Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 31

Morgunblaðið - 04.11.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 95 „Littu ekki svona Michael," sagöi Salzman, „þú ert enginn Car Grant.“ „Þú tekur ekki aö þér aö leika í kvikmynd meö því hugarfari að hún sé tómt rusl en þig vanti peningana. Ég geri þaö sem mér þykir gaman aö og geng svo úr skugga um aö ég fái sem mesta peninga útúr því. Ég hugsa sem svo aö ef ég ætla aö vinna, þá eiga einhverjir eftir aö græöa ótæpilega á því og ég verö einn af þeim.u Þannig talar breski leikarinn Michael Caine. Hann leikur nú um þessar mundir í hverri myndinni á fætur annarri og allar gera þær þaö mjög gott og er Caine þakk- aö þaö sérstaklega. The Honor- ary Consil, Educating Rita og Blame it on Rio eru myndir meö honum, sem sýndar hafa verið hér á síöustu mánuöum og enn er veriö aö sýna. Hann hefur leikiö í yfir 50 myndum og þrisvar sinn- um hefur hann veriö útnefndur til Óskarsverölauna fyrir Alfie, Sleuth og nú síöast Educating Rita. En þú getur ekki setiö og beöiö eftir því aö þú fáir upp í hendurn- ar hlutverk, sem þú hlýtur útnefn- ingu fyrir,“ segir hann og cockney-framburöurinn, sem hann er frægur fyrir, leynir sér ekki. „Ég meina, þessi mynd (ER) er verulega fyndin en þaö fær enginn Óskarsverölaun útá hana. Þaö má vel vera aö hún hali inn eins og 50 eöa 60 milljónir doll- ara, sem er jafnmikilvægt aö mér finnst. Ef menn veröa gjaldþrota á mynd, sem ég leik í, fæ ég aldr- ei aö vinna fyrir þá framar.“ Hann viöurkennir aö hann sé vinnualki og getur ómögulega tekiö sér meira en sex vikna frí frá störfum. Leikarar í Hollywood nota hástemmd lýsingarorö þeg- ar þeir ausa lofi á Michael Caine. En hann hefur auðvitaö átt sínar döpru myndir eins og The Swarm eöa Flugnagerið en í þeirri eltist hann viö banvænar býflugur. Hann var nýlega spurö- ur aö því hvers vegna í ósköpun- um vandaöur leikari eins og hann heföi tekiö aö sér hlutverk í slíkri mynd og hann svaraöi: „Tækniatriöin fóru með stjörnuhlutverkiö í The Swarm. Og ef stjarnan gengur ekki í áhorfendur situr þú uppi meö lé- lega mynd. Sami framleiöandinn geröi kvikmynd meö Paul New- man og Steve McQueen um elds- voöa (Towering Inferno). Nú, bölv... tækniatriöin voru ákaf- lega góö og vönduö í þeirri mynd og geröu heilmikiö gagn, þannig aö myndin varö vinsæl. Ef tækni- atriðin heföu runniö út í sandinn heföi myndin gert þaö líka, sama hverjir heföu leikiö i henni. Þaö er eitt sem þú lærir eftir því sem á líöur og þaö er þetta: Aö leika ekki í kvikmynd ef aörir en þú sjálfur bera ábyrgð á vin- sældum hennar. Þess vegna leik- ur þú ekki annaö en aöalhlut- verkin. Mér er ekkert um það gef- iö aö leika minniháttar gestahlut- verk, vegna þess aö ef myndin er svo álitin ömurleg man fólk aö- eins eftir nafninu mínu. Þaö er frekar barnalegt aö láta einhverja aöra sjá um aö lækka þig i áliti.“ Caine heldur því fram aö þaö séu ávallt í gangi dulbúin sam- særi um aö láta stjörnur falla í áliti. „Þú yröir undrandi á því hversu mörgum af þess háttar hlutum ég hef oröiö vitni að,“ segir hann. „Fólkiö í kringum þig og sem vinnur fyrir þig er oft hræöilega öfundsjúkt og reynir aö eyöileggja fyrir þér. Einhver segir viö þig: „Hefur þú litiö inn í hitt eöa þetta búningsherbergiö? Þar eru tveir sófar.“ Þannig lag- aöir hlutir fara aö beinast aö þér. Keltinn í mér tekur eftir því en ekki cockney-parturinn, held óg.“ Caine segist halda áhuganum á starfinu vakandi meö þvi aö hoppa í gerólík hlutverk hverju sinni, líka til aó halda sér stööugt í vinnu. Enginn framleiöandi mun koma til meö aö biöja Clint Eastwood aö gera eitthvaö sem skemmt gæti ímynd hans. Rétt eins og ertginn framleiöandi á eft- ir aö biöja Robert Redford aó leika feitan alkóhólista. Óvenju- legu handritin renna til Caine. „Margar bandarískar kvik- myndastjörnur mæta til upptöku og ef þær eiga aö fara meö fleiri en þrjár setningar segja þær: „Ég fer ekki aö blaðra allt þetta.“ Þeir leikarar vilja ekki samtöl. f has- armynd veröur þú aö eiga þér ímynd, sem allir þekkja og þú hvikar hvergi frá henni. En bresk- ir leikarar segja: „En gaman. Þetta er frábært hlutverk. Ég fæ aö halda margar ræður.“ Fyrsta myndin, sem Caine lék aöalhlutverkið í var The Ipcress File. Þaö varö heilmikiö mál út af því aö Caine vildi vera meö gler- augu í myndinni, en framleiöand- inn, Harry Salzman, lagöi á sig mikiö erfiöi til aö fá hann ofan af því. „Þaö hefur aldrei nokkur maö- ur meö gleraugu leikiö aöalhlut- verkið í kvikmynd," sagöi hann. „Hvaö meö Cary Grant?” spuröi Caine. „Láttu nú ekki svona, Michael," sagði Salzman, „þú ert enginn Cary Grant.“ Caine er minnugur þess aö Salzman setti nafnið hans ofar titli myndarinnar, en þaö var í fyrsta skipti, sem nafn hans hlaut þann sess á hvíta tjaldinu. „Þaö er á engan hátt gert til aö slá þér gullhamra," sagöi Salzman. „Ég sá þaö bara í hendi mér aö ef viö settum ekki nafnió þitt á undan titlinum, gæti fólk haldiö aö viö teidum þig ekki stjörnu myndar- innar. Og ef viö teljum þig ekki vera stjörnuna, hvers vegna ættu þá aörir að gera það?“ Caine vonast alltaf til aö geta leikiö meö gömlu vinunum sínum, þeim Sean Connery og Roger Moore, sem vildu helst leikstýra hverjir öörum. Þá komust þeir að þvi aö til þess aö svo mætti vera yröi aö gera níu myndir á tíu ár- um. Þegar taliö berst aö leiklistinni neitar Caine því aö til séu leik- hæfileikar. „Máliö er bara þaö, aö til er fólk sem leikur sæmilega og fólk, sem gerir þaö fullkomlega rétt. Þú hugsar, sýnir viöbrögö og hlustar á hvaö mótleikari þinn er aö segja frekar en aö standa og bíöa eftir aö rööin komi aö þér aó segja eitthvaö. Þaö er listin aö leika í kvikmyndum.” — ai FRÉTTAPUNKTAR Draugagangur bannaöur. Ghostbusters. Velþekkt skilti í USA þessa dagana. Þá bendir flest til þess aö Ghostbusters veröi vinsælasta mynd ársins í Bandaríkjunum. Hún er nú komin talsvert framúr Indiana Jones and the Temple of Doom, hvaö aösókn snertir, og malar enn gulliö. Þaö má segja aö þessir niöurkvaöníngar séu svo sannarlega yfirnáttúrlegir. En hætt er viö aö John Belushi snúi sér oft viö í gröfinni, því hann átti hugmyndina aö þessari grín- ádeilu á hryllings- og drauga- myndir, ásamt Dan Aykroyd. Áfram meö Belushi. Fyrir nokkru kom út bókin Wired, en þar rekur Bob Woodward, (All the Preaident’s Men), siöustu æviár og einkum daga þessa meinfyndna leikara og háöfugls sem aö lokum drap sig á of stór- um skammti af kókaínblönduðu heróíni, („speedball"). Bók rannsóknarblaöamannsins hefur fengiö frekar fálega dóma þar vestra, þykir bera of mikinn keim af hreinræktaöri söluvöru auk þess sem Woodward er ásak- aður um aö blanda mörgum stjörnunöfnum inní textann sem eiga þangaö ekkert erindi. Fyrir á aö giska hálfu ööru ári áskotnaöist mér ein skemmtileg- asta bók um kvikmyndagerö og baktjaldamakkiö (aö Studio e.t.v. undanskilinni). Nefnist hún Adventures in the Screen Trade. Furöulegt má teljast aö þessi hispurslausa og meinhæöna lýs- ing William Goldmans, (Butch Cassidy and the Sundance Kid, the Marathon Man, o.fl. o.fl.), á lífi kvikmyndageróarmanna, hrossa- kaupunum og öllu bannsettu svín- aríinu vestur í 'enni Hollywood, er ekki enn komin í bókaverslanir hérlendis. Aö auki er Adventures in the Screen Trade ágætis kennslubók í hvernig skrifa á kvikmyndahandrit, enda er höf- undur tvöfaldur Oscarsverölauna- hafi í þeirri grein. Þaö á aö reyna aö þurrmjólka „geimálfinn góöa“, E.T., aö sumrí, en ætlunin er aö dreifa fjölda nýrra eintaka af myndinni um Bandaríkin og Kanada, þver og endilöng. Universal-menn óttast nú sjálf- sagt aö Ghostbusters ryöji E.T. úr efsta sæti listans yfir vinsæl- ustu myndir allra tíma, en munur- inn er nú u.þ.b. „litlar" 30 millj. $ Mikla athygli vekur hvarvetna kvikmyndin El Norte, tragi- kómedía gerö af Gregory Nava. Fjallar hún um haröa lífsbaráttu systkina frá Guatemala, en þau hafa komist á ólöglegan hátt til Los Angeles. Nýjasta mynd Coppola, Cotton Club, gerir aöstandendum hennar lífiö leitt. Myndin hefur hækkaö rosalega í framleiöslu, fyrsta áætlunin hljóðaöi uppá 25 millj. dala, nýjustu tölur eru hins vegar tæpar 50. Engin furöa þó fram- leiöandinn, Bob Evans, (China- town o.fl.), sé ekki svefnsamt um þessar mundir. Þess má geta aö talsvert er í land áöur en Cotton Club veröur fullgerö. Ætlunin er aö frumsýna Cotton Club um miðjan desember, nk., og ef aö líkum lætur veröur hún komin í Bíóhöllina skömmu síöar. Önnur mynd sem beöiö er eftir með eftirvæntingu, og líkleg er til afreka er Amadeus Milos For- mans. Hún verður einnig frum- sýnd í desember, en kvisast hefur út aö meö kvikmyndagerö hins fræga leikhússverks hafi Forman gert sitt mesta snilldarverk til þessa. ADVENTURES IN iBaraii THE SCREEN TRADE Kápa bókarinnar Adventurea in the Screen Trade. Ætli sé nokkuö verömætt eftir í Námum Salómons konungs? Þaö er hald þeirra Cannon- manna, Glóbusar og Golans, því þeir eru aö undirbúa enn eina kvikmyndagerö eftir hinni frægu ævintýrasögu H. Rider Haggards. Richard Chamberlain mun fara meö aöalhlutverkiö í myndinni sem á að taka í Suöur Afríku. S.V.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.