Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
39
Tveggja ára hnáta kemur í sí-
fellu hlaupandi og rýfur blaða-
lesturinn. Hún er að sýna leik-
fangastafina sína: E, stafurinn
hennar Ellu! o.s.frv. Hún þekkir
nær alla stafina og það er leikur
að læra. Lesarinn lítur í hvert
sinn upp úr blaðagreininni í
sendibréfsformi til þjóðfélags-
ins. Þar er Anna Snorradóttir að
rifja upp hvernig hún lærði að
lesa: „Lesturinn lærði ég af eldri
bræðrum og sjálfri mér og las
bækur og tímarit af því að það
var gaman og enginn sagði mér
að gera það. Reikning kenndi
mamma mér með eldhússtörfun-
um og sama er að segja um
skriftina svo að ekki sé minnst á
öll kvæðin, sem ég var látin fara
með í eldhúsinu. Orði til orðs var
þessu skilað án þess að skilja
mikið, en það gerði ekkert til.
Síðar kom skilningurinn og þá
var þetta allt tiltækt.“ Blaðið og
barnið runnu saman í einn
punkt, sem gáraði hringjum.
Fyrsta viðbragð nokkuð
snöggt: Almáttugur, þegar þetta
barn kemst á skólaaldur, má það
ekki kunna nema 10 stafi á
fyrsta skólaári! Og ekki hina
stafina fyrr en eftir 7 ára bekk!
Og ekki reikna tölur sem fara
upp fyrir fimm! Það fer fyrir því
eins og syni kunningjakonunnar.
Mamman spurði hann hvað
væru fjórum sinnum fimm. Þau
gera slíkt stundum að leik. En
nú sagði hann: Ég veit það ekki!
— Víst veistu það, hélt hún
áfram og fékk snöggt svar. —
Nei, nú má ég ekki vita það! En
hugurinn vildi ekki staðnæmast
þar. Upprifjun Önnu leiddi hug-
ann aftur til eigin barnaskóla-
kennara, hennar Steinunnar
Bjartmars í Austurbæjarskólan-
um, sem fannst við eiga eftir að
læra svo fjarska mikið í lífinu að
nýtilegum tíma mætti ekki
glutra niður. Tók að kenna okkur
í 11 ára bekk á eigin spýtur
„Lasse er en dreng" og „Lise er
en pige“ svo að við gætum með
sjálfsnámi á Knold og Tot og
Gissuri Gullrassi í dönsku blöð-
unum lært dönsku meðan við
hefðum áhuga. Og hún tók sig til
og benti foreldrum mínum á að
ég væri fædd snemma í árinu og
hún vildi færa mig um jól úr 12
ára bekknum yfir í 13 ára bekk-
inn sinn, svo að telpan missti
ekki heilan vetur úr að óþörfu,
en sá námstími gæti komið í
góðar þarfir síðar. Allt þetta
magn af fróðleik biði úti í lífinu.
Hún lét sér engu síður annt um
að tíminn færi ekki til spillis hjá
þeim sem gátu farið hraðar en
að barn fengi ekki verkefni sem
það réð ekki við. Þetta var góður
kennari, að mér finnst. Og mörg-
um kom hún til manns.
Nokkrir áratugir eru síðan
hinn vísi líbanski spámaður
Kahlil Gibran svaraði kennara
nokkrum sem bað hann um að
tala við sig um fræðslu, með orð-
unum: „Enginn getur birt ykkur
nein sannindi önnur en þau, sem
byltast í svefnrofum í ykkur
sjálfum á morgni skilningsins."
Nokkuð gott hjá karli? Enda við-
urkenndur spekingur á heims-
vísu. Missist ekki líka æði mikið
magn af þessu „tiltæka", sem
hún Anna talar um að hún hafi
verið búin að heyja sér þegar
skilningurinn kom síðar, ef hald-
ið er aftur af svo mörgum börn-
um á morgni skilnings meðan
þau bíða eftir því seinfærasta,
eftir að þau sjálf eru tilbúin að
með taka? Er það ekki dulítið
dapurlegt að svo margir skuli
meðan þeir bíða missa af öllum
þeim bókum sem maður lagðist í
um leið og maður var orðinn læs,
meðan enginn skammtaði hvað
lítil börn mættu læra á hverju
ári. Sjálfsagt er hárrétt að það
ruglar kerfinu ef allir bíða ekki
eftir þeim seinfærustu, en er það
ekki dálítið mikið af sóuðum
tíma hjá æði mörgum börnum
þegar þeirra bíður svo miklu
meira magn af fróðleik og
skemmtan á bókum en þau kom-
ast yfir á ævinni úti í lífinu?
Fróðlegt að vita hvað foreldrun-
um finnst? Nú, þegar á að fara
að leggja meiri áherslu á sam-
vinnu skóla og heimila, er þá
ekki þarna verðugt verkefni um
að fjalla og skiptast á skoðunum
um.
Franskir foreldrar og almenn-
ingur í Frakklandi hafa að und-
anförnu mjög komið til varnar
sjálfstæði einstakra skóla og
möguleikum þeirra til að bjóða
upp á fjölbreyttari kennslu, þótt
þeir verði styrktir af ríkinu og
gæðaeftirlit fari fram. Tilefnið
lagabálkur til að staðla og setja
alla kennslu í nákvæmlega sama
mótið. Ekki eru Frakkar aldeilis
á því að börnin þeirra séu eins
fremur en þeir sjálfir og henti
alveg hið sama. Og einn góðan
veðurdag marseruðu 3 milljónir
manna í mótmælagöngu á götum
Parísar. Annað eins hafði ekki
þar sést, enda streymdi fólk að
utan af landsbyggðinni. For-
ustumenn stjórnarandstöðu, eðli
slíkra samkvæmir, fundu auðvit-
að strauminn og stilltu sér líka
undir fánana. Þetta var mikil
fylking! Og refurinn Mitterrand,
sem í fyrstu forsetaræðu sinni
hafði lýst því sem helsta máli
sinnar stjórnartíðar að koma
öllum skólum undir staðlaða
miðstýringu, upphóf refskákina
miklu, sem menn kenndu við
fléttur Machiavellis eða at-
burðarásina hjá Shakespeare.
Fréttatímarnir og fréttaskyr-
ingarnar í útvarpinu urðu eins
og spennandi reyfari, þar sem
lögfræðingar, stjórnmálamenn
og aðrir spekingar útskýrðu
lagaflækjur og blæbrigði. Gamla
pólitíska refnum tókst að snúa
athyglinni yfir á lagaflækjur
vegna frumvarps um allsherjar-
atkvæðagreiðslu, Þ.e. „referend-
um súr le referendum". Þ.e.a.s.
hvort ætti að verða allsherjar-
atkvæðagreiðsla um það hvort
heimila eigi allsherjaratkvæða-
greiðslur, sem þá mætti eftir at-
kvæðagreiðslurnar hugsanlega
nota á skólafrumvarpið. Ruglaði
ekki aðeins sina eigin fjölmiðla
heldur líka alla aðra, þar með þá
íslensku, sem héldu að verið væri
að tala um atkvæðagreiðslu um
skólafrumvarpið. Þegar enginn
vissi lengur um hvað var deilt,
fórnaði hann forsætisráðherran-
um sínum, Pierre Mauroy, og
með honum m.a. sínum aðalridd-
ara Savary kennslumálaráð-
herra, sem hafði staðið í ströngu
við að koma í gegn skólafrum-
varpi forsetans — án þess að
lata hann vita og eftir að hafa
beðið hann að segja ekki af sér
vegna þess að það væri slæmt
fyrir stjórnina. Lét nýja ráð-
herrann Jean Pierre Chevenem-
ant vippa sér í bakgír. Skipti
bara um allt ráðherragengið og
tók enga ábyrgð á sínu skóla-
frumvarpi. Beindi athyglinni að
öðru brýnu máli, tæknivæðing-
unni til að bjarga efnahag og at-
vinnu. Og viti menn, Frakkar
sögðu gjarnan í gælutóni: Góði
gamli refurinn! Alltaf er hann
snjall! Botnaði margur lltt í
hvað hafði gerst. Fyrir einn út-
lendan áhorfanda að leiknum
var þetta skemmtileg uppákoma.
Ekki síst fyrir þann sem líka
hafði fyrir tilviljun verið í Frans
þegar Mitterrand stokkaði síðast
upp sína stjórn. Hitti þá Lang
ráðherra sem ekki vissi þá
stundina hvort hann var enn
ráðherra í stjórn hans. En þetta
var lykkja á leið.
Vindum okkur aftur í skólana.
I tilefni norrænnar samvinnu
sem efst er á baugi rifjast upp á
dönsku grúkkan hans Piets Hein
„Man lærer for livet“:
Man lærte jo geografi engang.
Men det blev man ikke fed a’.
Jeg husker endnu
som en efterklang
at Sydpolen vender neda’.
Minning:
Gróa Dagmar
Gunnarsdóttir
Fædd 22. febrúar 1912
Dáin 28. febrúar 1985
Á morgun verður amma mín,
Gróa Dagmar Gunnarsdóttir,
jarðsungin. Um miðbik síðasta árs
varð ljóst að hún átti við erfiðan
sjúkdóm að stríða. Á tímabili var
unnt að ætla að læknum hefði tek-
ist að komast fyrir meinið, en því
miður reyndist það illviðráðanlegt
og eftir erfiða baráttu lést Gróa
fyrir skömmu.
Hún fæddist á Bergstaðastræti
21 í Reykjavík, 22. febrúar 1912, og
var skírð í höfuðið á móðurömmu
sinni Rögnvaldsdóttur. Foreldrar
hennar voru Gunnar Jónsson og
Valdimaría Helga Jónsdóttir. Bú-
skapur þeirra var ávallt í Reykja-
vík, þótt ekki væru þau reykvísk
að uppruna. Gunnar (foreldrar:
Jón Guðmundsson bóndi á Uxa-
hrygg og Margrét Einarsdóttir frá
Akurey í V-Landeyjum) fæddist á
Uxahrygg á Rangárvöllum 29. júlí
1872 og dó fyrir aldur fram í
Reykjavík, 8. júlí 1921. Valdimaría
Helga (foreldrar: Jón Jónsson frá
Skrautási í Árnessýslu og Gróa
Rögnvaldsdóttir frá Reykjadal í
Árnessýslu) fæddist í Litla-Gerði í
Grindavík 3. mars 1882 og andað-
ist í Reykjavík 13. desember 1963.
Gunnari og Valdimaríu Helgu
varð sex barna auðið. Komust
fjögur þeirra til fullorðinsára.
Amma mín var ekki einvörð-
ungu borinn og barnfæddur Reyk-
víkingur, heldur bjó hún í höfuð-
borginni alla sína tíð. Ef talið er
frá Gróu Rögnvaldsdóttur, var
amma þriðji ættliðurinn með bú-
setu í Reykjavík og nú er svo mál-
um komið, að finna má 6 ættliði
frá Gróu Rögnvaldsdóttur, sem
hafa haft búsetu hér í borg. Ég
hafði ávallt meir og meir á tilfinn-
ingunni eftir því sem ég eltist og
kynntist ömmu betur, að hún væri
mjög meðvituð um Reykjavík og
umhverfi hennar. Hún virtist
fylgjast vel með því, sem kom
fram í fjölmiðlum um málefni
Reykjavíkurborgar, hvers eðlis
sem þau voru, og hafði gjarnan
afdráttarlausar skoðanir á ólíkum
málefnum. Einnig má til sanns
vegar færa að hún hafi verið stolt
af því að vera Reykvíkingur. Sú
kynslóð, sem nú er að komast til
vits og ára á ef til vill erfitt með
að skilja viðhorf af þessu tagi. En
þó er þetta skiljanlegt ef grannt er
skoðað. Hafa ber í huga að amma
telst til þess hóps manna, sem á
mörgum tugum ára varð vitni að
því, að Reykjavík breyttist úr smá
þéttbýliskjarna í stórborg. Og að
upplifa alla þá grósku, sem orðið
hefur á fjölmörgum sviðum og alla
þá merku viðburði, sem átt hafa
sér stað á þessu tímabili, var
ömmu án efa nægilegur hvati til
að bera slíkar tilfinningar í
brjósti. Hér voru hennar rætur.
Þess háttar reynslu kynnist
maður vissulega að mjög tak-
mörkuðu leyti við lestur sögubóka.
Aðeins það að upplifa slíkt gerir
manni nægilega kleift að skilja
hvað hér um ræðir. Þó fannst mér
ég stundum nálgast þessa hlið
ömmu, er við spjölluðum um liðna
tíma á heimili hennar á Lang-
holtsveginum.
8. október 1932 var stór dagur í
lífi ömmu. Þá giftist hún Hannesi
H. Agnarssyni, eftirlifandi manni
sínum. Hann fæddist á Fremsta-
gili í Langadal í Austur-Húna-
vatnssýslu, 1. nóvember 1910. For-
eldrar hans voru Agnar Bragi
Guðmundsson (f. á Refsteinsstöð-
um í Víðidal í Vestur-Húnavatns-
sýslu 10. október 1875, d. í Reykja-
vík 2. desember 1953) og Guðrún
Sigurðardóttir (f. á Höskuldsstöð-
um á Skagaströnd 18. maí 1878, d.
í Reykjavík 23. febrúar 1947).
Ungt fólk var ekki öfundsvert af
því að hefja búskap á þessum
tíma. Kreppan í hámarki og hart í
ári. En betri tíð kom með blóm í
haga og seinna breyttust lífskjör
fólks stórlega til hins betra vegna
hernámsins, eins og alþjóð er
kunnugt og fólk gat leyft sér að
segja „blessað stríðið". I stríðslok
réðust afi og amma í að reisa stórt
og myndarlegt hús á Langholts-
vegi 81. Þar bjuggu þau lengst af í
hjónabandi sínu, eða i röskan ald-
arfjórðung. Við barnabörnin eig-
um okkar bestu minningar um
ömmu og afa úr þessu húsi og
garðinum umhverfis það. Verður
nánar vikið að því síðar.
Hannes og Gróa eignuðust fjög-
ur börn: Gunnar Valdimar, f. 22.
apríl 1933, prentari og verslunar-
stjóri. Maki er Sigurjóna Símon-
ardóttir og eru börn þeirra fimm
talsins; Edda Hrönn, f. 4. maí
1937, húsmóðir. Maki er Garðar
Sölvason og eru börn þeirra fimm
að tölu; Guðrún, f. 24. janúar 1948,
bankastarfsmaður. Maki er Hrafn
Sigurðsson og eiga þau 2 börn;
Agnar, f. 30. júlí 1954, bifvélavirki
og starfsmaður SÁÁ. Maki er
Anna Helgadóttir og eiga þau 2
börn.
Ég minnist ömmu minnar sem
einstaklega hlýrrar og skemmti-
legrar manneskju. Hún var væg-
ast sagt dásamleg heim að sækja.
Amma hefur verið mér og systkin-
um minu svolítið sérstök, því að
móðuramma okkar andaðist löngu
fyrir fæðingu okkar. Þess vegna
hefur það verið okkur ómetanlegt
hvað Gróa amma var okkur góð.
Reyndar má segja hið sama um
Hannes afa. Móðurafi okkar and-
aðist fyrir aldur fram án þess að
við gætum notið hans eins og við
hefðum viljað, en það á aðallega
við um okkur yngstu systkinin.
Á Langholtsvegi 81 var oft
margt um manninn og glatt á
hjalla. Þá naut amma sín og er
ekki ofsögum sagt að hún hafi
virkilega verið húsmóðir eins og
þær voru og hétu hér á árum áður.
Heimili hennar var alltaf tand-
urhreint og hún hafði sérstaklega
gaman af því að eiga fallega hluti
er prýddu heimilið. Er gestkvæmt
var voru borð hlaðin kræsingum.
Amma elskaði það að ættingjarnir
kæmu saman og gerðu sér daga-
mun og lék þá á als oddi. Annars
var hún hlédræg kona og lítið
fyrir að hafa sig í frammi. Hún
var á stundum kröfuhörð, en
kunni vel að meta það sem vel var
gert. Nefna má dæmi í því sam-
bandi. Bróðursonur hennar, Guð-
mundur S. Jónsson, fór reglulega í
heimsókn til ömmu sinnar, Valdi-
maríu Helgu, og átti góðar stundir
með henni, en gamla konan var oft
ein og var henni þetta því kær-
komið. Slík umhyggja þótti Gróu
ömmu mjög virðingarverð.
Þegar ég hef ekið eftir Lang-
holtsveginum hef ég staðið sjálfan
mig að því að stöðva bílinn við hús
nr. 81. Minningarnar hafa ósjálf-
rátt komið upp i hugann. Það er í
raun makalaust hvað eitt svona
hús og það sem gerðist innan þess
og utan hefur varðað líf margra.
sem tengjast Hannesi og Gróu.
Hér er um að ræða ættingja og
vini, börn barnabörn og tengda-
fólk. Garðurinn umhverfis húsið
bauð ávallt af sér mikinn þokka;
iðjagrænt gras, fögur blóm, tígu-
leg tré. Þar lékum við krakkarnir
saman og ærsluðumst í glampandi
sól og blæjalogni. Aldrei gleymi ég
því er ég fékk að gista hjá ömmu
og afa í nokkra daga, smápatti. Þá
fannst mér ég vera í paradís. Ekk-
ert skyggði á tilveruna, ekki einu
sinni þegar ég datt á bossann á
leiðinni niður stigann og missti
koppinn minn. Amma klappaði
mér á kollinn og spurði hvort ég
hefði meitt mig. Ekkert amaði að
mér og hún hló bara að öllu sam-
an. Húsnæðið á Langholtsveginum
varð á endanum of stórt fyrir afa
og ömmu og fluttu þau í Álfheima
72 fyrir rúmum áratug.
Nú þegar Gróa Dagmar Gunn-
arsdóttir er gengin á fund feðra
sinna stendur eftir í hugum ætt-
ingja og aðstandenda minning um
yndislega konu. Einhvers staðar
stendur, að sælla sé að gefa en
þiggja. Það finnst mér eiga vel við
um ömmu. Hún geislaði af gleði og
kærleika og var umhugað um að
allir væru ánægðir og enginn liði
skort. Hún veitti öllu sínu fólki
fyllingu í drungalegu skammdeg-
inu. Enda kom í ljós þegar hún var
orðin veik, hve mikils virði hún
var sínu fólki. Hefur það vonandi
yljað henni um hjartarætur hve
mikla athygli og umhyggju hún
hlaut. Enginn reyndist henni þó
betur en afi og má segja að hann
hafi verið með annan fótinn í
sjúkrastofu hennar. Elsku afi á
um sárt að binda og er missir hans
mikill. En öll él birtir upp um síðir
og einhvern tímann sameinast
Gróa og Hannes á ný og verður þá
mikið um dýrðir. Megi góður guð
blessa minningu heilsteyptrar
konu, sem var fólki sínu ómetan-
leg, og veita afa styrk og stoð.
Ragnar Gunnarsson