Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 21
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 85 Bardot heimsækir dýraverndunarmenn i Strasbourg. bébé, en það orð hefur merkinguna ungbarn, og þótti það vel sæma barnslegu og sakleysis- legu andliti hennar. Ástæöa þess að fullt nafn fylgdi ekki forsíðumyndinni i Elle var sú, aö foreldrar Brigitte sem voru efnaðir betri borgarar, vildu fyrir aila muni komast hjá óþægindum af þessu tiltæki. Brigitte var bara skólastúlka og þeim fannst hún of ung til að komast i sviðs- ljósið. En allt kom fyrir ekki. Kunnur kvikmyndaleikstjóri, Marc Allegret að nafni, sá myndina og fól ungum aðstoðarmanni sín- um að hafa upp á fyrirsætunni. Sá hét Roger Vadim. Honum tókst að finna stúlkuna og fá foreldra hennar til að samþykkja að hún léki í kvikmynd til reynslu. Úr því varð raunar engin kvikmynd að sinni, en heilmikið ástarbál, sem síðar leiddi af sér hjónaband, kvikmyndir og heimsfrægð. En ekkert af þessu virðist hafa fært BB varaniega hamingju og gleði. Hefur satnkennd með dýrunum Hún kennir kvikmyndunum um ófarnað sinn í lífinu. Hún kennir þeim um stöðugan tauga- óstyrk og geðsveiflur, sem hún hefur aldrei náð stjórn á. Vadim er á annarri skoðun. Hann telur að geðsveiflurnar séu ekki fyigifiskur kvikmyndanna, heldur hafi þær fylgt Brigitte ailt frá barnæsku. Hann segir að ýmist hafi hún verið haldin ofsakæti éða fengið óstjórn- leg grátköst, sem gátu staðið i tvo daga. Svona hafi hún verið á skólaárunum, löngu áður en hún varð heimsfræg sem kvikmyndaleikkona og kyntákn. Vadim hefur ákveöna skýringu á því, hvers vegna Brigitte sneri sér að dýravernd. Hún segir að hún hafi fundið til samkenndar með dýrum vegna þess að hún hafi eins og þau, orðið fyrir illri meðferð mannfólksins. Hún gleymir aldrei þeim skömmum og svívirðing- um, sem yfir hana dundu. Og taumlaus aðdáun fjöidans veitti henni enga hugsvölun. Hún hafði enga þörf fyrir að vera dýrkuð af fólki sem hún þekkti ekki, fólki sem tilbað hana um stund, en sneri við blaðinu og fyrirleit hana næsta dag. Slíkt var lftið haldreipi 1 lífinu, alira sízt fyrir unga konu sem hafði aldrei verið fyllilega örugg með sig. Smám saman gerðist hún hálfgerður mannhatari. Eg hef mjög lítið álit á mannkyninu. Mér finnst fólk vera heimskt, falskt, gróft og grimmt, segir Brigitte Bardot. incm0nu<a SPÍCI4L8.Í Litlir leikarahæfíleikar Birgitte lék á sínum síma i um það bil 40 kvikmyndum, en þær hafa illa staðist dóm tímans, enda segir hún sjálf, að aðeins fimm eða sex þeirra hafi verið einhvers virði. Sum- um finnst það jafnvel heldur mikið sagt. Brig- itte var líka sannfærð um, að hún hefði lítið til brunns að bera sem kvikmyndaleikari, enda hafði hún fengið sáralitla tilsögn f leiklist. Hún hafði hins vegar fengið góða þjálfun í ballett og öll framkoma hennar bar þess merki. En hún var umfram allt kyntákn og þurfti litla leikarahæfileika til að heilla fólk meðan Bardot-æðið fór um eins og eldur í sinu. Fólk vildi bara hafa hana eins og Roger Vadim hafði leitt hana fram í myndinni „Og guð skap- aði konuna“, — barnslega, töfrandi og fulla af kynþokka. Smám saman brutust þó fram hjá henni hæfileikar samfara auknum þroska, en þá var hún orðin föst i gamla farinu og virtist hrædd við þá ólgu sem hún fann innra með sér. 1 augum BB táknar velgengni ekki það sama og hjá flestum öðrum, heldur leggur hún svip- aða merkingu f það orð og f orðið öryggistil- finning. Henni finnst meginmáli skipta að geta reitt sig á umhverfið, að þurfa ekki að óttast breytingar. Og kannski þarf hún ekki að óttast miklar breytingar eins og sakir standa. Kannski færa efri árin henni hamingju, sem hún fór varhluta af í blóma lífsins. Það verður þá a.m.k. breyting til hins betra. Brigitte finnst fáránlegt að einhver skuli halda þvi fram að það sé gott að verða fimm- tugur. Samt virðist hún ekki óttast ellina, og þótt hún dragi ekki fjöður yfir það hversu einmana hún er, kveðst hún miklu hamingju- samari núna, þegar hún berst fyrir málstað dýranna, en þegar hún var bara vesæl kyn- bomba, eins og hún kemst að orði. Það væri gott til þess að hugsa að hún gæti eytt ævikvöldinu með einhverjum sem hefði svipuð áhugamál og hún. Roger Vadim segir að hún sé annað veifið í tygjum við mann sem hefur líka helgað sig baráttunni fyrir dýra- vernd. Hins vegar hefur blaðamönnum ekki tekizt að hafa uppi á honum og hann er alltaf víðs fjarri, þegar Brigitte leyfir að tekin séu við hana viðtöl. En hvað sem öðru líður á hún dýrin sín, málleysingja, sem þykir vænt um hana hvort sem hún eldist eða ekki, og hvort sem hún er ennþá falleg eða ekki. Og með þessum vinum sínum er hún líklega ánægðari en nokkru sinni fyrr. Bygjft á jjrein eftir Robin Smyth ojj cvisögu Brigitte Bardot eftir Willi Frischauer. Bardot kemur til dómshúss til að verjast meiðyrðaákæru. stjórn Mitterrands áhugalitlar og tregar i taumi. Það er ekki vitað með vissu hversu mörg húsdýr Brigitte Bardot heldur nú um stundir. Pyrir skömmu var talið að hún hefði í húsi sínu 24 ketti, 7 hunda og einn heimalning. En þetta er breytilegt. Þótt dýrin séu henni mikils virði, koma þau ekki að fullu í stað styrkrar karlmannshanda. — Ég græt í rúminu á næturnar. Þótt ég fái 100 elskuleg bréf, er það ekki eins mikils virði og að eiga mann, sem gæti þrýst mér að sér og hvislað: „Vel af sér vikið, Brigitte!" Fyrir þrem árum sagði hún eftirfarandi: — Eg er að venja mig við að búa ein, en mér hefur ekki tekizt það algerlega ennþá. Kannski það eigi enn við. drengurinn fæddist. Hún var að vissu leyti óþroskuð og átti við að stríða vandamál frá sinni eigin bernsku, sem gerði henni ókleift að rækja móðurskyldur sfnar. Skeytingarleysi hennar gagnvart Nicolas stingur dálitið f stúf viö þá takmarkalausu umhyggju sem hún ber fyrir gæludýrum sínum, öðrum dýrum og gömlu fólki. En hún viðurkennir fúslega, að hún hafi aldrei verið hrifin af litlum börnum. Mikil sjálfseyðingarhvöt Svo virðist sem Brigitte hafi verið haldin ákafri sjálfseyðingarhvöt allt frá æskuárum sfnum. Daginn sem hún varð 49 ára var hún dregin upp úr sjónum alklædd og flutt f sjúkrahús. í ljós kom að hún hafði tekið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. Þetta er ekki f fyrsta sinn sem hún reynir að fyrirfara sér. Þegar hún var 16 ára gömul fannst hún nær dauða en lífi f íbúð foreldra sinna. Hún hafði skrúfað frá gasinu og látið höfuðið inní bakar- ofninn. Henni var bjargað á elleftu stundu. Ástæðan fyrir þessari sjálfsmorðstilraun var sú, að foreldrar hennar vildu koma í veg fyrir að hún giftist Roger Vadim, sem þá var ungur listamaður f París. Eftir þetta tiltæki þorðu foreldrar hennar ekki að andmæla henni á nokkurn hátt og daginn sem hún varð 18 ára gekk hún í hjónaband meö Vadim. Eins og fyrr segir hefur hann verið mjög berorður um hjúskap þeirra og samvistir og hann fullyrðir, að hún hafi oft reynt að fyrirfara sér, hafi daðrað við dauðann hundrað sinnum, eins og hann hefur komizt aö orði. Lítið samband við soninn Hún á eitt barn, soninn Nicolas Charrier, sem henni fæddist í hjónabandi þeirra Jacques Charrier, en hann var annar eiginmaður henn- ar. Nicolas hafði lítið af móður sinni að segja. Þegar hann fæddist ætlaði allt af göflunum að ganga, gjafir streymdu að og Frakkar gleymdu þvf um stund að þeir áttu í ýmsum erfiðleikum á sviði utanríkis- og innanríkismála. Þjóðverj- ar kölluðu drenginn: „Bam Frakklands" og há- skólinn í Iowa í Bandarfkjunum bauð honum skólavist þar árið 1988! En fáum dögum eftir fæðinguna fór Brigitte til starfa og lét dreng- inn vera algerlega f umsjá þjónustufólks. Ekki leið á löngu þar til hún skildi við Jacques Charrier og hafði hann allan veg og vanda af uppeldi sonar þeirra. Nicolas er nú 25 ára og hann kemur sjaldan f heimsókn til móður sinnar. Hún skilur það vel. — Ég get ekki ætlast til þess að hann gefi mér það, sem ég gaf honum aldrei, segir hún. Ástæðan fyrir þessu sambandsleysi þeirra mæðgina virðist vera sú, að Brigitte hafi ekki verið undir móðurhlutverkið búin, þegar Brigitte Bardot kom til Reykjavíkur í aprflbyrjun 1977 á leið yflr Átlantshaflð. Þá tók RAX Ijósmyndari BB á forsíðu Elle Brigitte Bardot var vart af barnsaldri, þegar mynd af henni birtist á forsfðu tfmaritsins Elle. Ekkert nafn fylgdi myndinni, aðeins upp- hafsstafirnir BB, sem síðan urðu eins konar gælunafn Brigitte. Á frönsku er BB borið fram

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.