Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
57
Tónlistarhátíð ungra
einleikara á Norður-
löndum í Helsinki
TÓNLISTARHÁTÍÐ ungra einleik
ara á Norðurlöndum (Biennalen
„Unge Nordiske Solister“) verður
haldin í Helsinki 7.—14. nóvember
1986. I>etta er 4. hátíðin af þessu
tagi en áður hefur hún verið haldin í
Raupmannahöfn 1980, Stokkhólmi
1982 og Ósló 1984. Hátíðin er haldin
á vegum Tónlistarháskólaráðs Norö-
urlanda en fulltrúi íslands í ráðinu
er Jón Nordal skólastjóri.
Markmiðið með hátíðinni er að
gefa ungum einleikurum, ein-
söngvurum og samleiksflokkum
tækifæri til að koma fram á ein-
leikstónleikum og með bestu
Þorsteinn Gauti Sigurðsson
Dagskrá um barna-
bókmenntir:
„Bókin
opnar alla
heima“
DAGANA 11.—29. mars 1985 verður
dagskrá í Kennslumiðstöð Náms-
gagnastofnunar að Laugavegi 166
sem ber heitið Bókin opnar alla
heima. Markmið hennar er að vekja
athygli á mikilvegi þess að börn eigi
aðgang að vönduðu freðandi lestrar-
efni.
Haldin verður sýning á bókum
sem út hafa komið á undanförnum
árum og henta til notkunar í skól-
um sem heimildar- og uppflettirit.
Áhersla verður einkum lögð á að
sýna bækur sem sérstaklega hafa
verið skrifaðar handa börnum eða
höfða til þeirra.
Þá verður efnt til fyrirlestra og
námskeiða um útgáfu fræðandi
efnis hér á landi um heimildar-
vinnu í skólum og um það hvernig
góðar fræðibækur handa börnum
eigi að vera.
Föstudaginn 22. mars verður
haldin ráðstefna um efnið: Hvern-
ig er unnt að efla útgáfu á fræð-
andi efni fyrir börn? Ráðstefnan
er öllum opin en er þó einkum ætl-
uð bókaútgefendum, höfundum,
kennurum og skólasafnvörðum.
Að dagskrá þessari standa auk
Námsgagnastofnunar skólaþróun-
ardeild menntamálaráðuneytisins,
bókafulltrúi ríkisins, Bókasafn
Kennaraháskóla íslands, Skóla-
safnamiðstöð skólaskrifstofu
Reykjavíkur, dósent í bókasafns-
fræðum við Háskóla íslands,
Skólavarðan, Félag skóla-
safnvarða og Hagþenkir.
í tilefni af dagskránni mun
Námsgagnastofnun efna til sam-
keppni um ritun bóka fyrir börn
um ýmis fræðandi efni, einkum ís-
landssögu og náttúru landsins.
Dagskráin Bókin opnar alla
heima verður opnuð mánudaginn
11. mars kl. 16.00. Þá flytur Ingi-
björg Sverrisdóttir skólasafn-
vörður erindi um útgáfu fræðandi
efnis handa börnum hér á landi,
þróun hennar, stöðu og horfur.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
hljómsveitum. Þeir eru kynntir
fyrir aðilum, sem skipuleggja
tónleikahald og koma fram í fjöl-
miðlum.
Samnorræn nefnd sem Þorgerð-
ur Ingólfsdóttir kórstjóri er full-
trúi Islands í velur endanlega úr
umsóknum, en forval fer áður
fram í hverju landi fyrir sig.
Þátttakendur mega ekki vera yfir
þrítugt (söngvarar 35 ára).
Fulltrúar íslands á fyrri hátíð-
um voru Einar Jóhnnesson klar-
inettuleikari og Manuela Wiesler
flautuleikari í Kaupmannahöfn
1980, Sigríður Vilhjálmsdóttir
Manuela Wiesler
óbóleikari í Stokkhólmi 1982 og nú
síðast Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari í Osló í haust.
Umsóknareyðublöð verða af-
hent og allar nánari upplýsingar
gefnar í Tónlistarskólanum í
Einar Jóhannesson
Reykjavík. Umsóknarfrestur er til
1. júní 1985.
Dómnefndina, sem annast for-
valið hér á landi skipa: Hjálmar
Ragnarsson tónskáld, Halldór
Haraldsson píanóleikari og Þor-
Sigríður Vilhjálmsdóttir
gerður Ingólfsdóttir kórstjóri.
Fulltrúar íslands á fyrri hátíð-
um hafa verið f.v. Einar Jóhann-
esson, Manuela Wiesler, Sigríður
Vilhjálmsdóttir og Þorsteinn
Gauti Sigurðsson.
TERŒl
Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi
stationvagn sem sannar aö fjórhjóladrifnir
bílar geta verið þægilegir.
Hvort heldur á hann er litið eða í honum ekið er hann ekki'
eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir
sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör-
uggur svo sem við er að búastfrá Toyota.
Þægindi fólksbifreiðarinnar,
seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum
sameinast í Tercel station. Harðger
1,5 lítra bensínvél sinnir af sama öryggi 2 og 4 hjóla drifunum.
Nybýlavegi8 200 Kópavogi S. 91-44144
(FrétUtilkynning.)
essemm