Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 103 Ragnar Jóhannesson fyrrum forstjóri kvaddur Ragnar Jóhannesson var fædd- ur í Reykjavík þann 26. janúar 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Kr. Jóhannesson, húsa- smiður, sem átti við margra ára vanheilsu að stríða. Jóhannes og Ólafur Jóhannesson, athafnamað- urinn mikli á Patreksfirði, voru samfeðra, hálfbræður. Kona J6- hannesar og móðir Ragnars var Elísabet Davíðsdóttir, hún- vetnskrar ættar. Hún var alsystir Steingríms skólastjóra Davíðsson- ar og Lúðvíks Norðdal læknis, sem var móðurafi Davíðs borgarstjóra Oddssonar. Þau systkini voru niðj- ar séra Friðriks Thorarensens á Breiðabólstað í Vesturhópi. Sú ættkvísl er ein af fjórum Thorar- ensen-ættkvíslum Davíðs borgar- stjóra, sem er einskonar fjórfald- ur samanþjappaður oxo-teningur úr bláu valdsmannablóði Thorar- ensena, afkomenda Þórarins sýslumanns á Grund í Eyjafirði og Sigríðar systur Ólafs ættföður Stephensena. Þá má bæta því hér við að borgarstjórafrúin er einnig Thorarensen. Svo að borgin ætti að vera á uppleið eins og ættin. Ekki var ætlunin að drukkna hér í ættkvísl Davíðs, heldur að minnast náins framliðins frænda hans, Ragnars Jóhannessonar, sem verður lagður til hinztu hvílu frá Dómkirkjunni á morgun. Það má með sanni segja, að þessi hálf- gleymdi vinur minn frá fornu fari hafi bókstaflega dottið lifandi út úr hringiðu lífsins og lifandi tengsla fyrir mörgum árum vegna ótímabærs hrörnunarsjúkdóms. Þannig detta líka vinir og kunn- ingjar inn í líf vort á lestargangi lífsins, stundum af hreinni tilvilj- un og út aftur af svipaðri ástæðu eða bara að ástæðulausu. Það var allt annað en lullandi lestargangur þegar við Ragnar Jó- hannesson kynntumst af hreinni tilviljun í hringiðu hraðans í sjálfri Ameríku á styrjaldarárun- um; fyrst í Los Angeles, þegar Ragnar kom þangað i heimsókn í jólaleyfi og síðar í New York. Þar dvöldumst við báðir við nám. Ragnar fékkst seinna við kaup- sýslu og fyrirgreiðslu á vörum til íslands. Þá vorum við báðir ungir og hraustir og fórum geyst og glannalega. Fátt beit á okkur eins og yfirferðin var mikil á þessum glöðu og skemmtileguu jazz-árum hinna miklu og stóru dillandi dansbanda. Þar fyrir vestan náði Ragnar sér í lífsförunautinn, am- eríska myndar- og sómakonu frá Pennsylvaníu, Stasiu Jóhannes- son. Þá var oft sungið við raust: „Pardon me boys is that the Pennsylvania Station? eða Pardon me boys, is that the Chattano- ogga-choo-choo?“ Við heimkomu að striðslokum stofnsetti Ragnar fyrirtækið Tékkneska bifreiðaumboðið. Allt lék í lyndi og fyrirtækið og for- stjórinn stóðu á styrkum og frísk- um fótum og fjöldamörgum Skod- um, sem runnu út eins og blóm- legar tékkneskar heimasætur i öll- um bílaskortinum eftir styrjöld- ina miklu. Fætur og rætur fyrir- tækisins fúnuðu með hrakandi heilsu forstjórans unz eldri sonur- inn tók við af föður sínum og lyfti merkinu hátt á ný. Nú eru þeir þrír helztu og fyrstu máttar- stólpar fyrirtækisins gengnir á fund feðra sinna. Auk Ragnars voru það sómamennirnir Gunnar heitinn Norland, menntaskóla- kennari og Ragnar Tómas Árna- son, útvarpsþulur, sem er nýlega látinn. Eftirlifandi eiginkonu hans, Stasíu, og ágætum og vel gerðum börnum þeirra hjóna, sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur sem og tengdadætrum og barnabörnum. Börn þeirra eru: Ragnar, forstjóri, Dennis, arkitekt og Linda lækna- ritari. Ragnar var ljúfmenni og góð- menni. Fólk fann fljótt hið hlýja hjarta hans ef það náði að kynnast honum á annað borð. Þeir vitru segja, að ekkert sé göfugra undir sólinni en að vera góður maður. Ég þakka honum allar gamlar, góðar stundir, sem við áttum sam- an í þá gömlu góðu daga, ljúfar stundir, sem aldrei svífa til baka. Nú þjáist hann ekki lengur, en sef- ur rótt um eilífa nótt þurfandi hvíldar, þreyttur, þjáður og hrjáð- ur af langvarandi og vonlausri vanheilsu. Þökk sé fyrir, að loks- ins linnir þjáningum þess góða drengs. „Hin gömlu kynni gleymast ei...“ Örlygur Sigurðsson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og úttör, SIGRÚNAR BJARGAR HÓLMGEIRSDÓTTUR, Herjóltsgötu 34, Hafnarfiröi. Vilhjálmur Baaai Kriatinsaon og börn, Hólmgeir Árnason, Sigrföur Sigurbjörnsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför EDWARD J. FÆRSETH. Hulda Steingrímsdóttir Færseth, Unnur Færseth, Siguröur Friöriksson, Steingrimur Færseth, Þórunn Steingrimsdóttir, Einar Færsoth, Dagmar Gisladóttir, Georg Turner Færseth og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýjar kveðjur viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HARALDS V. ÓLAFSSONAR, fv. forstjóra og aöalræólsmanns. Þóra Finnbogadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað Allar deildir fyrirtækisins veröa lokaöar, mánudaglnn 5. nóv- ember vegna útfarar RAGNARSJÓHANNESSONAR, fyrrum forstjóra. Jöfur hf., Nýbýlavegi 2, Kópavogi. Legsteinar granít — marmari Opiö alla daga, xf einnig kvöld Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar., símar 620809 og 72818. Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem gilt hafa í fyrri útboðum, liggja frammi ásamt tilboðseyöublaði í afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir: 1. Gert sé tilboö í lágmark 5 víxla hvern að fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð kr. 250.000.-, eöa heilt margfeldi af því. 2. Tilboöstrygging er kr. 10.000.- 3. Útgáfudagur víxlanna er 9. þ.m. og gjalddagi 8. febrúar 1985. 4. Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og án þóknunar. 5. Um skattlega meðferð þeirra gilda sömu reglur og hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. Ríkisvíxlar eru ein hagkvæmasta skammtímaávöxtun sem völ er á. Meðaltals ársávöxtun í undangengnum útboðum hefur verið sem hér segir: Júlíútboð 25,6% ágústútboð 25,8% septemberútboð 27,8% októberútboð 27.7% Skilafrestur tilboða er til kl. 14:00 miðvikudaginn 7. nóvember 1984. Tilboðum sé skilað til lánadeildar Seölabanka íslands Hafnarstræti 10, Reykjavík fyrir þann tíma. Reykjavík 3. nóvember 1984. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.