Morgunblaðið - 10.03.1985, Side 26

Morgunblaðið - 10.03.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Lisbeth Balslev, stór- Manfred Schenk, glæsi- kostleg Senta. legur Daland. Sylvia Stone Sigurður Björnsson Klauspeter Seibel, frá- bær stjórnandi. Hollendingurinn fljúgandi Tónlist Jón Ásgeirsson Það verða að teljast nokkur tíðindi, ekki aðeins tónlistar- elsku fólki til umfjöllunar, held- ur og þeim er unna listum í land- inu því að þar horfi fram sem aftur snýr í öðrum þáttum mannlegra umsvifa í þessu landi. Þrátt fyrir að fastar sé nú haldið um beislistaumana og naumar framreiddur árbítur sá er neyta skal á neysluborði list- arinnar, hafa menn önugt atlæt- ið að engu, halda sig með stór- mannlegum hætti og flytja Wagner eins og ekkert sé. Á meðan stór hópur listamanna, tveir kórar, heil sinfóníu- hljómsveit og harðsnúið lið góð- ra einsöngvara eru að undirbúa þann einstæða atburð, er skipar okkur íslendingum í flokk þeirra er geta flutt óperur Wagners, eru sjónmiðlar illa fjarri góðu gamni, því meira mun þeim hafa þótt vert um að hlýða á söng krakka í Mosfellssveit, syngj- andi „Allt sem við viljum er frið- ur á jörð“ og að lalla um og skoða stöðumæla, er þumbara- lega þroka á gangstéttarbrúnun- um, bifreiðaeigendum til ama. Nei, sjónvarpið þarf ekki að fylgjast með viðburðum á sviði tónlistar, þar eru þeir innvígðir merkisberar popptónlistar og alls konar sértrúarflokka, er trúa á jazz og spunatónlist, næstum eina tónlistarefnið sem hérlendis er keypt að sjónvarp- inu, ásamt viðtölum við alls kon- ar uppdópaða skemmtikrafta ís- lensku æskufólki til fyrirmynd- ar. Þeir sem reiddust frétta- stússi sjónvarpsins geta huggað sig við það, að listin mun lifa þrátt fyrir listheimsku þeirra er þar stumra um bekki og búdót sitt. Hollendingurinn fljúgandi er rómantískt verk og hefur marg- ur raunsæismaðurinn fyrir þá sök þátt bágt með að þola verkið, sem og önnur rómantísk verk. Ef til vill er rómantíkin einhver stórfenglegasta bylting sem gengið hefur yfir mannkynið, þar sem hvert það einasta sem maðurinn hafði staðlað var tekið til endurmats. Þegar raunsæið hefur svo gengið sitt skeið og ekkert er eftir af því nema það sem minnir á sorp, verður draumurinn og falleg blekking hans sá raunveruleiki er menn flýja í. Þessi flótti er ekki upp- gjöf heldur björgun undan „ein- hverjum" og tilbúnum raunveru- leika, grófari ósannindum en nokkurn tíma er hægt að finna í fallegri draumsýn, sem hugsan- lega er það eina er að lokum bjargar manninum frá að verða villidýr. Inntakið í Hollendingn- um fljúgandi er mikilvægi ástar- innar, hreinleika hennar og trú- festi, sem í óbilanleika sínum er öllu illu yfirsterkara. Svo sem vera ber er verkið þrungið, öllu er stefnt á ystu nöf í þessum átökum og því feikna erfitt í flutningi. Sinfóníuhljómsveit ís- lands er ekki enn nægilega mönnuð til að flytja verkið, svo vel sé og er það aðallega vegna fæðar í strengjasveitinni að áríðandi tónmyndir heyrðust ekki. Þar er ekki um að kenna þvi að blásarahópurinn hafi ver- ið ofvirkur, heldur er af hálfu tónskáldsins gert ráð fyrir mun fjölmennari strengjasveit en hér er tiltæk og samkvæmt því er raddskipan blásturshljóðfær- anna hagað. Þrátt fyrir þessa agnúa lék hljómsveitin vel undir öruggri stjórn Klauspeter Seibel. Sá einsöngvari, sem var stjarna kvöldsins, var Lisbeth Balslev. Hún var blátt áfram stórkostleg í hlutverki Sentu. Manfred Schenk er frábær söngvari en hann söng hlutverk Dalands glæsilega. Hollendingurinn var sunginn af Hartmut Welker, sem er góður og kraftmikill söngvari. Erik Ronald Hamilton söng hlutverk Eirfks ágætlega. Minni hlutverk voru stýri- maðurinn og fóstran og voru þau sungin af Sigurði Björnssyni og Sylviu Stone. Það vakti nokkra athygli hversu góður Sigurður var í hlutverki stýrimanns. Söngsveitin Fílharmonía og Karlakór Reykjavíkur sungu með, en þeim til hjálpar í neyð var notast við segulbandsupp- töku og eínhvern tíma hefði þótt tíðindum sæta að lána þyrfti er- lendan karlakór til að hlaupa hér undir bagga. Hvers vegna gat Fílharmonían ekki flutt einnig tónlínur norsku sjómann- anna og Karlakór Reykjavíkur sungið Hollendingana. Tarna er eitthvað skrítið og óhönduglega með farið. Hvað sem þessu líður var söngur kóranna ágætur en aftur á móti var draugakórinn ótrúlega samstæður við annað í þessari uppfærslu og reyndar blátt áfram óþægilega útfærður í styrk og tónblæ. Undirritaður var ekki sáttur við mikla stytt- ingu á síðasta þættinum, þannig að hann varð nærri því ein alls herjar kraftkeyrsla. Kórþáttur- inn, þar sem kvennakórinn og norsku hásetarnir syngjast á, er í raun nauðsynleg andstæða þess sem á eftir kemur, aðfari þess óhugnaðar er græskulaust fólkið stendur andspænis í niðurlagi óperunnar. í heild voru þetta glæsilegir tónleikar og ástæða til að þakka erlendu listamönnunum fyrir komuna og eins og tíðkast á gestrisnum heimilum, að biðja þá blessaða að líta við, er þeir kynnu að eiga seinna leið hérna fram hjá. Vfegna innlausnar sparisklrteina ríkissjóÓs bjóóum vió VERÐTRYGGÐA i n i vei / II I m L.......I I 1 Kyn vaxtareiknin Allir afgreiðslustaðir Samvinnubankans annast innlausn spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum verðtryggðan Hávaxtareikning með vöxtum. Hávaxtareikningur er alltaf laus og óbundinn. Kynntu þér Hávaxtareikninginn. Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.