Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
5
Morgunblaðið/ RAX
F.v. Jón Hjaltalín Magnússon, verkefnisstjóri samstarfsverkefnisins, Magnús L. Sveinsson, formaður atvinnumála
nefndar Reykjavíkur, Davíð Oddsson, borgarstjóri, Guðmundur Magnússon, háskólarektor, og Eggert Jónsson
borgarhagfræðingur.
Höfnin í Rotterdam í Hollandi er sannkallaöur miðpunktur flutninga í heiminum. Um hana fer meiri varningur en nokkra
aðra höfn í veröldinni - þar mætast skip frá öllum heimshornum og þaðan liggja landvegir um alla Evrópu.
Rotterdam hefur lengi verið mikilvægur viðkomustaður Eimskips og þar með íslenskra inn- og útflytjenda. Vikuleg áætlun
þangað með ekjuskipunum Álafossi og Eyrarfossi, og beinar siglingar á tíu daga fresti með 3 gámaskipum á leiðinni
Reykjavík - Rotterdam - New York - Reykjavík tryggir tíðan og öruggan flutning. Með öflugri skrifstofu í Rotterdam og
þrautþjálfuðu starfsliði þar aukum við enn þjónustu okkar við viðskiptavini.
Heimilisfang Rotterdamskrifstofunnar er:
EIMSKIP - ROTTERDAM
Albert Plesmanweg 151
3088 GC Rotterdam
Sfmi: 9031 10 282933
Telex: 62122 EIMSK NL
Símskeyti: EIMSKIP
P.O. Box 54034
3008 JA Rotterdam
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
Simi 27100
*
Háskólinn stofnar
fyrirtæki á sviði
tövlubúnaðar
Með skrifstofu Eimskips
í Rotterdam verður...
Hvetja háskólafólk til þátttöku í atvinnulífinu
„Það má segja, að nú sé samstarf
háskólans og borgaryfirvalda aö
koma upp á yfirborðið," sagði Davíð
Oddsson, borgarstjóri, á fundi meó
fréttamönnum í gær þar sem greint
var frá samstarfsverkefni atvinnu-
málanefndar Reykjavíkur og Há-
skóla íslands og kynningarfundi,
sem þessir aðilar munu gangast fyrir
í sameiningu þ. 16. mars nk. undir
heitinu „Háskólamenntun og at-
vinnurekstur".
Á fundinum í fundarsal borgar-
ráðs í gær voru einnig Guðmundur
Magnússon, háskólarektor, Magnús
L. Sveinsson, formaður atvinnu-
málanefndar Reykjavíkur, Jón
Hjaltalín Magnússon, verkefn-
astjóri samstarfsverkefnisins og
Eggert Jónsson, borgarhagfræð-
ingur.
Kom fram í máli þeirra, að kynn-
ingarfundurinn er meðal annars
boðaður á þeirri forsendu, að há-
skólamenntun og önnur sambæri-
leg sérþekking geti víða komið að
meiri notum en raun ber vitni i
íslensku atvinnulífi og voru mörg
dæmi nefnd um slíkt.
Nú liggur frumvarp fyrir alþingi,
þar sem kveðið er á um að háskól-
inn fái að stofna fyrirtæki, og upp-
lýsti rektor, að nú þegar væri eitt
slíkt í burðarliðnum. Er það fyrir-
tæki á sviði tölvubúnaðar, sem Há-
skóli íslands, Eimskipafélagið og
Félag íslenskra iðnrekenda munu
eiga og reka í sameiningu. Hlutafé
fyrirtækisins, sem væntanlega
mun hljóta nafnið Hátækni hf.,
nemur um 10 milljónum króna og
sagði rektor, að hugsanlega gæti
það átt eftir að skila háskólanum
jafn miklum arði og happdrætti
háskólans gerir nú.
„Menn hafa haft af því áhyggjur,
að atvinnutækifærum í landinu
fjölgaði ekki nóg og við getum ekki
gert okkur vonir um að það gerist
af sjálfu sér,“ sagði borgarstjóri.
„Það er líklegt, að senn dragi úr
fjölgun starfa hjá hinu opinbera,
ríki og sveitarfélögum, og þá þurfa
störf á almennum vinnumarkaði að
sama skapi að aukast á næstu ár-
um. Hagsmunir háskólafólks eru
augljósir, þegar haft er ( huga, hve
stór hluti þess er í opinberri þjón-
ustu.“
Dagskrá fundarins er sniðin að
því markmiði fundarboðenda að
hvetja sem flesta háskólastúdenta
og starfandi fólk með háskóla-
menntun til þess að hugleiða á
hvernig það geti fært sér þekkingu
sína betur í nyt en það hefur gert
sér hugmyndir um til þessa. Verður
því fyrst og fremst fjallað um hag-
nýtar upplýsingar, sem koma að
gagni við stofnun og rekstur nýrra
fyrirtækja og rekstrardeilda, svo
og við vinnu að framgangi hug-
mynda í sambandi við einhvers
konar starfsemi í eigin þágu eða á
vegum annarra.
„Það er farsæl ráðstöfun hjá
borgarstjóm, að hugsa fram í tím-
ann með þessum hætti,“ sagði Guð-
mundur Magnússon, háskólarekt-
or. „Það er eðlileg þróun og hefur
færst í vöxt, að háskólinn taki að
sér þjónustuverkefni og starfi með
aðilum í atvinnulífinu og með þess-
ari ráðstefnu, eða kynningarfundi,
viljum við hvetja háskólamenntaða
einstaklinga til að nýta hugvit sitt
og menntun í atvinnulífinu. Með
því helst þjóðinni á háskólafólki og
ennfremur ætti að vera hægt að
flytja íslenskt hugvit út fyrir
landsteinana".
Eitt af því sem til stendur að
gera til þess að stuðla að auknum
tengslum háskólans við atvinnulíf-
ið er að laða fyrirtæki, t.d. á sviði
hugbúnaðar, til þess að byggja {
nágrenni háskóians. Þykir slíkt
sambýli hafa gefið góða raun er-
lendis og hefur Reykjavíkurborg i
hyggju að bjóða fyrirtækjum lóðir í
landi Keldnaholts, með samvinnu
við rannsóknarstofnunina þar í
huga.
Sem dæmi um góðan árangur af
samstarfi og þjónustu háskólans
við utanaðkomandi aðila nefndi
rektor Reiknistofnun háskólans, en
um helmingur af tekjum hennar
kemur nú frá aðilum utan háskól-
ans. Þá minntist hann á samstarf
Orðabókar Háskólans við IBM og
sagði, að u.þ.b. 20% af ráðstöfun-
arfé háskólans færi nú í rekstur
utan hans.
HOFNHEIMS
dálítíð íslensk!