Morgunblaðið - 10.03.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
37
„Félagsleg
afþreyingar-
stöð fyrir
vímulausa“
Á FUNDI sem haldinn var í Hótel
Hofí sl. miðvikudag voru gerð drög
að stofnun félags forcldra, aðstand-
cnda og áhugamanna, sem hafa það
markmið aö koma á laggirnar fé-
lagslegri afþreyingarstöð fyrir vímu-
laust fólk á öllum aldri. Þá sér í lagi
ungt fólk eða unglinga og mættu um
100 manns á fundinn.
Á fundinum kom fram, að þörf-
in á svona félagi væri mikil. Þá
kom einnig fram á fundinum að
svo kölluð 12-sporanefnd væri
nauðsynleg, en hún hjálpar og að-
stoðar ungt fólk sem hefur orðið
útundan í þjóðfélaginu og hjálpar
þeim á rétta braut. Einnig voru
rædd sjónarmið aðstandenda og
hvernig hugsanlegt væri að fá
unglinga til að koma í þetta félag
en vera ekki aðeins þiggjendur,
heldur og virkir þátttakendur í
uppbyggingu og starfi félagsins.
Að lokum var skipuð 11 manna
nefnd, sem vinnur að undirbún-
ingi félagsins og kannar ýmis mál.
Hún mun boða til stofnfundar
innan mánaðar og leggja fram
drög að lögum félagsins. Síðan
verður kosin stjórn félagsins.
Ýmsir aðilar hafa sýnt þessu fé-
lagi áhuga, þar á meðal félagar
innan SÁÁ og Æskulýðsfélags
Reykjavíkur og sátu félagar þeirra
fundinn.
Að undirbúningi stofnfundarins
standa 64 félagar.
(Úr rrétutilkynningu.)
160 tonn af
dilkafram-
pörtum til
Japan
BÚVÖRUDEILD Sambandsins hef-
ur gert samning um sölu á 160 tonn-
um af frystum dilkaframpörtum til
Japan. Er Vs hluti kjötsins þegar far-
inn með skipi áleiðis til Japan. Þetta
mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt
dilkakjöt er selt til Japan.
Magnús Friðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri búvörudeildarinn-
ar, sagði í samtali við Mbl. að sal-
an á frampörtunum til Japan
leysti ákveðinn vanda sem ávallt
væri við að etja í kjötsölunni,
vegna þess að frampartarnir sætu
yfirleitt eftir. Til dæmis hefðu
Svíar ekki keypt framparta. Einn-
ig seldust hryggir og læri betur
hér innanlands. Sagði hann að
verðið væri reyndar í lægra lagi,
840 dollarar tonnið, en það væri þó
viðunandi vegna þess að þetta
væri verðminni hluti dilksins.
Verðmeiri hluti dilkanna hefði
verið seldur til Svíþjóðar og yrði
að líta á það verð sem fengist fyrir
skrokkana í heild.
Japanska fyrirtækið sem keypti
dilkaframpartana kaupir mikið af
hvalkjöti af Hval hf. í Hvalfirði.
Fékk fyrirtækið einnig 3—4 tonn
af kældu úrbeinuðu hrossakjöti
með flugvél í tilraunaskyni fyrir
nokkru. Sagði Magnús að ekki
væri vitað hvernig hrossakjötið
hefði líkað og engar frekari pant-
anir borist.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Fjölmennur
fundur í
Félagsstofnun
Samtök kvenna á vinnu-
markaði efndu til fjöl-
menns baráttufundar í Fé-
lagsstofnun stúdenta á
föstudagskvöldið. Myndin
er tekin á fundinum.
Morgunblaðið/ RAX
t*£>ER'nreD§
spjallaðviðjarfsrne upplýsvngar.
peir veita þer tusieg miHiliðalaus
persónuIegÞÍón^>rn^ kaup.
innflutningur trygg'r Þer na9