Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 Idflaugaárás Laser- jarðstöö Kjarnorku geisla byssa 4B| Rafsegul fallbyssa Noregur: Deilt um framtíð- arfyrirkomulag fiskræktarstöðva Osló, 10. janúar. Frá Jan Krik Laure, fréllaritara Mbl. EITT AF ÞVÍ fáa sem norsku stjórnmálaflokkarnir eru allir sammála um, er að mikil framtíð sé fólgin í fiskirækt og hafbeit. Þrátt fyrir þaö logar Stórþingið í deilum um ný lög, sem eiga að kveða nánar á um þennan atvinnuveg, og snúast þær annars vegar um það hvernig eignarhaldi á fiskiræktarstöðvum skuli háttað og hins vegar um það hve ströng skilyrði skuli fylgja rekstrarleyfunum. Thor Listau, sjávarútvegsráð- herra, hefur komið með hverja málamiðlunartillöguna á fætur annarri en samstarfsflokkar Hægriflokksins í stjórn, Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Mið- flokkurinn, hafa ekki viljað fall- ast á þær. Það er þó fyrst og fremst Miðflokkurinn, „bænda- flokkurinn" svokallaði sem er þversum í málinu og vill að ríkið hafi strangt eftirlit og stjórn á fiskiræktinni. Stafar það af því, að Miðflokkurinn á marga kjós- endur meðal þeirra, sem stunda fiskirækt í smáum stíl og sem óttast uppgang stórra stöðva. Verkamannaflokkurinn segist einnig óttast að fjársterk fyrir- tæki yfirtaki atvinnuveginn og svipti um leið fólk í ýmsum litl- Horrocks er látinn FnhboanK, 9. janúir. AP. SIR BKIAN Horrocks, vinsæll hershöfðingi sem átti raikinn þátt í sigri Montgomerys í Norður-Afríku, er látinn, 89 ára að aldri. Liðssveitir Horrocks báru hita og þunga dagsins i orrustunni um E1 Alamein og seinna var hann einn af yfirmönnum 1. hersins þegar hann lagði undir sig Túnis 1943. Hann særðist alvarlega i loftárás Þjóðverja í æfingum fyrir landgönguna við Salermo á ftalíu. Þótt hann hefði ekki náð sér tók hann þátt í landgöngunni í Norm- andi og stjómaði hröðustu sókn stríðsins er leiddi til töku Brússel og Antwerpen. Þótt hann væri enn sárþjáður var hann skipaður yfir- maður Rinarhers Breta, en að lok- um var hann fluttur heim á sjúkrabörum. Árið 1949 sæmdi Georg konung- ur VI hann virðingartitli („svarti stafurinn"), sem lagði honum á herðar að gegna aðalhlutverki ár hvert þegar þing var sett við há- tíðlega viðhöfn. Horrocks varð aftur frægur eft- ir stríðið þegar hann var kynnir í vinsælum sjónvarpsþætti BBC um síðari heimsstyrjöldina „(Men in Battle“). Sjálfsævisaga hans („A Full Life“) kom út 1960. E1 Salvadon Bæjarstjóri skotinn til bana S»n Sahador. 9. janúar. AP. ÞRÍR MENN ruddust inn á kontor Domingo Alvies, bæjarstjóra Sanat Elena, skammt fyrir austan höfuð- borg El Salvador, San Salvador, í dag. Er inn kom, skutu þeir hann til bana og flýðu síðan sem fætur tog- uðu. Ýmsir embættismenn staðfestu að Alvies hefði verið myrtur, en vissu hins vegar ekki hvaða aðilar bæru ábyrgð á verknaðinum, hvort það voru skæruliðar, hægri menn eða að hann hafi verið myrt- ur af öðrum sökum en pólitískum. Þeir sem talað var við vildu ekki láta nafna getið af ótta við hefnd- araðgerðir morðingjanna. um byggðarlögum atvinnunni. Er þess vegna búist við, að í nýju lögunum verði settar einhverjar skorður við umsvifum stórfyrir- tækjanna, annaðhvort þannig að hvert fyrirtæki megi aðeins eiga eina fiskiræktarstöð eða að eign- arhald á slíkri stöð skuli tak- markast við það fólk, sem býr í viðkomandi héraði. Stórslys í London Símamynd/AP. í gær varð mikil sprenging í fjölbýlishúsi í London og hrundi miðhluti þess til grunna. Grófust 14 manns í rústunum og þegar síðast fréttist höfðu björgunarmenn fundið tvö lík. Ólíklegt þykir, að nokkur muni finnast á lífi í rústunum enda var sprengingin, sem er talin hafa stafað af gasleka, ákaflega öflug. Myndin var tekin þegar unnið var að björgunarstarfinu. Reagan forseti um Genfarsamkomulagið: Engin skilyrði verða sett fyrir viðræðum U'ookinKtn. m «i> Washington, 10. janúar. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði á fundi med frétta- mönnum í gær, að engin skilyrði yrðu sett fyrirfram, er sendinefndir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hæfu viðræður um kjarnorkuvopn og geimvopn. Þetta var fyrsti fréttamanna- fundur forsetans í 6 mánuði. Þar bar hann lof á samkomulag það, sem náðst hefði á fundi utanríkisráðherranna George Shultz og Andrei Gromyko í Genf. Þá kvaðst forsetinn vona, að árið 1985 myndi fela í sér upphaf að nýjum viðræðum al- mennt milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna um deilumál þeirra, sem leiða myndu til Geimvarnavopn framtíðarinnar Róteíndavopn Mynd þessi sýnir, hvernig stjörnustríðstillögur Reagans Banda- ríkjaforseta gætu þróast í að verða heil þyrping af laser- geislavopnum og segulvopnum, sem gerðu það kleift að gera að engu árás með mörg hundruð sovézkum eldflaugum. Drög hafa verið lögð að undirbúningsrannsóknum fyrir slíka varnaráætlun, en bandarískir embættismenn halda því fram, að áratugir muni líða áður en þess konar varnarvopn verði að veruleika. batnandi sambúðar stórveld- anna. Reagan sagði, að Bandaríkja- menn myndu verða „sveigjan- legir, þolinmóðir en ákveðnir" í afvopnunarviðræðunum við Sovétmenn. Ljóst væri, að þetta samkomulag gæti ekki hafa ver- ið gert „einhliða af öðrum aðil- anum“. „Ég tel, að tryggari friður eigi að nást með þessum viðræðum," sagði forsetinn í upphafi ávarps síns á fréttamannafundinum í gær. Þá tók forsetinn það fram, að sér félli ekki orðið „stjörnu- stríð" sem heiti eða lýsing á áformum hans um ný varnar- vopn í geimnum. Ekki yrði fall- ið frá þessum áformum og ekki „verzlað" með þau, en þau yrðu rædd með öðrum málefnum, er viðræður hæfust við Sovét- menn. Þá ræddi forsetinn um af- stöðu stjórnar sinnar til Nicar- agua og sagði, að hún hefði ekki breytzt. Haldið yrði áfram að styðja þjóð Nicaragua gegn vinstristjórn sandinista þar í landi. Hodel tekur við af Clark WuhinKton. 10. juúar. AP. DONALD Hodel, orkumálaráöherra Randaríkjanna, hefur verið valinn eft- irmaður Williams Clark í embætti innanríkisráðherra samkvæmt heim- ildum í bandarísku stjórninni í dag. Sjálfur segir Hodel, að þetta séu „vangaveltur" og að Ronald Reagan hafi enn ekki tekið ákvörðun að þvf er hann viti bezt. Clark tilkynnti óvænt í síðustu viku að hann mundi (áta af embætti eftir tvo til þrjá mánuði. Vitað var að'Hodel hafði mikinn áhuga á þvf að fá nýtt embætti, en að hann mundi halda áfram starfi innanrfk- isráðherra, ef Reagan bæði hann um það. Noregur: Skjálftarannsóknir á Jan Mayen-hrygg Stórþingið veitir 12 millj. nkr. til rannsókna Óaiú, 10. janúv. Prú iu-Erik Lauré, frélUriUr. Á SUMRI komanda mun verða unnið að fystu skjálftarannsóknunum á hafsbotninum milli Jan Mayen og ís- lands. Verða þær gerðar frá sérstöku rannsóknaskipi og vonandi fæst þá úr því skorið hvort þarna er að flnna olíu, sem félli þá til hvorratveggja, íslendinga og Norðmanna. Stórþingið hefur veitt 12 milljón- um nkr. til þessara rannsókna, sem um var samið við íslendinga fyrir skömmu, að sögn útvarpsins. Egil Bergsaker, deildarstjóri í olíuráðu- neytinu, segir, að Jan Mayen- hryggurinn sé mjög forvitnilegur en hann telur, að ef olia finnist á annað borð á þessum slóðum, sé Mbl. líklegast, aö hún finnist innan norskrar lögsögu. Vfsindamennirnir á rannsókna- skipinu munu með skjálftarann- sóknunum afla sér ýmissa al- mennra upplýsinga, sem olfufélög- in munu sfðan vega og meta og verða sér úti um leitarleyfi ef þeim þykir ástæða til. Bergsaker segir, að íslendingar hljóti að hafa mik- inn áhuga á þessu máli þvi að ekki sé vitað um annan stað lfklegri til olíuleitar nálægt íslandi. Ef til þess kemur, að olíuborpallar verða reistir á Jan Mayen-svæðinu munu þeir verða mikil mannvirki þvf að sjávardýpið er yfirleitt þetta 300—1500 metrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.