Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐID. SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Opna skíðaaðstöðu á Skálafellsjökli Höfn, 8. mars. JÖKLAFEKÐIR á Höfn í Hornafirði er fyrirtæki sem hyggst bjóða upp á ferðir á Skálafellsjökul fyrir skíðafólk og aðra sem áhuga hafa á jöklaferðum. Að sögn Gísla Hjálmarssonar, sem er eigandi Jöklaferða ásamt Gísla Geir Sigurjónssyni, verður ekið upp í 1150 metra hæð í snjóbíl, sem er sérstaklega vel útbúinn til slíkra ferða. Leiðin frá jökulrótum upp í þessa hæð er um 9 km. Ferðin niður, ef far- ið er eftir beinni línu á skíðum, tekur u.þ.b. þrjá stundarfjórð- unga. A þessu svæði er einnig góð aðstaða fyrir fólk á gönguskíð- um og snjósleðum. Um næstu mánaðamót verður settur upp skáli fyrir 16 manns. Einnig hyggjast þeir nafnarnir setja upp toglyftu í nágrenni skálans. Þeir leggja nú allt kapp á að flýta uppsetningu skálans og lyftunnar svo hægt verði að bjóða upp á ferðir um páskana. Um síðustu helgi var skíða- mönnum boðið að kynna sér svæðið og að sögn þeirra voru aðstæður þarna mjög góðar til skíðaiðkana. Líklega verður boðið upp fastar ferðir einu sinni í viku í sumar auk helgarferða. Fólki gefst kostur á að gista í skálan- um, en einnig munu þeir hjá Jöklaferðum leiðbeina við bygg- ingu snjóhúsa, ef fólk óskar frekar eftir að nota slík gisti- hús. f sambandi við þessar ferðir gefst fólki kostur á að fara á Breiðubungu, sem er í um 1530 m hæð. Þaðan er fagurt útsýni m.a. til Snæfells, Kverkfjalla og Öræfajökuls. Gert er ráð fyrir að vegurinn upp að jöklinum verði orðinn fólksbílafær í sumar. Þá geta ferðamenn á leið um landið komið þar við og brugðið sér með í jöklaferð, svona til að auka á fjölbreytnina. Haukur. Skurðurinn sem grafinn hefur verið í Vatnsmýrinni við Norræna húsið. Skurðgröfuframkvæmdir í Vatnsmýrinni: Allt tal um eyðilegg- ingu á Tjörninni út í hött — segir Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri „Það er verið að endurhreinsa gamla skurði og þurrka upp svæði I kringum flugbrautirnar og þetta Já, hjá okkur í Blómum og ávöxtum er voriö komiö bæöi í Hafnarstræti og viö Miklatorg. Nú erum viö aö taka fram þaö allra — allra besta úrval af pottablómum sem viö höfum nokkru sinni fengiö. Yfir 100 mismunandi geröir af verulega fal- legum blómum sem sannarlega eru þess viröi aö fólk gefi sér tíma til að skoöa. Veörið hefur veriö gott að undan- förnu en helgarverðiö okkar er enn betra. VWVTA^ ͧ55® ^092*^ \0^G VIÐ MIKLATORG - Heimilisfriöur kr. 90 | Hedera kr. 90 («j|| 3 Ceneraria kr. 140 * Heimilisvöndur kr. 140 Allir vita aö úrvalið af afskornum blómum er hvergi meira en hjá okkur. Veriö ávallt velkomin -BLOM^Á\miR Hafnarstræti 3. kemur engan veginn niður á Iffrfki eða umhverfí Tjarnarinnar," sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, er hann var spuröur um framkvæmdir með skurðgröfum norðan við fíugbraut- irnar á Reykjavíkurflugvelli. „Allt tal náttúruverndarmanna um eyði- leggingu á Tjörninni hefur ekki við rök að styðjast." Hafliði Jónsson sagði ennfremur að í þessum gömlu skurðum hefðu leynst pyttir sem gátu verið vara- samir ef einhver þvældist þarna út í. „Vatnsmýrin er gömul mómýri og var á sínum tíma aðal eldiviðar- forðabúr borgarbúa. Síðan var þessum mógröfum lokað á sínum tíma. Þegar farið var út i jarðræktartilraunir hér um alda- mótin var mikið af þessu mýrlendi ræst fram með skurðum, sem liggja þarna út í Tjörnina. Til að nýta þessar mýrar á sínum tíma þurfti að ræsa þær fram og þessum skurð- um hefur alltaf verið haldið við, þangað til núna fyrir nokkrum ár- um, að það var trassað að halda þessu í horfinu. Þetta kom þannig fram á flugbrautunum að þar fór að safnast fyrir vatn við flugbrautar- endana, sem gat verið varasamt. Það hefur líka verið stefna núver- andi flugmálayfirvalda að fegra svolítið í kringum flugvöllinn og þetta er liður í því. Hingað til hefur ekki verið hægt að fara þarna um með nokkurt tæki til að vinna þetta land og gera það hirðanlegt, svo að flugmálastjóri fór út í að láta grafa upp þessa gömlu samanföllnu skurði. Ég er ekki aðili að þessari fram- kvæmd, en mér finnst þetta svo eðlilegt og sjálfsagt að ég skil ekki hvers vegna verið er að blása þetta upp. Náttúruverndarmenn segja að það sé verið að eyðileggja Tjörnina með gruggi, en þetta sjatnar strax og annað eins grugg hefur nú komið i Tjörnina. Það kemur mun meiri mengun í Tjörnina af götum borg- arinnar, olíubrák eftir bíla og þess háttar. Allt tal um eyðileggingu er því ekkert annað en „fanatík," sagði garðyrkjustjóri. Innbrotið í Borgamesi: Tveir menn í gæzluvarðhald TVEIR menn á fertugsaldri voru úr- skurðaðir í gæzluvarðhald á fostu- dag vegna rannsóknar Rannsóknar- lögreglu ríkisins á innbroti í sölu- skála Olíufélagsins Skeljungs við Brúartorg í Borgarnesi þegar liðlega 200 þúsund krónum var stolið það- an. Á föstudag fundust ávísanir í skúffu úr peningaskápnum við Hlaðhamar í Hvalfirði. í skúff- unni fundust ávísanir að upphæð um 80 þúsund krónur. Um 120 þúsund krónur í peningum hafa enn ekki komið í leitirnar. Menn- irnir, sem úrskurðaðir voru I gæzluvarðhald, hafa ekki viður- kennt að hafa verið að verki í Borgarnesi. Rudolf Serkin Ragnar Jónsson í Smára. Serkin leikur í minningu Ragnars Jónssonar MÁNUDAGINN 11. mars nk. verða haldnir tónleikar á vegum Tónlist- arfélagsins í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 21.00. Þar leikur Rudolf Serkin píanóleikari verk eftir Beethoven, Sónötu op. 13 „Pathetique“, Sónötu op. 81 a „Das Lebewohl“ og Diabelli-tilbrigðin. Tónleikar þessir eru helgaðir minningu Ragnars Jónssonar í Smára, sem var einn af stofnendum Tónlistarfélagsins, formaður og líf þess og sál um margra ára skeið. _ , e , , (Fréttatilkynning) Sjá grein um Hudolf Serkm og tonleikana a bls. 21B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.