Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1985 7 Vigri RE seldi fyrir 9 millj. Hæsta heildarverð sem íslenzkt skip hef- ur fengið í Þýzkalandi SKUTTOGARINN Vigri RE fékk á mánudag hæsta heildarveró, bæói f þýzkum mörkum og íslenzkum krón- um, fyrir afla, sem íslenzk fiskiskip hafa fengió í Þýzkalandi. Vigri seldi alls 220 lestir af karfa. Heildarverð var 8.908.800 krónur (693.900 DM), meóalverð 40,50. Vigri átti sjálfur fyrra metið, sem var sett 23. febrúar 1982. Þá fékk hann 673.600 þýzk mörk sam- tals fyrir 279,3 lestir. Skipstjóri f þessari veiðiferð Vigra var Snæ- björn Össurarson. Auk Vigra seldi Júní GK á mánudag 114,4 lestir i Grimsby. Heildarverð var 4.206.900 krónur, meðalverð 36,78. Á þriðjudag seldi Ýmir HF 105,6 lestir af þorski í Hull. Heild- arverð var 3.770.700 krónur, með- alverð 35,70. Ögri RE seldi á miðvikudag 217,9 lestir í Cuxhaven. Heildar- verð var 7.551,100 krónur, meðal- verð 34,66. Þá seldi Þorleifur Jónsson HF sama dag 132,8 í Grimsby. Heildarverð var 4.879.600 krónur, meðalverð 36,74. Nútuninn: Fréttastjóri og framkvæmda- stjóri segja upp Siguróur Skagfjöró Sigurðsson, framkvæmdastjóri Nútímans, hefur látið af störfum. í samtali vió Morg- unblaóið kvað hann ástæóuna vera sitt einkamál. „Ég ætla ekki aó fara aó gera meira úr þessu en þegar er oróið,“ sagói Sigurður. „Ég er enn- fremur aó fara að gera annað og þetta er samtvinnaó," sagði hann. Þá er fréttastjóri Nútímans, Kristinn Hallgrímsson, í samn- ingsbundnu 3ja mánaða fríi sam- kvæmt kjarasamningum Blaða- mannafélagsins. „Ég hef lagt fram uppsögn og tekur hún gildi þegar fríinu líkur. Ástæðurnar eru hinar og þessar og ég kæri mig ekki um að ræða þær við blaðamenn," sagði Kristinn. Hann kvað óráðið hvað hann færi að gera. • • Ogmundur dreginn í land Kostnaður við að ná í hann á haf út 4—500 þús. kr. VARÐSKIPIÐ Týr dró togarann Ögmund ÁR 3 úr Hvalfirði og upp í fjöru f Eiósvík vió Gufunes í gær- morgun. Ögmundur hefur legið vió festar í Hvalfirói sfðan í september en þá slitnaði hann aftan úr skipa- lest brotajárnsskipa á leið til Eng- lands á vegum Stálfélagsins en starfsmönnum Landhelgisgæslunnar tókst aó finna hann og dró Týr hann til Hvalfjarðar. Sigurður Árnason, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, sagði i samtali við Mbl. í gær að stöðug hræðsla hefði verið um að skipið slitnaði upp í Hvalfirði og þess vegna hefði skipið nú verið dregið á land í Eiðsvikinni. Sagði Sigurð- ur að Landhelgisgæslan hefði i vetur sent Stálfélaginu reikning fyrir kostnaðinum við að draga Ögmund til Hvalfjarðar. Reikn- ingurinn væri enn ógreiddur en hann hefði hljóðað upp á eitthvað á fimmta hundrað þúsund krónur. Attþú spariskírteini ríkissjóðs sem losna í pessum mánuði? Verzlunarbankinn býðurþérgóð skipti! Engin fyrirhöfn. Verzlunarbankinn býður þér nú að leysa út fyrir þig spariskírteinin og ávaxta andvirði þeirra á KASKO-reikningi bankans. Þú kemur bara með skírteinið þitt til okkar og við sjáum um hlaupin. Engin áhætta. KASKÓ-reikningurinn hefur fjögur vaxtatímabil á ári: 1. janúar til 31. mars, 1. apríltil30. júní, 1. júlí til 30. septemberog l.októbertil31.desember. í lok hvers vaxtatímabils fær KASKÓ-reikningurinn vaxtauppbót sem miðast við mánaðarlegan útreikning okkar á kjörum verð-og óverðtryggðra reikninga. Hagstæðari ávöxtunin er látin gilda og þannig fær KASKÖ- reikningurinn alltaf sjálfkrafa raunvexti, hvað sem verðbólgunni líður. Engin langtíma binding. Langtímabinding sparifjár getur verið áhættusöm, því þú veist ekki hver fjárþörf þín kann að verða næstu árin. Innstæða KASKÓ-reiknings er alltaf laus til útborgunar hvenær sem er, án uppsagnar reiknings. Þannig er mikið öryggi fólgið í því að geta gengið að sparifé sínu hvenær sem er. Engin spuming. KASKÓ í STAÐ BINDINGAR, ÞAÐ ERU GÓÐ SKIPTI. Að sjálfsögðu munum við aðstoða við skipti yfir í ný spariskírteini, sé þess óskað. VŒZlUNflRBfiNKINN -vitMCVi þé% !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.