Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 Högni Halldórs- son — Minning Fæddur 24. ágúst 1896 Dáinn 28. desember 1984 í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útfðr Högna Halldórssonar, Langholtsvegi 145. Högni fæddist að Skálmholtshrauni á Skeiðum, sonur hjónanna Halldórs Högna- sonar og Andreu Guðmundsdótt- ur. Hann fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Reykja- víkur og þurfti eins og margir af hans kynslóð snemma að fara að sjá sér farboða og létta undir með heimilinu, einkum eftir að faðir hans dó, árið 1920. Högni hóf fyrst störf hjá Sláturfélagi Suðurlands. Síðar gerðist hann sölumaður hjá Hreini og Síríusi og enn síðar starfaði hann um skeið hjá Mjólk- urfélaginu. Þá fékk hann erfða- festuland í Langholtinu, þar sem hann byggði hús sitt að Lang- holtsvegi 145 og bjó þar æ sfðan. Á landi þessu rak hann svína- og hænsnarækt um árabil, uns hann varð að láta landið af hendi undir íbúðabyggingar. Högni var kvæntur mikilli fyrirmyndarkonu, Fanneyju Eg- ilson. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, og einnig fósturdóttur, Erlu Egilson, sem gift er Skarp- héðni Loftsyni, lögregluvarð- stjóra. Guðrún er gift Charles Ansisu, kunnum framkvæmdam- anni í Belgíu, sem hefur reynst foreldrum konu sinnar góður tengdasonur. Hann hefur ásamt konu sinni bæði heimsótt þau hingað og þau dvalið um tfma og tíma hjá þeim hjónum ytra meðan heilsan entist til utanferða. En síðari árin átti Högni við van- heilsu að stríða, var annað veifið á sjúkrahúsum og þess á milli lftt fær um að hreyfa sig nokkuð að ráði út af heimilinu. Kynni okkar Högna Halldórs- sonar hófust fyrir rúmum 40 árum í Frfmúrarareglunni. Tókst þar fljótt með okkur góður kunn- ingsskapur og tíðir samfundir bæði innan félagsins og utan. Minnist ég margra ánægjulegra stunda með Högna og nokkrum kunningjum okkar beggja, sem flestir eru nú farnir sömu leiðina og hann. Högni var einstakt ljúfmenni og traustur vinur vina sinna. Síðustu árin bar fundum okkar sjaldnar saman en æskilegt hefði verið, enda hafði hann þá af heilsufars ástæðum dregið sig til baka að mestu úr allri félags- starfsemi og kunningjahópurinn, sem saman hafði haldið, mikið til allur horfinn, eins og áður er sagt. Ég enda þessar fáu línur með kærri þökk til míns horfna vinar fyrir hin löngu góðu kynni og óska honum fararheilla á þeirri veg- ferð, sem hann nú á fyrir höndum. Eiginkonu hans og ástvinum öll- um votta ég innilega samúð. Víglundur Möller „Syngjandi skóli“ Sex daga dagskrá til að efla almennan söng og tónmennt hvers konar í skólum og öðrum uppeldisstofnunum DAGANA 14.—19. janúar 1985 efnir Námsgagnastofnun, í sam- vinnu við námsstjóra og Kennara- háskóla íslands, til dagskrár í Kennshimiðstödinni Laugavegi 166 undir yfirskriftinni Syngjandi skóli. Markmið þessarar dagskrár, sem ætluð er kennurum, kennaranemum, fóstrum og þroskaþjálfum, er að efla al- mennan söng og tónmennt hvers konar í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum. Haldnir verða fyrirlestrar, námskeið, fræðslufundir og kynningar þar sem leiðbeint verður um þessi mál, og að sjálfsögðu verður sú kynning bæði í tali og tónum: Mánudaginn 14. janúar, kl. 16.00, ræðir Jón Ásgeirsson tón- skáld um gildi söngs og annarrar tónmenntar i skólastarfi. Þriðjudaginn 15. janúar, kl. 14.00—18.00, leiðbeinir Bergljót Jónsdóttir tónmenntakennari um tónmennt i byrjendakennslu og um kvöldið kl. 20.30 ræðir Njáll Sigurðsson námstjóri hvaða er- indi íslensk alþýðutónlist eigi við börn nú á tímum. Miðvikudaginn 16. janúar, kl. 18.00—22.00, leiðbeinir Sigríður Pálmadóttir tónlistarkennari um notkun ásláttarhljóðfæra og kennir leiki þar sem hljóðfæri koma við sögu. Fimmtudaginn 17. janúar, kl. 15.30, kynnir Jacqueline Frið- riksdóttir námstjóri ýmis náms- gögn sem snerta söngva og leiki í tungumálakennslu og kvöldinu frá kl. 20.30 geta kennarar varið með Gyðu Ragnarsdóttur sem kennir söng og hreyfileiki fyrir ung börn. Föstudaginn 19. janúar, frá kL 10.00—17.00, leiðbeina Þórir Sig- urðsson námstjóri, Júlíus Sigur- björnsson kennari og Njáll Sig- urðsson námstjóri um hljóðfæra- smíði. Síðasti dagskrárliðurinn er helgaður söng og Ijóðakennslu og verður hann laugardaginn 19. janúar, kl. 14.00—17.00. Þá leið- beina Guðmundur B. Kristmunds- son, Njáll Sigurðsson, Þorvaldur <)rn Árnason, Gunnar Guttorms- son, Helga Gunnarsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Guðmundur mun einkum sjá um hið talaða orð en hin um sönginn að sjálf- sögðu með þátttöku allra við- staddra. (Préttatilkynning) Bladid sem þú vaknar við! Keflavík: * UNGO verður verslunarhús Vogum, 8. janáar. Ungmennafélagshúsið í Kefla- vík er að nýju orðið verslunarhús. Húsið, sem var byggt árið 1888 sem íbúðar- og verslunarhúsnsði, er eitt af elstu húsum bsjarins. í húsinu hefur farið fram margvísleg starfsemi. Sparisjóð- urinn í Keflavík var þar til húsa fyrstu árin. Þar var læknisbú- staður og apótek. Aftur verslun- arhús er Friðrik Þorsteinsson rak verkstæði þar. Árið 1936 eignaðist Ungmennafélag Kefla- víkur húsið sem varð þá sam- komuhús og íþróttahús þar til því var breytt að nýju á sl. ári I verslunarhús. Nokkrar verslanir verða í húsinu og hafa sumar hafið starfsemi þar. E.G. Myndverk Halldórs Ásgeirssonar í Nflistasafninu Halldór Ásgeirsson opnar mynd- listarsýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg föstudaginn 11. janúar. Á sýningunni eru verk unnin i ýmis efni, s.s. léreft, pappír og tré, einnig liósmyndir og ýmsir hlutir aðrir. A veggjum og á gólfi eru myndverk með myndtáknum sem listamaðurinn hefur verið að þróa undanfarin ár. Hvert tákn er sjálfstætt í eðli sínu, en er sett í samhengi við önnur tákn á sama grunni, er síðan mynda eina heild, myndverk. Sem dæmi um titla á sýning- unni má nefna „Dauði menning- arvitanna“, „Skógurinn", „Himin- hvolf-hyldýpi“ og síðast en ekki síst 12 m langt verk tileinkað „Bayeux-reflinum“ á Normandí eða „fyrstu heimildarkvikmynd- inni“, eins og sumir vilja nefna hann. Halldór hefur dvalið víða er- lendis við nám undanfarin ár, m.a. (Mbl./Bjarni) Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður í Frakklandi og Mexíkó, en um þessar mundir býr hann og starfar í París. Sýningin í Nýlistasafninu er fjórða einkasýning Halldórs á ís- landi. Hún er opin á virkum dög- um frá kl. 15— 20 og um helgar frá kl. 14—20. Sýningunni lýkur 20. janúar. Skagstrendingar sýna í Hafnarfirði Konur hittast í Kvenna- húsinu KONUR hafa í vetur hitzt f Kvenna- húsinu, Hótel Vík, klukkan 13 á laugardögum og rætt málin að loknu framsöguerindi um eitthvað ákveðið efni. Á laugardag verður þráðurinn tekinn upp að nýju eftir nokkurt hlé og rætt um Kvennablaðið Veru að lokinni framsögu. Kvennahúsið er rekið af ýmsum kvennasamtök- um og er opið öllum konum og er opið alla virka daga frá klukkan 14—18, auk þess sem þar er veitt ókeypis kvennaráðgjöf á þriðju- dagskvöldum. ___ LAUGARDAGINN 12. janúar kl. 21 sýnir Leikklúbbur Skaga- strandar leikritið Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson i Bæj- arbíói f Hafnarfirði. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Leikendur í sýningunni eru 9, en alls koma um 20 manns við sögu í sýningunni. Saumastofan er 9. verkefni Leikklúbbsins en hann verður 10 ára á þessu ári. Sýningin í Hafn- arfirði er 7. sýningin á leikritinu, en það hefur verið sýnt undanfar- ið á Skagaströnd og nágranna- byggðum við góðar undirtektir. (Úr frétutilkynningu.) JNNLENTV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.