Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
33
ingsherberginu með Morgun-
blað sem ég hafði haft meðferðis
og lagt frá mér. „Hei, þú
gleymdir Morgunblaðinu," sagði
hann.
Ég kvaddi aftur og kom mér
fyrir í troðfullum hljómleika-
salnum.
Hljómleikar
Fólkið var byrjað að klappa
þegar Cohen og hljómsveit
gengu inn á sviðið. Hljómsveit-
ina skipa: Ron Getman gítar,
John Crowder bassi, Richard
Crooks trommur, Mitch Wat-
kins gítar og fyrrnefnd Anjami
Thomas hljómborð, en flest
koma þau við sögu á nýju plöt-
unni.
Cohen þakkaði fólkinu fyrir
að koma og byrjaði á laginu
„Bird on the Wire“, en Cohen
byrjar alla hljómleika sína á
þessu lagi. Kris Kristofferson
hefur sagt að hann ætli að nota
upphaf ljóðsins sem grafskrift
sína. Leonard Cohen hefur sagt
að sér muni sárna ef ekki verður
staðið við það.
Næst sagði hann að kæmi
gamalt lag sem einhverjir könn-
uðust kannski við, „Hey, That’s
No Way To Say Goodbye", af
fyrstu plötunni hans. Síðan tók
hann lag af nýju plötunni,
„Coming Back To You“. Þar
næst var röðin komin að laginu
„The Gypsy’s Wife“, en þetta lag
var einmitt tekið með miklum
tilþrifum 1 fyrrnefndum sjón-
varpsþætti. Á eftir því kom ann-
að nýtt lag, „Dance Me To The
End Of Love“, og urðu þá mikil
fagnaðarlæti og ákaft klappað
með, en þetta ásamt öðru nýju
lagi, „Hallelujah", af nýju plöt-
unni hafa náð töluverðum vin-
sældum, meira að segja heyrst á
báðum rásum útvarpsins í
Reykjavík, sem þó hampar Co-
hen ekkert um of. Lagið sem
kom á eftir því var „Diamonds
In The Mine“, en í kynningunni
á því lagi bað Cohen fólk að fara
ekki, það yrði aðeins stutt hlé
eftir lagið, síðan kæmu mörg lög
á eftir. í þessu lagi tóku gítar-
leikararnir mikil sóló til skiptis.
Eftir hlé kom Cohen einn
fram á sviðið, við mikinn fögn-
uð, fólk klappaði, blístraði og
hrópaði að það elskaði hann.
Hann vatt sér strax í lagið
„Avalanche", og síðan sagði
hann að næsta lag gerðist á hót-
eli í New York, þar sem hann
hefði hitt frábæra söngkonu,
eitt af ljósum aldarinnar, hún
hafi dáið stuttu seinna, en það
hafi þó líklega ekki verið vegna
þess að hún hitti hann, hún hafi
verið stórkostleg söngkona og
hafi heitið Janis Joplin og á eft-
ir fylgdi auðvitað „Chelsea Hot-
el 2“, en eins og fólk kannski
veit, syngur hann þar um stutt
ástarævintýri er þau áttu. Al-
gjör þögn ríkti á meðan á flutn-
ingi lagsins stóð. Á eftir fylgdi
„The Stranger Song“ og enn
hlustuðu áheyrendur með sömu
andaktinni.
Nú kom hljómsveitin aftur á
sviðið og var þá flutt lagið
„Story of Isaac", en þar notar
Cohen söguna þegar Guð sagði
Abraham að fórna syni sínum
til að sanna trú sína, sem dæmi
um þegar einni kynslóð er fórn-
að í þágu annarrar. í þessu lagi
tók annar gítarleikarinn helj-
armikið bottleneck-sóló. Nú var
komið að laginu „Famous Blue
Raincoat", um mann kokkálaðan
af vini sínum, og endar á orðun-
um: „sincerely L. Cohen". Fór
Anjami Thomas á kostum í lag-
inu. Enn á ný þakkaði hann
móttökurnar. Síðan sagði hann
að næsta lag væri nokkuð langt,
þannig að ef fólk hefði eitthvað
annað að gera, þá myndi hann
ekkert móðgast þó það gengi út
að sinna erindum sínum. Þetta
lag sameinaði margt af því sem
hann hafði verið að gera. Var þá
komið að laginu „The Night
Comes On“, sem ég skil sem Co-
hen sé að fjalla um ákveðin at-
vik úr lífi sínu. Það fór enginn
út. Lagið sem á eftir kom, kom
áheyrendum á óvart, enda engin
furða, því hér var á ferðinni
kántríslagarinn „Tennessee
Waltz“.
Næst í röðinni var lagið
„Hallelujah", sem minnst var á
hér að framan. Var það mjög
kraftmikill flutningur, en Cohen
hlífði röddinni dálítið í viðlag-
inu, en það kom ekki mikið að
sök, því hljómsveitin raddaði
stórkostlega. Og áheyrendur
líka. I lok lagsins tók Cohen af
sér gítarinn, þakkaði fyrir sig og
gekk af sviðinu á meðan hljóm-
sveitin lék síðustu tóna lagsins.
En fólkið var ekki á því að
sleppa honum strax, blístraði,
stappaði, hrópaði og klappaði.
Og Leonard Cohen gekk aftur
inn á sviðið. Ung kona hljóp upp
á sviðið og gaf honum risavax-
inn blómvönd og kyssti manninn
í bak og fyrir. Var beðið ákaft
um „So Long Marianne", en það
kom ekki, heldur lag með þeim
viðeigandi titli „I Tried So Hard
To Leave You“. Lagið var léttur
blús og söng hljómborðsleikar-
inn smákafla með miklum til-
þrifum og léku gítarleikararnir
báðir frábærlega. Þar á eftir
kom „The Sisters of Mercy",
með stórkostlegri röddun. Strax
á eftir kom „Memories" og í lok
þess lags gekk Cohen af sviðinu.
Áheyrendur stóðu klappandi
upp og hópuðust upp að sviðinu.
Cohen kom enn á ný og nú var
hið gamla góða „Suzanne" á
dagskrá. Þögnuðu þá áheyrend-
ur og hlustuðu allir sem einn. Á
eftir var öskrað ákaft: „We love
you, we love you“. Enn einu
sinni var hann farinn af sviðinu,
enn einu sinni var hann klapp-
aður upp. Var á ný beðið um „So
Long Marianne", en það kom
ekki, heldur var tekið „Bird on
the Wire“, lagið sem allt hófst á.
Voru áheyrendur í stórri breiðu
rétt framan við sviðið og sungu
með, rúmlega tvö þúsund manna
kór. Að laginu loknu þakkaði
Cohen enn einu sinni móttök-
urnar, bauð góða nótt og gekk af
sviðinu undir dynjandi lófataki.
Á heimleið
Á leiðinni á járnbrautarstöð-
ina hitti ég tvær stelpur og var
önnur þeirra sú er gefið hafði
Cohen blómin á hljómleikunum.
Voru þær hinar ánægðustu með
kvöldið og ræddum við aðeins
um hljómleikana. Ég sýndi þeim
dálítið sem Leonard Cohen hafði
skrifað á miða og gefið mér.
Öskruðu þær upp yfir sig, fálm-
uðu með höndunum og sögðust
jafnvel drepa mann til að kom-
ast yfir svona. Ég kvaddi þær í
flýti og hraðaði mér í lestina.
Að endingu
Ef þessi umfjöllun virkar sem
ein samfelld lofrulla, án nokk-
urrar gagnrýni, er aðeins ein
ástæða fyrir því: Þetta voru
stórkostlegir hljómleikar.
Haukur Holm
Áskoranir Landverndar:
Gegn byggingu
sumarbústaða
við Þingvallavatn
Með fólkvangi í Elliðaárdal
Stjórn Landverndar, Landgræðslu
og náUúruverndarsamtaka lslands,
hefur samþykkt ad skora á borgar-
stjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn
Kópavogs og Náttúruverndarráö, að
vinna skjótt aö stofnun fólkvangs í
Elliöaárdal í samræmi viö fyrri
ályktanir.
Þetta kom fram á fundi forráða-
manna samtakanna með frétta-
mönnum sl. miðvikudag og sagði
Þorleifur Einarsson, formaður
Landverndar, að það yrðu mikil
vonbrigði ef snúið yrði baki við
fyrri samþykktum um að gera
fólkvang í Elliðaárdalnum. „Það
er búið að vinna að þessu máli á
annan áratug og allir flokkar hafa
verið sammála um að láta það
verða að veruleika. En nú virðist
allt í einu eiga að snúa við blað-
inu,“ sagði Þorleifur.
Þá hefur stjórn Landverndar
hvatt hreppsnefnd Þingvalla-
hrepps og jarðanefnd Árnessýslu
til að endurskoða afstöðu sína til
bygginga sumarbústaða í landi
Mjóaness í Þingvallasveit og aft-
urkalla leyfi, sem veitt hafa verið.
Þá segir í ályktuninni: „Enn-
fremur er skorað á Þingvalla-
nefnd, Náttúrverndarráð og
Skipulag ríkisins, að leyfa ekki
byggingu sumarbústaða við Þing-
vallavatn fyrr en gengið hefur
verið frá heildarskipulagi svæðis-
ins.
Skorað er á ofangreinda aðila,
ásamt hlutaðeigandi hreppsnefnd-
um og sýslunefnd Árnessýslu, að
vinna saman að verndun og frið-
lýsingu landsins umhverfls Þing-
vallavatn."
Sótt um þrjú
prestaköll
FIMM prestaköll voru fyrir skömmu
auglýst laus til umsóknar og er um-
sóknarfresturinn nú runninn út.
Sr. Hörður Þ. Ásbjörnsson,
Reykjavík, sækir um Sauðlauks-
dalsprestakall í Barðastrand-
arprófastsdæmi, en þar hefur ver-
ið prestslaust um árabil. Um Stað-
arfellsprestakall í Þingeyjarpró-
fastsdæmi, þar sem sr. Jón A.
Baldvinsson prestur í London
þjónaði síðast, sækir séra Sigurð-
ur Árni Þórðarson prestur að Ás-
um í Skaftártungu og um ná-
grannakallið, Háls í Fnjóskadal,
þar sem séra Kristján Róbertsson
hefur þjónað síðustu árin, sækir
séra Hanna María Pétursdóttir,
Ásum í Skaftártungum.
Engar umsóknir bárust um
prestaköllin á Raufarhöfn og
Djúpavogi.
Fréu frá búkupætofu.)
Mósambík:
Arás á
búgarð
Mapulo, MÓHambfk, 8. mare. AP.
SEXTÁN óbreyttir borgarar féllu í
árás skæruliða í Mósambík á af-
skekktan ríkisbúgarö sl. mánudag.
Var frá þessu skýrt fyrst í dag í út-
varpinu í Mósambík.
Þetta er í annað sinn á tveimur
mánuðum sem skæruliðar sem
berjast gegn marxískum stjórn-
völdum í landinu ráðast á búgarð-
inn og nálæga sykurræktarstöð. í
fyrra sinnið voru skæruliðarnir
hraktir á brott af hermönnum
stjórnarinnar. Suður-Afríkustjórn
studdi áður skæruliðana en með
samningi milli hennar og stjórn-
arinnar í Mósambík var þeim
stuðningi hætt. Á móti kom, að
afríska þjóðarráðinu var úthýst í
J Mósambík.
ÞESSAR FALLECU
VARADEKKSHLÍFAR
FÁST HJÁ OKKUR
— þægilegar í notkun —
— veörast ekki —
— auðvelt aö hreinsa —
HEKLA HF
Laugavegt 170-172 Simi 21240
A
MITSUBISHI
LjlCWB J
50% verðlækkun
á loftsíum og
smursíum í
A L-300
bíla