Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.11.1984, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 105 Ríó skemmtir eftir 7 ára hié „VIÐ REIKNUM meó að syngja og tralla í rúm- lega hálfan annan tíma og höfum verið að efa upp gömul lög og ný,“ segir Olafur Þórðarson, tónlist- armaður, þriðjungur Ríó-tríósins, sem nestkom- andi föstudagskvöld kemur fram ( Broadway ( fyrsta sinn í sjö ár. Æfingar tríósins og fimmtán manna hljómsveitar undir stjórn Gunnars Þórðar- sonar hafa staðið yfir að undanfórnu „og gengið furðulega vel“, að því er Ólafur sagði. „Mér heyrist að þetta sé nokkurnveginn eins og það var hjá okkur í gamla daga,“ betti hann við. „Raddirnar féllu saman strax á fyrstu efingunni og við mund- um meira að segja nokkurnveginn texta, sem við höfðum ekki sungið ( fjöldamörg ár.“ Ríó mun skemmta gestum ( Broadway á föstu- dags- og laugardagskvöldum á nestunni. Myndin var tekin af þeim í vikunni þegar þeir mátuðu nýju fötin. Frá vinstri: Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson. Nýtt fyrirtæki Guðna Jónssonar: Starfsráðgjöf fyrir ein- staklinga og fyrirtæki FYRIRTÆKIÐ Ráðgjöf og ráðningaþjónusta var nýlega stofnað í Reykjavík. Guðni Jónsson er eigandi þess og lýsti hann tilganginum með starfseminni á þann veg að etlunin veri að veita einstaklingum og fyrirtekjum ráðningaþjónustu og starfsráðgjöf. Þá teki hann að sér skoðana- og markaðskannanir, almenningstengsl, freðslu- og út- breiðslustarf og almennt þá fyrirgreiðslu sem alhliða þjónustufyrirteki af þessu tagi geti veitt „Þetta er yfirgripsmikið,“ sagði Guðni „en ég byrja á ráðningaþjónustunni og almennri fyrirgreiðslu." Guðm Jónsson sagði að oft gengi erfiðlega fyrir fyrirtæki að fá rétta menn í ábyrgðar- stöður. Þeir sem í slíkum stöð- um sætu vildu oft breyta til en hikuðu við að hafa sig í frammi og svara auglýsingum af ótta við að óþörf leiðindi sköpuðust á vinnustað, vegna þess að til dæmis væri ekki staðið við fyrirheit um þagmælsku. Hið sama mætti segja um fyrirtæki, þau kysu síður að auglýsa eftir starfsmönnum undir eigin nafni, þar sem það gæti einnig skapað óþægindi innan dyra hjá þeim. „Til að auðvelda fyrirtækjum að komast hjá þeim hindrunum sem þarna eru, býð ég tvenns konar þjónustu," sagði Guðni. „1 fyrsta lagi tek ég að mér að leita að hæfum starfsmanni án þess að nafn fyrirtækisins komi fram og í öðru lagi að vera milligöngumaður fyrir fyrir- tæki sem sækist eftir starfs- manni og auglýsir undir fullu nafni. Þjónusta af þessu tagi ætti aö spara stjórnendum fyrirtækja mikla vinnu og gera þeim kleift að vega og meta alla umsækjendur samtimis á grundvelli þeirra upplýsinga sem ég afla. Einstaklingum í atvinnuleit býð ég alla almenna þjónustu. Hér er um mikið trúnaðarstarf að ræða, ekki sist i þágu þeirra sem gegna ábyrgðarstörfum. Af samtölum við fólk hef ég kynnst því að þeir sem valist hafa i ábyrgðarmikil störf og hafa það i sjálfu sér gott vilja margir hverjir finna kröftum sinum nýtt viðnám. Þessu fólki vex það hins vegar í augum að hefja atvinnuleit á hinum almenna markaði. Því vil ég bjóða aðstoð mina. Raunar var vitneskja mín um viðhorf margra í þessu efni til þess að ég réðst i að stofna fyrirtækið Ráðgjöf og ráðninga- þjónustu," sagði Guðni Jónsson. „Þess fyrir utan hef ég sér- stakan áhuga á að aðstoða kon- ur sem horfið hafa af vinnu- markaði en vilja láta að sér kveða þar að nýju. Þær búa yfir reynslu og þekkingu sem þær vilja nýta með því að sinna tímabundnum verkefnum eða á annan veg sem best samrýmist öðrum skyldum þeirra. Fólk í þessari aðstöðu þarf oft aðeins örlitla hvatningu til að isinn brotni. Starfsemin á síður en svo að Talskólinn hefur sitt annað starfsár TALSKÓLINN hefur nú hafið annað starfsár sitt en hann var stofnaður 1. október á síðasta ári. Skólastjóri Talskólans er Gunnar Eyjólfsson leikari og kennir hann jafnframt taltækni og raddbeit- ingu. Aðrir kennarar við skólann eru Guðrún Stephensen, Baldvin Halldórsson, Kristín Anna Þórar- insdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Kristbjörg Kjeld og Mathew Driscoll. Blm. spjallaði við Gunn- ar Eyjólfsson í vikunni, um skól- ann og starfsemi hans. „Talskólinn hefur fallið i góð- an jarðveg hjá fólki og á liðnu starfsári sóttu á þriðja hundrað nemendur hin ýmsu námskeið skólans," sagði Gunnar. „Vin- sælust virðast vera námskeið i taltækni og framsögn, sem kennd eru fimm vikur i senn. Þá eru einnig haldin námskeið i ræðumennsku, sem byggjast upp á framsögn, taltækni og ræðuflutningi. Kennari er Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Þá verður boðið upp á námskeið fyrir fólk sem stöðu sinnar vegna þarf oft að gefa skýrslur eða flytja ræður á ensku eða flytja mál sitt fyrir útlendinga á ráðstefnum. Kennari er Math- ew Driscoll." Hvað er átt við með taltækni? „Taltækni er undirstaða þess að geta tjáð sig, þ.e. öndunar- þjálfun, hljóðmyndun og radd- beiting. Nemendur guðfræði- deildar og nemendur i kennslu- verða bundin við höfuðborg- arsvæðið þvi að ég hef mikinn áhuga á því að geta aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki utan þess við allt það sem þeim má að gagni koma með almennum erindrekstri i opinberum stofn- unum og hjá einkaaðilum, við undirbúning funda, innheimtur, pantanir eða útvegun varahluta svo að dæmi séu nefnd. í stuttu máli vil ég leggja mig fram um að gera mönnum lífið auðveldara og spara þeim um- stang og áhyggjur sé þess kost- ur,“ sagði Guðni Jónsson að lok- um. Gunnar Eyjólfsson, skólastjóri Talskólans. fræðum við Háskóla íslands fá t.d. þjálfun við Talskólann i taltækni og framsögn og ýmis fyrirtæki hafa sent starfsfólk sitt í þjálfun til okkar. Þeirra á meðal má nefna Flugleiðir, Heildverslunina Heklu og Rikisútvarpið.“ Hverjir eru það sem mest sækja námskeið skólans? „Raddþjálfun er nauðsynleg fyrir alla þá sem mikið þurfa að beita röddinni við vinnu sína. Kennarar hafa til dæmis sótt námskeið i mjög ríkum mæli og eins fólk sem vinnur að félags- og stjórnmálum, og er mjög þarft fyrir það fólk að æfa sig i ræðumennsku jafnframt radd- þjálfuninni. Einnig hafa sótt námskeið skólans, einstaklingar sem vilja sigrast á feimni og öðlast öryggi í framkomu." Hvernig verður vetrarstarf- inu svo háttað? „Skólinn, sem er til húsa að Skúlagötu 61, hóf vetrarstarfið 1. október sl. en sakir verkfalls reyndist erfitt að auglýsa það. Ný námskeið hefjast 12. til 13. nóvember og standa fram i des- ember. Kennt verður alla virka daga frá kl. 14.00 til 19.00 en ræðunámskeiðin eru haldin á kvöldin. Námskeiðin í framsögn og taltækni standa sem fyrr segir yfir í fimm vikur. Kennt verður tvisvar i viku, i tvær klukkustundir hverju sinni. Þá má geta þess að fyrirhugað er að halda eftir áramót annars vegar leiklistarnámskeið undir leiðsögn Kristbjargar Kjeld og hins vegar sérstök unglinga- námskeið í framsögn fyrir fólk á aldrinum 14 til 17 ára. Eldra fólk kvartar gjarnan undan því að unga fólkið sé ekki nógu skýrmælt og nú hyggjumst við i Talskólanum ráða bót á þvi máli,“ sagði Gunnar að endingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.