Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 14

Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 14
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Sláturtíð allt árið." Nú á tímum, þegar fryst ótilbúið slátur er fáan- legt í hentugum umbúð- um, geta menn fært „sláturtíðina" til að vild. Vegna verkfalls undan- farnar vikur, hefur Morgunblaðið ekki komið út og þátturinn um sláturgerð því nokkuð seint á ferðinni. Efalaust eiga þó einhverjir eftir að gera slátur. Gormánuður heitir fyrsti mánuður Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Slátur Blóðmör 2 lítrar blóð 'k lítri vatn 2'k sléttfullar msk gróft salt 500 g haframjöl 1200 g rúgmjöl 800 g mör 1. Saxið mörinn smátt. 2. Síið blóðið gegnum vírsigti. Blandið salti í vatnið, og því saman við blóðið. 3. Blandið saman rúgmjöli og haframjöli. 4. Hrærið blóðið út í mjölið. Þetta á að vera meðalþykk hræra. 5. Hrærið mörinn út í. 6. Setjið í vambakeppi, fyllið aðeins að %, saumið fyrir og pikkið keppina með nál. 7. Sjóðið saltvatn, setjið keppina hvern af öðrum í salt- vatnið, um leið og þeir eru tilbúnir og sjóðið í 3 klst. Hafið hægan hita og pikkið keppina meðan á suðu stendur. Færið keppina, sem fljóta upp, í kaf með spaða. 8. Snöggkælið keppina. Athugið: þessi hræra er í 10 stóra keppi. Ef þið viljið búa til rúsínuslátur, stingið þið hnefa- fylli af rúsínum í hvern kepp. Merkið keppina með því að sauma pjötlu við opið. Lifrarpylsa: 2 lifrar, u.þ.b. 1 kg 4 nýru, u.þ.b. 150 g 2 msk gróft salt xk lítri mjólk 'k litri kjötsoð 500 g rúgmjöl 250 g haframjöl 200 g hveiti 800 g mör 1. Brytjið mörinn smátt. 2. Takið himnuna af lifrinni og nýrunum, hreinsið úr því allar taugar og æðar. Hakkið síðan tvisvar í hakka- vél. 3. Blandið saman rúgmjöli, haframjöli og hveiti. 4. Leysið saltið upp í soðinu. 5. Hrærið lifrina, soðið og mjólkina út í mjölið. Þetta á að vera þykk hræra. Blandið siðan mörnum i. 6. Setjið í vambakeppi. Þeir mega vera nokkuð vel fullir. Saumið fyrir. Pikkið keppina með nál. 7. Hitið vatn með salti. Sjóðið keppina í vatninu við hægan hita í 2 klst. Pikkið keppina meðan á suðu stend- ur og færið þá í kaf, sem fljóta upp. Soðinn blóðmör með hvítkáli og gulrótum í súrsætum legi Handa 4 1 frekar lítill blóðmörskeppur 250 g hvitkál 2 meðalstórar gulrætur 1 msk smjör 1 msk matarolía 1 msk púðursykur 'k dl borðedik Vi tsk negull 1. Hitið olíuna og smjörið á pönnu. 2. Saxið hvítkálið og gulræturnar, steikið það i feitinni i 10 minútur. 3. Hellið edikinu út i og stráið púðursykri og negul yfir. Hrærið saman. 4. Skerið blóðmörinn i sneiðar og leggið ofan á græn- metið. Setjið lok á pönnuna, minnkið hitann og sjóðið í 7 mínútur. 5. Berið fram á pönnunni. vetrar og virðist ekki hafa átt annað nafn að fornu. Vísar nafnið til sláturtíðar og er sá mán- uður ekki liðinn, hann hófst með fyrsta vetrar- degi fyrir viku. Fyrsti vetrardagur mun hafa verið um hálfum mánuði fyrr til forna og var alltaf á föstudegi. Á íslandi hefur lengi tíðkast að gera slátur og var slátrið geymt í súr til ársins, en aðeins borðað nýtt í sláturtíðinni. Víða hefur verið mikil sláturgerð þar sem þess var kostur og er máltækið: „Það munar ekki um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni" komið til af því að einhvers staðar hefur verið til nóg af slátri, þótt allur almenningur hafi að öllum lík- indum ekki haft mikið slátur. Áður var slátrið allt hirt, m.a. lungu, heili, kirtlar og ristill. Blóðið var blandað miklum mör og þótti slátrið betra því feitara sem það var. Reynt var að hafa mjöl í slátrið þar sem það var til, en fjallagrös voru skorin og höfð saman við blóðið. Einnig var ristillinn skorinn niður og hafður með til drýginda. Lifur var nær eingöngu höfð í lifrar- pylsu ásamt nýrum og miklum mör ásamt mjöli. Fleiri þjóðir en íslendingar búa til slátur, þótt í minna mæli sé. Má þar nefna Skota sem búa til hagis, eins konar slátur sem í eru hjörtu, lifur og lungu og soðin í vömb. Dani sem búa til blodpölse sem krydduð er með negul, engiferi og allrahanda og bætt með rúsínum. Að ógleymd- um Færeyingum sem búa til mikið slátur. Þar er slátrið dísætt með miklum púðursykri og margskonar kryddi, svo sem negul, engiferi, kanil og pipar og svo rúsínum. En hér birtast uppskriftir af okkar venjulega íslenska slátri, sem samkvæmt kröfum tímans er ekki mjög feitt. Þessar uppskriftir eru allar úr nýútkom- inni bók minni „220 ljúffengir lambakjötsrétt- ir“. Víðast hvar eru vambirnar hreinsaðar, þegar slátrið er keypt og þarf því ekki að hafa mikið fyrir þeim. Þó þarf að leggja þær í kalt vatn strax og gæta þess að þær séu ekki lengi á hlýjum stað. Hentugt er að láta renna á vamb- irnar í vaskinum og síðan þarf að skafa þær, ef eitthvað situr eftir á þeim. Algengt er að fá 4—6 keppi úr hverri vömb. Vélindiskeppurinn eða fagrikeppur er einnig notaður utan um slátrið, og þarf aðeins að sauma fyrir gatið á honum. Yfirleitt þarf að kaupa aukavambir ef maður ætlar að búa til slátur úr öllu blóðinu og lifr- inni, og er hæfilegt að kaupa 2 aukavambir með fimm slátrum. Þegar keppir eru sniðnir úr vömbinni, er best að leggja hana á trébretti og skera með beittum hnífi. Síðan er notaður bóm- ullarþráður og góð stoppunál til að sauma kepp- ina saman. Gott er að skilja eftir smáspotta við opið, þræða nálina upp á hann og sauma fyrir opið, þegar búið er að fylla keppinn. Ef þið ætlið að frysta slátrið, er hægt að hálfsjóða það fyrir frystingu eða geyma það hrátt. Slátrið tekur mun minna pláss í frystinum, sé það fryst hrátt, en vefjið hvern kepp inn í plastfilmu og setjið á kassa eða álmót. Setjið síðan plast eða álpappír vel yfir allt slátrið. Nauðsynlegt er að snögg- frysta slátrið við eins mikið frost og hægt er. Þegar slátrið er soðið, er það sett frosið í sjóð- andi saltvatn. meö glœsibra^ Vínarkvöld verður í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 4. nóv ember kl. 18:00 Vínarvín - Vínarmatseðill Vínarhljómlist: Carl Billich og Þorvaldur Steingrímsson. Óperusöngvarar frá Vín: Gabriele Salzbacher, sópran, Friedrich Springer, tenór, og Norbert Huber, undirleikari. Kynnir: Helgi Skúlason, leikari. Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar. Vinningur er ósvikin „SACHER“ terta frá Vín. Aðgöngumiðasala og borðapantanir eftir kl. 1600 í síma 20221. y \ hóiel\ ^ NJIUW MP /J&Qj liaiandi í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.