Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 44

Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 44
Norðurlandaráð: 44 MORCUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Sendum ekki skatteítirlitinu svona boðskort Þegar skatteftirlitsmenn fara yfir framtalsgögn 'c5'-' ' W y fyrirtækja með aðstoð nýjustu tölvutækni fá þeir / stundum upp í hendurnar það sem þeir kalla „Boðskort‘ - þ.e. gloppur í framtali eða bókhaldi sem þrautþjálfaðir / eftirlitsmenn sjá að eru tilraunir til skattsvika. í framhaldi af þessu fer fram nákvæm rannsókn á öllum fjárreiðum fyrirtækisins. Stöndum saman um heiðarleg framtöl öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis, og í því formi sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té, t.d. bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Annir í Skyggni ANNASAMT hefur verið hjá starfs- mönnum Skyggnis að undanförnu vegna fréttaútsendinga norrænna blaðamanna. Á miðvikudag voru sendar út 4 fréttaútsendingar til Norðurlanda um gervihnött og fjöll- uðu allar um ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, um jafnaðarmenn á Norð- arlöndum. Á mánudag voru þrjár út- sendingar, hver 10 mínútna löng, sendar til Norðurlanda, tvær á þriðjudag en aðeins ein í gær. Að sögn Jóns Þórodds Jónsson- »r, yfirmanns Skyggnis, eru 'réttaútsendingar og móttaka rétta óverulegur hluti notkunar >kyggnis. Starfið er að langmestu ólgið i afgreiðslu simtala til og 'rá landinu um gervihnetti. gnæfellsnes: Mesta sjávarflóð síðan 1925 Hellnum, 8. mnrs. MIKLAR skemmdir urðu á hafnar- mannvirkjum hér á Hellnum og á Arnarstapa í fárviðrinu og brhninu sem gekk yfir í nótt. Annað eins sjávarflóð hefur ekki komið hér síð- an árið 1925. Hér á Hellnum fór 45 metra langur skjólgarður af elsta hluta bryggjunnar, sem liggur frá landi fram á sker, og platan af bryggj- unni fór af helmingi þess hluta. Elsti hluti bryggjunnar var fylltur upp með hnullungsgrjóti og hefur brimið grafið þá fyllingu úr. Bryggjuveggurinn að vestanverðu stendur þó enn. Bátar sem voru efst í fjörunni, upp undir gras- brekkunum, sluppu óskemmdir en flóðið gekk alveg upp að þeim og sá neðsti fór á flot. Skúr, með tölvuvigt, sem var á bryggjunni á Arnarstapa fór á hliðina og töluverður hluti af grjótgarði, sem verið hefur í bygg- ingu síðan í sumar, fór í briminu. Er þetta eitt mesta sjávarflóð sem hér hefur komið í manna minnum og það mesta í 60 ár eða frá árinu 1925. Fréttaritari Búið að skipa tekjuskipt- ingarnefnd Tekjuskiptingarnefnd sem ætlað er að kanna tekjuskiptingu og breyt- ingu á henni í þjóðfélaginu síðastlið- in 10 til 15 ár, hefur verið skipuð af Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra, samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna frá því fyrr 1 vet- ur. Nefndina skipa þeir Hallgrímur Snorrason, hagfræðingur er for- maður, Bolli Bollason frá Þjóð- hagsstofnun, Björn Björnsson, viðskiptafræðingur og Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur. Mun nefndin hefja störf sín alveg á næstunni. Meiningin er að ráðgjafarnefnd skipuð hinum lögbundnu samráðs- aðilum starfi með tekjuskipt- ingarnefndinni og verði henni inn- an handar. Lögbundnu samráðs- aðilarnir hafa enn ekki tilnefnt sína fulltrúa i þá nefnd, en auk þeirra verður einn fulltrúi frá hverjum þingflokki í nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.