Morgunblaðið - 23.10.1984, Side 32
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Viðræður VSÍ, VMSÍ og iðnverkafólks:
Skattalækkunarleið til
samninga úr sögunni?
UPP úr miðnætti í nótt benti allt til, að viðræöur Vinnuveitendasambands
íslands, Verkamannasambandsins og Landssambands iðnverkafólks um
kjarasamninga, er byggðust i verulegum skattalækkunum, yrðu árangurs-
lausar. Þess í stað munu fulltrúar launþegafélaganna, samkvæmt beimildum
iVlbl., ætla að leggja áherzlu á að ná fram prósentuhækkunum launa í
samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við nokkur bæjarfélög og
bókagerðarmenn.
Er Mbl. ræddi við þá Guðmund
J. Guðmundsson formann Verka-
mannasambandsins og Karl Stein-
ar Guðnason varaformann laust
eftir miðnætti reiknuðu þeir með
að fundurinn gæti staðið eitthvað
fram eftir nóttu. Aðspurðir sögðu
þeir félagar, að nýjustu fréttir af
samningum á launamarkaðinum
hefðu sett strik í reikninginn hvað
varðar þær umræður sem í gangi
hefðu verið hjá þeim. Guðmundur
J. Guðmundsson sagði m.a.:
„Samningar bæði bæjarfélaga og
eins aðildarfélags VSÍ hafa gert
okkur það ákaflega erfitt að semja
á þessu stigi um lægra kaup en
aðrir eru búnir að semja um.“
Karl Steinar sagði: „Það hefur
verið boðið upp í dans. Það er
ósanngjarnt að okkar mati að ætl-
ast til þess að við klípum af laun-
um okkar fólks á sama tíma og
aðrir fengju sömu skattalækkanir
og til umræðu hafa verið við
okkur.”
Guðmundur og Karl Steinar
vildu hvorugur spá um niðustöður
fundarins. Magnús Gunnarsson
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins sagði aðeins, er
Mbl. ræddi við hann laust eftir
miðnættið, að á fundinum færi
fram lokaumræða um skattalækk-
unarleiðina og óljóst væri hvenær
henni lyki.
Sjá viðtöl við Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra og
Þorstein Pálsson formann Sjálf-
stæðisflokksins um stöðu samn-
ingamála í miöopnu.
MorKunblaöið/RAX.
300 verkfallsverðir í Sundahöfn
Verkfallsverðir BSRB hafa að undanfórnu látið nokkuð til sín taka
og meðal annars hafa þeir sinnt verkfallsvörslu á athafnasvæði
Eimskipafélagsins við Sundahöfn, þar sem þeir hafa komið í veg
fyrir að skipin fái tollafgreiðslu. í gærmorgun voru um 300 verk-
fallsverðir til taks við Sundahöfn þar sem þessi mynd var tekin, en
ekki dró þó til tíðinda, eins og sumir höfðu búist við. Eimskipafé-
lagið hefur nú krafist lögbanns á verkfallsaðgerðir og segir nánar
frá því í frétt á miðopnu Morgunblaðsins í dag.
Vænzt er sáttafundar í BSRB-deilunni í dag;
BSRB leggur höfuðáherzlu
á kaupmáttartryggingu
EINN forystumanna BSRB sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær-
kveldi að staða samninganna væri á „mjög viðkvæmu róli“ eins og hann
- orðaði það. Samninganefnd BSRB, sem skipuð er 60 manns, hafði þá verið
að ræða hinar ýmsu leiðir í framhaldi af síðasta sáttafundi með fjármálaráð-
herra.
Þar kröfðust BSRB-menn meiri
kauphækkunar en boðin hafði ver-
ið og tryggingar á kaupmætti út
samningstímabilið. Samninga-
nefndarmaðurinn kvað samtökin
opin fyrir hvers konar kaupmátt-
artryggingu, hvort sem hún kæmi
fram í formi áfangahækkana,
verðbóta eða svokallaðra „rauðra
strika“. bá munu BSRB-menn
telja skattalækkunarleið til lausn-
ar samningum úr sögunni.
Innan BSRB gera menn ráð fyr-
ir sáttafundi í dag, en ríkissátta-
semjari, Guðlaugur Þorvaldsson,
hafði í gærkveidi ekki ákveðið,
hvort deiluaðilar yrðu boðaðir til
fundar. Guðlaugur kvaðst í dag
árdegis myndu ræða við deiluaðila
og eftir þau samtöl ákveða hvort
boðað yrði til fundar.
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, sagði í gær að hann liti svo
á, að fjármálaráðherra hefði
stöðvað samningaviðræður með
því að segjast ekki vera til viðtals
um kröfur BSRB, sem lagðar voru
fram á sáttafundi á sunnudag. Al-
bert Guðmundsson, fjármálaráð-
herra, sagði hins vegar í samtali
við blm. Morgunblaðsins, að gagn-
tilboð BSRB á sunnudag hefði ver-
ið af sömu stærðargráðu og upp-
haflegar tillögur eða hærri og
taldi hann það ekki sýna samn-
ingsvilja af hálfu BSRB. Kvaðst
hann telja tilboð ríkisins nú þegar
hærri en þjóðarbúið þyldi.
Sjá viðtöl við Albert Guðmunds-
son fjármálaráðherra og Kristján
Thorlacius formann BSRB í mið-
opnu.
Bensín-
birgðir á
þrotum
Olíuskip væntan-
legt í vikunni
BENSÍNBIRGÐIK í landinu eru
nú á þrotum að sögn Þórðar Ás-
Íeirssonar forstjóra Olíuverslunar
slands.
„Við höfum haldið allri bens-
índreifingu í lágmarki en nú er
svo komið að birgðir eru á þrot-
um,“ sagði Þórður. „Sovéskt
olíuflutningaskip er væntanlegt
hingað til lands siðar í þessari
viku og fari svo að það verði los-
að strax, munu endar ná saman
og menn þurfa ekki að óttast
bensínskort."
Aðspurður sagði Þórður að
svartolíu- og gasolíubirgðir í
landinu myndu endast vel fram
í nóvembermánuð. „Sovéskt
olíuflutningaskip með svartolíu
hefur sem kunnugt er legið hér
við land í vikutíma án þess að
geta losað og er áhöfnin nú tek-
in að ókyrrast. Það getur orðið
dýrt spaug fyrir okkur ef skipið
fer án þess að losa, því að ekki
er von á öðru svartolíuskipi fyrr
en í desember.
Ég vil benda á að það er geysi-
lega dýrt að láta skipin liggja
hér við land og ef verkfallsmenn
koma í veg fyrir að þau verði
losuð þá kemur það niður á
neytendum í landinu í hækkuðu
olíuverði," sagði Þórður að end-
ingu.
Leigði menn
til innbrots hjá
sjálfum sér
VERZLUNAREIGANDI í Reykjavík
hefur játað að hafa fengið ívo menn
til þess að fara inn í verzlun sína
með það fyrir augum að svíkja fé út
úr tryggingum og átti að láta líta svo
út, sem um innbrot hefði verið að
ræða.
Reksturinn gekk ekki sem
skyldi hjá eigandanum og því var
það að hann fékk mennina til þess
að „brjótast inn“ hjá sér. Tóku
mennirnir hressilega til hendinni
og var tjónið sem þeir ollu metið á
um 100 þúsund krónur. Þó munu
þeir ekki hafa unnið eins mikið
tjón og um var samið.
Innbrotið var framið í septem-
ber, en maðurinn var úrskurðaður
í gæzluvarðhald þann 16. október
síðastliðinn að kröfu Rannsókn-
arlögreglu ríkisins. Honum var
sleppt úr haldi í gær.
Vegna skamms vinnslutíma
er MorgunblaðiA aðeins 32
síður í dag.