Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 34

Morgunblaðið - 04.11.1984, Page 34
98 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Hættir People Express að fljúga til Bretlands? London, 2. nóv. AP. FORRÁÐAMEN N nugfélagsins People Express, sem boóið hefur mjög ódýr fargjöld á flugleiðinni yfir Atl- antshaf, hafa gefið í skyn að þeir kunni að hætta að fljúga til Bretlands og lenda í staðinn einhvers staðar á meginlandi Evrópu, ef bresk stjórn- völd verða ekki við tilmælum þeirra um að auka tíðni flugferða félagsins í Bretlandi. Harold Pareti, framkvæmda- stjóri People Express, sagði fyrir skömmu að bresk yfirvöld hefðu í engu svarað tilmælum félagsins frá því í júlí, aö félagið fái að fljúga a.m.k. tvisvar á dag milli Newark í Bandaríkjunum og Stansted-flug- vallar í norðurhluta London. „Ef leyfið verður ekki veitt,“ sagði Par- eti, „verðum við að fara að leita að nýjum lendingarstöðum á megin- landinu þar sem raunsæi og við- skiptasjónarmið eru ríkjandi." Stjórnarmenn mæta til yfirheyrslu í Sakadémi Reykjavikur árið 1964. starfsfólksins með ráðninguna, mótmælti henni og krafðist þess að ráðningartími nýráðins útibús- stjóra yrði ekki framlengdur eftir 6 mánaða setningartíma. Starfsfólk bankans samþykkti síðan að mæta ekki til vinnu mánudaginn 2. nóvember i mót- mælaskyni. Ekkert af starfsfólki bankans mætti til vinnu þann dag, nema yfirmenn. Stóðu þeir í ströngu við að bjarga víxlum á síðasta degi undan afsögn og tókst það í samvinnu við borgarfógeta- skrifstofuna. Eftirmál þessa verk- falls urðu þau að saksóknari rikis- ins hóf rannsókn á málinu að eigin frumkvæði. Stjórn Starfs- mannafélagsins, þau Adolf Björnsson, formaður, Sigurður Guttormsson, varaformaður, Þorsteinn Kjartan Friðriksson, ritari, Gunnlaugur G. Björnsson, gjaldkeri, og Þóra Ásmundsdóttir, meðstjórnandi, voru tekin til yfir- heyrslu í Sakadómi Reykjavíkur. Saksóknari höfðaði síðan opinbert mál á hendur þeim. Þau voru sýknuð í dómþingi sakadóms Reykjavíkur. Saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar en þar féll dómur þannig að stjórnarmenn- irnir voru dæmdir til að greiða 3.000 sekt til ríkissjóðs hvert um sig og komi 6 daga varðhald í stað sektar hvers um sig, ef hún yrði ekki greidd. Ákærðu voru einnig dæmd til að greiða allan kostnað sakarinnar. Stjórnarmennirnir greiddu aldrei sektina en voru þó af einhverjum ástæðum aldrei lát- in sæta varðhaldi. I bókinni “Saga Starfsmannafé- lags Útvegsbankans 1933—1983“ eftir Guðjón Halldórsson, sem grein þessi er byggð á, segir m.a.: „Á móti öllum ósigrinum gagnvart bankaráði Útvegsbankans og með dóm Hæstaréttar á herðunum var það stórfelldur sigur að sjá glæsi- legan árangur af þessari hörðu baráttu. (Vísað til þess að þá hafði bankamaður verið ráðinn banka- stjóri Búnaðarbankans.) Þótt svo færi, að starfsmenn Útvegsbank- ans sætu uppi með ritstjórann sem útibússtjóra á Akureyri, fyrir atbeina meirihluta bankaráðs Út- vegsbankans, þá átti það eftir að koma í ljós, að aldrei aftur hefur slikur hráskinnsleikur verið við hafður gagnvart starfsmönnum Útvegsbankans." BILVANGUR S/= L I I ! I HOFÐABAKKA-9 • 124 RGYKJAVIK 5IMI 687300 1...L-..1 Stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans árið 1964 hittist 20 irum síðar til að minnast mótmælaaðgerða starfsfólks Útvegsbankans fyrir 20 árum. F.v.: Þorsteinn Friðriksson, Sigurður Guttormsson, Adólf Björnsson, Þóra Ásmunds- dóttir og Gunnlaugur G. Björnsson. Stjóm Starfsmannafélags Útvegsbankans 1964: Kom saman til að minnast mót- mælaaðgera fyrir tveim áratugum SlÐASTUÐINN föstudag komu snæða saman hádegisverð. Þetta liðin frá því að nær allt starfsfólk fimm fyrrverandi og núverandi fólk skipaði stjórn Starfsmannafé- bankans, hátt í 200 manns, fóru f starfsmenn Útvegsbanka fslands lags Útvegsbankans árið 1964 og var eins dags verkfall til að mótmæla saman í Útvegsbankanum til að það að minnast þess að 20 ár voru ráðningu í stöðu útibússtjóra bank- ans á Akureyri. Það var búið að vera mikið bar- áttumál félagsins að ekki væri gengið fram hjá starfsfólki bank- ans við ráðningar i eftirsóknar- verð störf innan bankans. í októ- ber 1964 varð sá atburður í þess- um efnum sem varð til að starfs- fólk bankans greip til þessara ein- stæðu mótmælaaðgerða. Banka- ráð Útvegsbankans réð þá mann í stöðu útibússtjóra á Akureyri sem aldrei hafði starfað í bankanum eða að bankastörfum en auk hans höfðu sótt um starfið fimm starf- andi bankamenn i Útvegsbankan- um og hafði starfsmannafélagið mælt með að einhver þeirra yrði ráðinn. Stjórn starfsmannafélags- ins brást hart við, lýsti óánægju Uri Vegna mjög hagstæöra samninga bjóöum viö nú nokkrar Opel Ascona bifreiöir á lækkuöu verði. 375.330-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.