Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 81 enda, hvernig það sé að búa milli tveggja siðmenninga og tveggja tungumála. í þriðju bókinni, The Devil Tree, íhugum við í gegnum söguhetjuna hve mikil áhrifa fjölskylda og uppeldi hafa á líf okkar. Eru þetta þær rætur okkar 3em ráða gjörð- um okkar síðar á ævinni, eða kom- um við fram sem sjálfstæðar per- sónur, lausar við hefðir og þvinganir fjölskyldusiða? Ekki aðeins grófur raunveruleikinn í bókunum birtist raunveruleik- inn á mjög kaldan, grófan, nærri fráhrindandi hátt, en í þeim er einnig jafnan falið eitthvað annað og meira. „Ég fær oft bréf frá reiðum les- endum, sem beina fyrirlitningu sinni að mér. Þeir eru sannfærðir um að það sem ég skrifa sé mitt eigið líf, að ég skrifi sjálfsævisögu. Svo er ekki — ég lýsi erfiðleika- timum sem hver og einn okkar getur lent í fyrr eða síðar. Málið er að við verðum að losa okkur frá þessum tímum á einn eða annan hátt, svo við glötum ekki sjálfs- virðingunni. Ég sækist ekki eftir því að vera vel liðinn. Ég vil hrífa." Augnaráð Kosinskis gneistar og ég hrekk við. Hann tekur eftir því, skilur, og hlær að mér. En svo verður hann alvörugefinn á ný og heldur áfram: „Ég vil ekki gera neinum auðvelt að lesa bækurnar mínar. Að komast í gegnum þær ætti að vera eins og að komast í gegnum lífið. Athyglisverð persóna verður á vegi þínum, einhver sem þú vilt kynnast nánar. Til þess verður þú að lesa bókina og túlka hann eða hana rétt. Þú getur ekki lesið bók- ina í flýti og án gaumgæfni. Lestu blaðsíðu fyrir blaðsíðu, dag eftir dag. Ef til vill þarft þú að fletta til baka og lesa eitthvað upp á nýtt. Er þetta góð persóna? Einhver sem þú vildir búa með? Er hún athyglisverð kona? Þannig skrifa ég bækurnar mínar. Á yfirborðinu geta persónurnar virzt tilfinn- ingasnauðar og kaldar. En ef til vill er það rangt, ef til vill koma þær aðeins þannig fyrir. Ef þú hefur áhuga á bókinni, á persónunni, á lifinu, verður þú stöðugt að grafa dýpra og skynja hvað liggur undir yfirborðinu." Goðsagnir og orðrómur Á síðari árum hefur Kosinski orðið umvafinn goðsögnum. Orð- rómur hefur verið á kreiki um að hann hafi starfað fyrir CIA í Pól- landi og að hann sé rússneskur njósnari í Bandaríkjunum. Hann hefur verið sakaður um að hafa látið aðra skrifa fyrir sig í stað þess að semja sjáldsögur sínar sjálfur. Hann lætur þetta ekkert á sig fá. „Þar sem ég sem skáldsögur, það er að segja bý tii sögur, kann ég bara vel við það þegar aðrir búa til sögur um mig. Það er nú einu sinni svo að rithöfundurinn býr til persónu, og skáldsagan byggist á goðsögnum og orðrómi í kringum þessa persónu. Svo ef ég bý til ímyndaðan raunveruleika, ætti öðrum að leyfast það sama varð- andi mig. Það er starf mitt að afsanna goðsagnir, svo næsta bók mín verður um rithöfund, sem sakaður er um að semja ekki sjálfur bækur sínar. Það reynist mjög erfið að- staða." Það hefur verið látið ofan í ferðatöskurnar, sem standa við dyrnar. Hann þarf að ferðast á ný, fljótlega. f þetta sinn er það Genf og fundahöld um mannréttindi. Kosinski er oft á ferð og flugi. En áður en samtali okkar lýkur vill hann segja mér frá helzta tak- marki lífs síns. „Að mínu áliti er aðeins unnt að lifa á einn veg, og það er í samvist- um við aðra menn. En til að geta það verð ég að skoða sjálfan mig. Hver er ég? Frammi fyrir hverj- um stend ég þegar ég horfi á sjálf- an mig? Ef ég horfi á sjálfan mig með augum samfélagsins, er ég aðeins venjulegur maður, einn af mörg- um. í mínum augum er ég mikils- verður, óbætanlegur og sérstæður. í mínum augum er líf mitt ómet- anlegt, og af þeirri ástæðu vil ég ekki að það mistakist. Bak við öll samskipti við aðra er eitt mjög mikilvægt, nákvæm skoðun á sjálfum sér. Tilgangur minn er að taka fram það sem býr innra í mér og sýna það öðrum. Áð sýna þér sjálfið mitt. Ég get ekki hugsað mér betri leið til þess en að skrifa, og svo að vera með þér hér og nú.“ Tirestone ______HUKIN__ _____SEVBNH,_____________________ BFTBf ____HEMLUN_ Firestone vetrarhjólbarðar veita öfluga spyrnu, örugga hemlun og þeir hafa frábæra endingu. Þú ert í fararbroddi með örugga og endingarmikla Firestone hjólbarða. ____FIRESTONE — ÖRYGGI OG ENDING_ Útsölustaöir um land allt. JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SIMI42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.