Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 6
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Skiptinemar til Bandaríkjanna/Kanada ASSE ISLAND gefur íslenskum unglingum kost á því aö fara sem skiptinemar til ársdvalar í Bandaríkj- unum/Kanada í eitt skólaár. Ef þú ert 16—18 ára í ágúst á næsta ári og hefur áhuga á aö lenda í meiriháttar ævintýri haföu þá samband viö skrifstofu ASSE ISLAND til aö fá nánari upplýsingar. mVASSE. American Scandinavian Student Exchange Laugavegi 28, 3. hæö. 101 Reykjavík. Sími 621455. Orðsending frá versluninni Dalakofanum Tískuverslun í Hafnarfirði. Vorum aö taka fram fjöl- breytt úrval af vetrarvörum. Kápur vatteraöar meö hettum, úlpur meö hettum og hettulausar, jakka margar geröir, dragtir og buxur. Tökum fram á mánudag kjóla í fjölbreyttu úrvali. Dalakofinn, Linnetsstíg 1, Hafnarfiröi, sími 54295. tölvan í gegn! tölvur hafa verið prófaðar af Háskólanum og valdar til kaupa fyrir ráðuneyti og aðrar ríkisstofnanir. er íslensk tölva, framleidd fyrir íslenskan markað. hf. og mjög margir aðrir, innlendir og erlendir framleiðendur, bjóða hugbúnað fyrir ATLANTIS tölvur. hf. hvetur þig til að gera gæða- og verðsamanburð og þú munt komast að því hvers vegna ATLANTIS hefur slegið í gegn. Vinsamlegast hringið eða komið í heimsókn. Hundrað þúsund á fundi hjá Mondale Bonton og New York, 1. nóvember. AP. TAUÐ er að um eitt hundrað þús- und manns hafí verið á fundi, sem Walter Mondale, forsetaefni bandarískra demókrata, og Ger- aldine Ferraro, varaforsetaefni, efndu til í New York í dag. Mond- ale var óvenju harðorður í garð Re- agans forseta, sem hann sakaði um ósæmilegar aðdróttanir. For- setinn haföi gagnrýnt, að ekki var gerð sérstök samþykkt gegn fjandskap í garð gyðinga i þingi dcmókrata í sumar. „Herra for- seti“, sagði Mondale, „þessi um- mcli segja meira um þig en demó- krata. Bandaríkjamenn kunna ekki að meta svona pólitík.“ Fundur Mondales f dag hefur verið borinn saman við fund Johns F. Kennedy í New York í kosningum árið 1960, sem svipaður fjöldi sótti. Kennedy, sem þá var forsetaefni demó- krata, sigraði f kosningunum. Ronald Reagan efndi til kosn- ingafundar f Boston f dag og beindi orðum sínum jafnt til demókrata sem repúblikana. „Um leið og við eflum efnahag okkar," sagði hann, „styrkjum við þau verðmæti, sem tengja okkur saman, og Bandaríkja- menn sem þjóð lista og lærdóms og trúar og ástar á guði, sem hefur skapað okkur og veitt okkur meiri blessun en nokkurri annarri þjóð.“ íri verður framseldur Lauaanne, 1. nóvember. AP. Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins sagði í dag að ákveðið hefði verið að framselja írska hryðjuverka- manninn Seamus Maccharra til írska lýðveldisins og er búist við að það gerist von bráðar. Maccharra, sem er 57 ára, var handtekinn í Basel í apríl og var hann þá strax sakaöur um ólög- legan vopnaburð. Reyndi hann að fá komið í veg fyrir framsal með því að halda því fram að hann væri pólitískur afbrotamaður, en þeirri kröfu var hafnað á þeirri forsendu að sprengjutilræði gætu ekki talist samrýmast pólitísku takmarki. Qlympíuleikarnir 1988: Haldið verður fast við Seoul Róm, 2. nóvember AP. JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarjnnar lýsti því yfír í dag, að ekki yrði látið und- an bótunum sumra ríkja um að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum, sem halda á í Seoul í Suður-Kóreu 1988. „Við munum fara til Seoul, al- veg eins og við fórum til Moskvu og Los Angeles," sagði Samaranch í viðtali við tvö ítölsk blöð í dag. Sagði hann þetta í tilefni þess, að tillögur hafa komið fram um „hlutlausara land“ til þess að koma í veg fyrir, að sum kommún- istariki, sem ekki hafa stjórn- málasamband við Suður-Kóreu, virði Ieikana að vettugi. Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamióill! hf. Skúlagötu 51, 105 Reykjavík, Sími 91-19920

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.