Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 22

Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 22
86__________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984_ Er engin leið út úr sjálfheldunni? Skák Margeir Pétursson Eins og oft iður í heimsmeistara- einvígi þeirra Karpovs og Kasparovs í Moskvu fór 21. skákin af stað með miklum sviptingum og kapparnir sýndu áhorfendum að hvaða niður- stöðu þeir höfðu komist með löngum byrjanarannsóknum. í 11. leik bauð Karpov upp á uppskipti á drottning- um, sem Kasparov skoraðist undan um tíma en þáði síðan í 13. leik. Þá þegar var mesti vindurinn úr stöð- unni, þí hvítur virtist standa heldur betur. En þetta var ekki dagur heims- meistarans. Hann tefldi óvenjuóná- kvæmt og í hróksendatafli sem fylgdi í kjölfarið hafði Kasparov greinilega frumkvæðið. Það dugði samt sem áð- ur ekki til, því staðan var orðin of einfölduð og með 27. leik sínum tryggði Karpov jafnteflið. 21. skákin: Hvítt: Anatoly Karpov SvarL' Gary Kasparov Drottningarbragð 1. Rf3 — d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — h6, 6. Bxf6 — Bxl6. 7. Dd2 - dxc4!? í 19. skákinni lék Kasparov 7. — 0-0 og lenti í nokkrum erfiðleikum eftir 8. Dd2 — Rc6,9. Hcl — a6,10. Be2 — dxc4, 11. Bxc4 — e5, 12. d5 - Ra7. 8. e4 — c5, 9. d5 — exd5, 10. e5 — Bg5, 11. Dxd5 — Rc6, 12. Bxc4 Svartur hefur fullnægjandi mót- spil eftir 12. Dxc5 — Bg4, t.d. 13. Be2 - De7. 12. — 0-0. 13.00 Ef hvítur hefði vikist undan drottningarkaupunum með 13. De4 nær svartur kröftugu mótspili eftir 13. - Rd4! 13. — Dxd5, 14. Bxd5 — Rb4, 15. Rxg5?! Hvítur stendur sízt betur eftir uppskiptin sem nú fara í hönd. David Bronstein, sem tefldi heims- meistaraeinvígi við Botvinnik fyrir rúmum 30 árum, en er nú í hópi áhorfenda, stakk upp á 15. Bc4. 15. Be4 virðist ekki síður koma til greina, a.m.k. hefði heimsmeistar- inn átt að halda upp á biskupinn. 15. — Rxd5!, 16. Rxd5 — hxg5, 17. f4!? Tilraun til mátsóknar i endatafli! Nú einangrast hvíta peðið á e5. 17. — gxf4, 18. Hxf4 Hótar 19. Re7+ - Kh8, 20. Hh4 mát. Svartur þurfti heldur ekki að óttast 18. Re7+ — Kh7,19. Hxf4 — g5! 18. — Hd8, 19. Rc7 — Hb8, 20. Hafl — Hd7, 21. Rb5 — He7. Svartur stendur nú nokkru bet- ur. Hann getur þrýst á staka peðið á e5 og biskup hans á sér góðan reit áe6. 22. Rxa7 — Bd7, 23. a4 — Ha8, 24. Rb5 — Bxb5, 25. axb5 — Ha5. 25. — Ha2 var góð tilraun, því eftir 26. Hlf2? - Hxe5, 27. Hxf7 - Hel+, 28. Hfl - Hxfl+, 29. Hxfl - Hxb2, hefur svartur unna stöðu. En hvítur getur haldið í horfinu með 26. H4f2. 26. b6 — Hb5, 27. b4! — cxb4, 28. Hbl — b3, 29. Hf3 — b2, 30. Hf2 — Hexe5, 31. Hfxb2. Nú hugsaði Kasparov sig um í fimm mínútur og bauð síðan jafn- tefli sem heimsmeistarinn þáði samstundis. Móðir Kasparovs aftur meðal áhorfenda Frá Jonathan Tisdall, fréttaritara Morgun- blaðsins á beimsmeistaraeinvíginu í Moskvu. ÞAÐ VAR álit flestra hér á einvíginu í Moskvu að Gary Kasparov hafl mætt vel undirbúinn og fullur sjálfstrausts til leiks þegar 21. skák- in var tefld, og það má líklega segja að hann hafl lengst af staðið heldur skár þó hann hafl haft svart. Kasp- arov hafði einnig betri tíma, allt frá níunda leik, og þegar leiknir höfðu verið 22 leikir átti hann flmmtíu mínútum lengri umhugsunartíma af- lögu en Karpov. Klara Kasparova, móðir áskor- andans, sást loksins aftur á ein- víginu í dag, eftir að hafa verið vikum saman fjarverandi eða hreinlega i felum. Hún sat uppi á svölunum með blaðamönnunum. Engin skýring hefur verið gefin á fjarveru hennar en Kasparov hef- ur gengið betur síðan hún dró sig i hlé, e.t.v. hefur það dregið úr taugaspennunni. Liðsmenn áskorandans sögðu í dag að þeir hefðu verið mjög ánægðir með stutta 15 leikja jafn- teflið í 20. skákinni. Með því hefði áskorandinn sýnt heimsmeistar- anum að hann yrði að berjast af hörku og taka áhættu til að vinna tvær skákir til viðbótar og ljúka einvíginu. Kasparov myndi ekki hjálpa til með því að tefla í tvi- sýnu eða sækja í örvæntingu. En viðmælendur mínir í herbúðum Kasparovs létu stórri spurningu ósvarað. Hvað þarf að koma til til þess að Kasparov sjálfur geti farið að tefla til vinnings? Væntanlega eru þeir að bíða eftir að Karpov sýni á sér þreytumerki en heims- meistarinn kemur frísklega fyrir sjónir og hefur ekki tekið sér hvíld siðan í þriðju skákinni. Kroxov, skákgagnrýnandi sov- ézka blaðsins Moskovskaya Pravda gagnrýndi keppendur í gær fyrir stutt jafntefli og lítinn baráttuvilja í 20. skákinni, en flest hinna sovézku blaðanna birtu að- eins fréttatilkynningu TASS- fréttastofunnar athugasemda- laust. Mikill kurr var í áhorfend- um sem fengu lítið fyrir pen- ingana sína. Skákin í dag var hins vegar öllu líflegri og vonast flestir nú til að taflmennskan verði hvöss og skemmtileg á nýjan leik. Óumdeílanlega hæstu innlánsvextir ^18 mánaöa sparireikningar Búnaðarbankans bera 27,5% nafnvexti, eða 29,4% ársávöxtun ^Vextir eru lausir til útborgunar 2svar á ári, 6 mánuði í senn. Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Traustur bankí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.