Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 16
80
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984
Rithöfundurinn Jerzy Kosinski
Frelsið er mér líf eða dauði
Hann er pólskur, en skrifar á ensku. Hann er rithöfundur, en lék afburða-
vel hlutverk Zinovievs í Reds. Skáldsögur hans eru dapurlegar, en kvik-
mynd sem gerð var eftir einni þeirra, Being There, sló í gegn sem
gamanmynd. Jerzy Kosinski, semn býr til goðasagnir og afsannar þær, er
alveg einstakur.
Eftir Marianne
Leslie
„Þegar ég skrifa er tungumálið
sem ég nota jafn þýðingarmikið og
efnisþráður bókarinnar eða sögu-
persónurnar. Ég notfæri mér það,
hreinsa burt allar innantómu
setningarnar. Ég vil ná nánu sam-
bandi milli lesandans og þess sem
hann eða hún eru að lesa. Það er
þýðingarmikið, því það sem ég er
að segja skiptir máli.
Það er líf mitt, reynsla mín og
það sem mér hefur orðið ljóst við
að íhuga minn innri mann, litla
einka gróðurreitinn minn.“
Hann er sannarlega ekki feim-
inn, Jerzy Kosinski, höfundur
metsölubóka, sem samið hefur
átta skáldsögur. Hann þekkir
sjálfan sig og áhrif sín.
„Hvernig gæti ég verið öðru-
vísi?“ spyr hann. „Mér hefur alltaf
verið veitt athygli allt mitt líf.“
Hann hallar sér fram og horfir
á mig alvörugefinn. Augu hans
eru einbeitt, dökkbrún, nærri
svört. Hann heldur áfram að tala.
„Þegar ég var sex ára var ég
vakinn til vitundar vegna stríð-
sins. Þar sem ég var Gyðingur,
mótaðist ég af heilli siðmenningu.
Þegar ég var í skóla gat ég ekkert
gert sem var andstætt Flokknum.
Eg bjó í einræðisríki. Allt sem ég
skrifaði, sagði eða gerði, var ein-
hvers staðar skráð.“
Flýði Pólland
Jerzy Kosinski fæddist í Pól-
landi og flýði til Bandaríkjanna
þegar hann var 24 ára.
„Ég fór burt frá einræðinu, ekki
vegna þess að ég væri á móti
kommúnistum, heldur vegna þess
að ég fyrirleit sjálfan mig í því
kerfi. Mér fannst lífi mínu sóað,
og mér fannst mér skylt að flytj-
ast úr landi.“
Við hittumst í hótelherbergi í
Stokkhólmi. Hann var þar til að
afhenda öðrum frelsisunnanda
verðlaun, Lech Walesa leiðtoga
Samtöðu. Framkoma Kosinskis er
mjög óvenjuleg, hann er hvort
tveggja í senn, aðlaðandi og ugg-
vekjandi. Hann er grannvaxinn,
klæddur snyrtilegum brúnum föt-
um. Húð hans er dökk, og hann
hefur kónganef og kolsvart hár.
Hann minnir á uppáklæddan villi-
mann í borgarferð.
„Frelsið er mér líf eða dauði.
Allar takmarkanir eru mér mjög á
móti skapi," segir hann, og ber
orðin mjög skýrt fram á ensku,
með örlitlum pólskum hreim. „Þar
á eg við allt sem heftir mig, and-
lega og líkamlega. Til dæmis ef
lögreglan stöðvar mig í venjulegu
eftirliti, eða ef ég er neyddur til að
mæta á fundi sem ég vil ekki sitja.
Hverskonar ritskoðun. Andúð mín
á valdhöfum og þvingunum stafar
af þeirri tilfinningu minni að upp-
vaxtarár mín hafi verið hrifsuð
frá mér.“
Kosinski á hörmulega fortíð.
Hann kemur frá fjölmennri rússn-
eskri Gyðingafjölskyldu. Nasistar
drúpu þau öll, þar á meðal for-
eldra hans. Það væri auðvelt að
vera bitur, jafnvel tilfinninga- og
andlega truflaður, eftir svona
bernsku. En Kosinski heldur því
fram að hann hafi verið svo hepp-
inn að komast af með flestar til-
finningar sínar óbrenglaðar. Hon-
um finnst lífsviðhorf sín vera
jákvæð.
„Það er vegna þess að ég hugs-
aði aldrei um sjálfan mig sem
fórnardýr. Hefði ég gert það,
þjáðst vegna alls óréttlætisins,
hefði líf mitt orðið annað.
Ég held ekki að það hafi bitnað
verr á mér en svo mörgum öðrum
af minni kynslóð. Á tímum
ofsókna og þvingana gátum við lit-
ið í kringum okkur og borið sam-
an. Við bjuggum við sömu aðstæð-
ur, við höfðum það jafn erfitt. Um
tíma bjó ég með öðrum við þessar
aðstæður. Ég átti aðild að atvik-
um, sem höfðu áhrif á mikinn
fjölda manna. Fyrir einstæða
lánsemi tókst mér að flýja frá
þessu. Ég fluttist úr landi tiltölu-
lega ósár. Mér hefur jafnvel verið
umbunað eftirá fyrir það sem
gerðist í lífi mínu.“
En nýja tilveran hans var allt
annað en auðveld. Kosinski yfir-
gaf landið, sem hann gat aldrei
snúið til aftur, og hélt til Banda-
ríkjanna. I þessum nýja heimi
stóð hann frammi fyrir nýjum sið-
um, nýrri menningu og tungumáli
sem hann kunni ekki.
í tvö ár er Kosinski í nærri al-
gjörri einangrun frá umhverfi
sínu. Meðan hann var að læra
ensku starfaði hann sem vörubíl-
stjóri, bílastæðisvörður og bíl-
stjóri hjá eiganda næturklúbbs í
Harlem. Það var lengi sem hann
gat ekki talað við neinn.
„Það er bókmenntahefð minni
að þakka að ég lifði af einangrun-
ina. Ég lít tilveruna mjög róman-
tískum augum. Ég lifði í aðalper-
sónum skáldsagnanna. Ég sá
sjálfan mig sem örvæntingarfull-
an mann, tilneyddan að flýja af
ástæðum sem ég fékk ekki breytt.
Það hjálpaði mér að skilja sjálfan
mig og tilveru mína. Ég skoðaði
þennan nýja raunveruleika í Ijósi
fyrirmynda úr bókmenntum.“
Að lokinni sex og hálfs árs dvöl
í Bandaríkjunum samdi hann sína
fyrstu bók, The Painted Bird,
Skræpótta fuglinn. Hann skrifaði
bókina á ensku, máli sem honum
var enn framandi.
Áður en hann heldur frásögn-
inni áfram, gengur Kosinski um
herbergið, stillir sér upp fyrir
ljósmyndarann. Hann horfir beint
inn í myndavélina, alltaf mjög al-
varlegur á svip. Svo snýr hann sér
að mér á ný.
„1 rauninni átti ég ekki annarra
kosta völ. Ég neyddist til að skrifa
á ensku. Hefði ég skrifað á pólsku
eða rússnesku, hefði ég aldrei náð
augum umheimsins.
Það er eitthvað mjög persónu-
legt við það að vera rithöfundur.
Ég get ekki ímyndað mér neitt
annað, sem kemur mér í jafn nána
snertingu við sjálfan mig. En til
að geta haldið áfram að skrifa,
þarf ég lesendur, einhver við-
brögð.
önnur ástæða þess að ég skrifa
á ensku er sú að það er auðveldara
fyrir mig að tjá mig á öðru máli en
móðurmálinu. Seinna bar ég þetta
undir aðra — Roman Polanski,
sem er pólskur, Milos Forman,
sem er tékkneskur, og Louis Malle,
sem er frá Frakklandi. Við vorum
sammála um að tungumál sem við
tækjum okkur í munn síðar í líf-
inu gæfi okkur aukið frelsi til að
tjá okkur eins og við vildum,
miskunnarlaust. Við vorum ekki
bundnir af eigin hefðum."
Bækur Kosinskis fjalla um
raunveruleika mannsins. 1 The
Painted Bird lætur hann okkur
upplifa hörmungar styrjaldar. í
Steps lýsir hann aðstöðu innflytj-
Átta bækur, hlutverk í kvikmynd, skíðaferðir og póló
Jerzy Kosinski fæddist í Pól-
landi árið 1933. Fjölskylda hans
var af Gyðingaættum og kom frá
Rússlandi. Þegar síðari heims-
styrjöldin skall á, og hann var
sex ára, var honum komið fyrir
hjá fósturforeldrum uppi í sveit
til að forða honum undan
ofsóknum nasista gegn pólskum
Gyðingum. Fósturforeldrarnir
létust, og hann flæktist um einn
til tólf ára aldurs þegar stríðinu
lauk. Um tíma missti hann alveg
röddina vegna taugaáfalls, en
fékk hana síðar aftur.
Hann flúði 24 ára gamall til
Bandaríkjanna. í New York
stundaði hann margskonar
vinnu áður en hann hóf ritstörf.
Hann hefur samið átta skáldsög-
ur: The Painted Bird, Being
There, Cockpit, Blind Date, The
Devil Tree, Passion Play, Pinball
og Steps.
Kosinski stundaði enskunám
við Princeton- og Yale-háskól-
ana. í nokkur ár var hann forseti
alþjóða PEN-samtakanna.
Bók hans Being There var
kvikmynduð með Peter Sellers í
aðalhlutverki, var hún sýnd
lengi í Bíóhöllinni. Kosinski lék f
kvikmynd Warren Beattys,
Reds, þar sem hann fór með
hlutverk sovézks embætt-
ismanns.
Kosinski var kvæntur, en kona
hans lézt fyrir tíu árum. Hann
býr í New York, Los Angeles,
Dóminíkanska lýðveldinu og
Genf. Auk ritstarfa eru helztu
áhugamál hans skíðaferðir og
póló.
Þrjár bækur hafa komið út
eftir hann á íslensku, Skræpótti
fuglinn (The Painted Bird),
Fram í sviðsljósið (Being There)
og Stefnumót við óvissuna
(Blind Date), sem kom út hjá
Bókaklúbbi Almenna bókafé-
lagsins nýlega.
Ekki er allt
sem sýnist
Sparifjáreigendur eiga nú fleiri kosti en nokkru sinni fyrrtil að ávaxta pening-
ana. Og um leið verður allur samanburður á innlánsformum flóknari og
erfiðari.
Gylliboðin með lýsingarorðum í hástigi birtast úr öllum áttum, en pegar að er
gáð þá er ekki allt sem sýnist. Hvað þarf til að ná hœstu ávöxtun? Hvaða
áhrif hefur úttekt?
Boð okkar er hœkkun vaxta á 6 mánaða reikningum. Pannig fœst
27,2% ársávaxtun
sem er sambœrileg við hámarksávöxtun hjá peningastofnunum almennt.
Einfalt mál. Fáið samanburðinn í Sparisjóðnum.
SPARISJDÐUR
HAFNARFJARÐAR
Hagur heimamanna
37 listaverk!
Dregiö hefur veriö í happdrætti 3ja érs nema MHÍ
1984. Eftirfarandi númer komu upp: 4358 — 2381 —
3099 — 3980 — 2057 — 2375 — 4378 — 781 —
921 — 2380 — 268 — 491 — 2072 — 4616 — 2017
— 1023 — 464 — 100 — 303 — 4076 — 936 —
1031 — 1138 — 3156 — 647 — 949 — 1724 — 235
— 4084 — 3952 — 4435 — 4333 — 2994 — 4555
— 2360 — 1316 — 3227.
Frekari upplýsingar gefnar neöst á happdrættismiöa.
Steypukaupendur
Nú fer vetur brátt í hönd og veður kólnandi. Því er
hætt viö frostskemmdum í steinsteypu. Fari hitastig
steinsteypu niöurfyrir 10° C hægir mjög á hörnun
hennar. Undir 5°C er hörnun svo til hætt. Stein-
steypa veröur ekki frostþolin fyrr en hún hefur náö
um þaö bil 'A af endastyrk sínum. Óhörnuö steypa
getur legiö í dái dögum saman viö lágt hitastig og
frosiö síöan og skemmst. Á vetrum er steinsteypa
seld upphituö en mikilsvert er aö fyrirbyggja aö hún
kólni. Eftirfarandi ráðstafanir eru því æskilegar:
1. Bleytiö ekki óhóflega í steypunni.
2. Byrgiö alla steypufleti.
3. Hitið upp steypu í mótum fyrstu sólarhringana.
Muniö aö steinsteypan er buröarás mannvirkisins.
Steypustdðin Dí