt og hef-
ur það bundið mjög hendur for-
seta úr flokki repúblikana. Málum
er hins vegar þannig háttað nú, að
tekist hefur samstarf með repú-
blikönum i deildinni og 50 full-
trúum demókrata og þess vegna
þarf Repúblikanaflokkurinn i
raun ekki að bæta við sig nema 25
þingsætum til að geta stjórnað
henni.
Kasparov
missti af
vinningi
SEXTÁNDU einvígisskák Sovét-
mannanna Karpovs og Kasparovs
um heimsmeistaratitilinn í skák
lauk í gær í Moskvu með jafntefli
eftir 37 leiki. Staðan í einvíginu er
því enn þannig að Anatoly Karpov,
beimsmeistari, hefur hlotið fjóra
vinninga en áskorandinn, Garry
Kasparov hefur engan vinning hlot-
ið. Tólf skákum hefur lokið með
jafntefli, en þau eru ekki talin með,
heldur sigrar sá sem fyrr vinnur sex
skákir og eru engin takmörk sett
fyrir því hve margar skákirnar geta
orðið.
Byrjunin í skákinni í gær var
drottningarindversk vörn. Að
sögn sérfræðinga leit lengi vel út
fyrir að Kasparov, sem hafði hvítt,
hlyti sinn fyrsta vinning, en á
mikilvægu augnabliki brást hon-
um bogalistin og heimsmeistaran-
um tókst að halda sínu.
Plaslmo^
lakrennur og fylgihlutir
10 ára ábyrgð.
LIFTBOY
fjarstýrðir
bílskúrs-
hurðaropnarar
Nú þarftu ekki lengur út
í kuldann eða
rigninguna til að opna
bílskúrinn, LIFTBOY
gerir það fyrir þig.
★ Auðveld uppsetning
★ Einföld bygging
★ Lág bilanatíðni
★ Sérstaklega gerður
fyrir íslenskar
heilar flekahurðir
★ Hita og þunga-
álagsvörn
Sparaðu þér sporin með
LIFTBOY.
FUNAHÖFÐA 1 - REYKJAVÍK
S. 91-685260
~^\uglýsinga-
síminn er 2 24 80
Vetraiskoðun
Stendur frú 15. október og út desember
1. Vélarþvottur
2. Hreínsun og feíti á geYmissambönd
3. Mælíng á rafgeymi
4. Mæling á rafhleðslu
5. Hreínsun á blöndungi
6. ísvari settur í bensín
7. Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Stilling á viftureim
10. Rúðusprautur stilltar
11. Mælíng á frostlegi
12. Vélarstíllíng
13. Ljósastilling
Verð: 4 cyl. kr. 2.054 - 6 cyl. kr. 2.640
ATH! Skipt um olíu og olíusíu
ef óskað er (Olía og olíusía ekki innifalin)
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200