Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 46

Morgunblaðið - 04.11.1984, Síða 46
110 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 _________________________________« 1«M umwrnl Pr»« ,j K«íurbu eimh\Jerjc* Hugmypyd urn Vwje h/c»tt þú -forst ?*" Ást er ... ... að vera stúlk- an hans á strönd- inni. TM Reg. U.S. Pat. Oft — all rights reserveo ® 1979 Los Angetes Times Syndicate Nei skipstjóri. Fyrst björjjum við konum og börnum. Með morgunkaffiiiu Ég hef ákveðið að temja mér ein- beittara viðmót. Gerir þú nokkrar athugasemdir við þá hugmynd? HÖGNI HREKKVÍSI —— Mótun íslenskra einstaklinga fer að stórum hluta fram í skólum landsins. Þessi mynd var tekin í Kennaraháskólan- um fyrir nokkrum árum. Sér grefur gröf... Almennur borgari skrifar: Eiríkur Brynjólfsson kennari ritar kjallaragrein í DV fimmtu- daginn 25.10. sl. og nefnir hana „Á skítugum skóm“. Uppfræðari íslenskrar æsku veður þar á skítugum skóm með miður fögru orðbragði ofan í sjálfan sig, þar eð hann myndar einn mikilvægan hlekk í því þjóðfélagi sem við lifum í og hef- ur með kennslustörfum tekið virkan þátt í að móta það. Frá hendi kennara þessa lands koma þegnarnir út í atvinnulífið og skapa eigin framtíð með störfum sínum. Undirritaður er afar þakklátur foreldrum sínum og kennurum fyrir þær upplýs- ingar sem þeir létu í té á sínum tíma. Því miður hefur á síðustu árum borið á að mati undirrit- aðs, fremur harkalegu orðskrúði á opinberum vettvangi, frá mönnum er tilheyra stétt upp- fræðara. Nálgast það að vera endurspeglun sósíal-kommún- ískra fræða, sem flætt hafa um veröldina frá því fyrir aldamót og hvergi hafa virkað rétt, en eru þó í framkvæmd með vopna- valdi á 2/6 hlutum þurrlendis allrar jarðkringlunnar. Til að forðast misskilning er það ekki álit undirritaðs, að allir kennarar aðhyllist stefnu Marx og Engels. Slíkt væri forkastan- legur dómur. Ég vonast aðeins til að Eiríkur hafi ekki slík sam- félög i huga, er hann ber saman það íslenska við önnur samfélög manna, sem hann hlýtur að gera, er hann nefnir hið íslenska „þjófafélag". Frjálsræði íslenskra einstakl- inga og starfshópa er með þeim ágætum, að hver og einn ætti að ábyrgjast varðstöðu um eigið frjálsræði. Mótun íslenskra einstaklinga fer fram að mjög stórum hluta í skólum landsins. Það þýðir í raun og veru að kennarar sem starfshópur, gætu með sam- ræmdum aðgerðum sín á milli mótað heilt þjóðfélag í rólegheit- um á tiltölulega skömmum tíma. Hvílíkt vald!!! Ekki getur undir- ritaður annað en vonað að það verði framkvæmt á jákvæðan og ábyrgan hátt, börnum þessa lands til góðs. Það er næsta furðulegt að full- trúi kennarastéttar skuli í ljósi fyrrgreindra atriða leyfa sér að halda því fram, að á fslandi sé „þjófafélag" fólks. Mér þykir hann vega djarflega að eigin starfsstétt, þ.e.a.s. kennurum, sem starfað hafa hér á landi á undan honum og jafnvel að stór- um hluta samtímis. Vísa vikunnar .Vitleysa' segi, forsætis,4ftherra . ná i rit- er . ’ MóUcrroinin i leiöara r vcríö »» *ð , iíi »»•* ,itov?*r« .fur bess» viileysu. þvi «í h.róaslur gegn ÞV1 »* “ "*' „„„ h»upmátl»rtryge'ng"r‘ SgrfaurH«r»»n»onff tóherr. »■" £ WT I á/a*r b-C. máHUUAH. vr WT hefur forsaitisráöherra sctja uppsagnarakva. . P 8trik' ‘ íhaTfatta atriöfverö- fyrtr gerö hans (yrjr aukningu samningstns. Þó Denni sé nú húsbóndi og herra hörkunni við Manga vart ég næ. Mér fannst þetta ekkert vera verra en venjulega er á þessum bæ. Hákur Hússtjórnarskóli Reykjavík- ur starfar 9 mánuði á ári Svar við lesendabréfi „konu við Grenimel“: Síðan haustið 1975 er starfsemi Hússtjórnarskóla Reykjavíkur þannig háttað: Á haustönn sept- ember—desember eru starfrækt ýmiss konar námskeið, mismun- andi að lengd og með margvíslegu efni, s.s. matreiðsla, fatasaumur, vefnaður og jurtalitun. Á vorönn er 5 mánaða hússtjórnarnámskeið með heimavist fyrir þá nemendur sem þess óska svo og dag- og kvöldnámskeið eftir því sem hús- næði leyfir. Aðsókn að skólanum er ágæt og nemendafjöldi á bilinu 480—510, svo það sem „einhver" sagði við „konu við Grenimel” um starfsemi skólans er alrangt. Ef nágrönnum hefur þótt lítil umferð við skólann að undan- förnu, eins og fram kemur í fyrr- nefndu lesendabréfi, skal á það bent, að verkfall BSRB stóð I tæp- an mánuð og á meðan var að sjálf- sögðu ekki starfað í skólanum við Sólvallagötu. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 10—14 mánudaga til fimmtudaga. Þar getur „kona við Grenimel" og hver sem er fengið allar nánari upplýsingar um skólastarfið. Guðný Halldórsdóttir, form. skólanéfndar, Jakobína Guðmundsdóttir, skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.