Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 60

Morgunblaðið - 10.03.1985, Page 60
60 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 ( REKSTRARAFKOMA A-HLUTA RiKISSJOÐS NETTÓSKULD A-HLUTA RiKISSJÓOS VIO SEOLABANKANN I LOK HVERS ARS Heimitd: Seðiabanki Island* A moö»lv8rðl8gi hvera érs, sem hlutfall af VÞF 4,0 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 til sín Styrkari staða ríkissjóðs: tekur minna — Meginmál að byggja upp grundvöll nýrra framfara l*egar þjódartekjur rýrna þriðja árið í röð, eins og nú hefur gerzt, er eðlilegt að þær kröfur fái byr í segl að ríkisbúskapurinn dragi saman segl í útgjöldum, til að axla sinn hluta af vandanum. I»etta hefur gengið eftir. Ríkisskattar hafa lækkað sem hlutfall að þjóðartekjum, þrátt fyrir rýrnun þeirra. Engu að síður skánaði staða ríkissjóðs verulega 1984 vegna hagræð- ingar og aðhalds í rfkisbúskapnum. I'ingbréf fjallar lítillega um þetta efni í dag. Kíkisbúskapurinn Þegar vinstri stjórnir ríkja í landinu vaxa ríkisútgjöld og skattheimta jafnt og þétt. Þetta er eins konar „náttúrulögmál“. Stækkandi hlutur ríkisbúskapar- ins í þjóðartekjum, hvort heldur sem tekinn er með tekju- eða eyðslusköttum, rýrir aö sjálfsögðu þær eftirstöðvar, sem koma til frjálsrar ráðstöfunar almennings og atvinnuvega, þ.e. fólks og fyrir- tækja. Að því verður síðar vikið. Hitt skiptir ekki minna máli fyrir allan almenning hvern veg er með skattféð farið; að hagræðing og aðhald ráði ferð í ríkisbú- skapnum. Það er að sjálfsögðu vilji skattgreiðenda, sem borga brúsan, að fá sem mest fyrir sem minnst, þ.e. að beztu kosta sé gætt í ríkisbúskapnum. Fjölmörg dæmi sýna, að hægt er að tryggja sömu þjónustu, jafnvel betri þjónustu, fyrir minni fjár- muni ef rétt er að málum staðið, samanber uppstokkun í rekstri ýmissa opinberra stofnana. Þetta gildir ekkert síður um fram- kvæmdir en þjónustu, samanber vaxandi verkútboð, sem hafa spar- að skattborgurum stórfé. Fjár- festingarmistök, eins og t.d. Kröfluvirkjun, geta hinsvegar bitnað þungt á þeim. Raunar er erlend skuldasöfnun og fjárfest- ingarmistök, sem taka drjúgan hluta þjóðartekna „fram hjá skiptum", ein af meginorsökum lágra launa á íslandi, með og ásamt pólitískum vanrækslusynd- um við uppbyggingu verðmæta- sköpunar í landinu. Afkoma ríkis- sjóðs 1984 Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, gerði fjölmiðlum nýlega grein fyrir stórbættri stöðu ríkis- sjóðs í árslok sl. árs, miðað við árið á undan, síðasta fjárlagaár Ragnars Arnalds, fjármálaráð- herra Alþýðubandalagsins. Meðal þess sem fram kom hjá honum má nefna: • Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs 1984 var 1.386 m.kr. betri en 1983. Greiðsluafkoman 1984 var jákvæð um 639 m.kr. en neikvæð 1983 um 747 m.kr. • Tekjur umfram gjöld á greiðslugrunni námu 783 m.kr. Arið áður vóru gjöld umfram tekj- ur hinsvegar 1.163 m.kr. Rekstrar- afkoma A-hluta ríkissjóðs á greiðslugrunni hafði því batnað um 1.946 m.kr. • Ríkissjóður bætti stöðu sína á lána- og viðskiptareikningi um 560 m.kr. 1984. • Heildarskuldir A-hluta ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka íslands námu í ársbyrjun 1984 1.435 m.kr. en í árslok 1.182 m.kr. Skuldirnar lækkuðu um 253 m.kr. á árinu. • Rekstarafkoma A-hluta ríkis- sjóðs, sem hlutfall af gjöldum í árslok 1984, var jákvæð um 3,9% og hefur ekki verið hagstæðari allt frá árinu 1977. Á þessu tímabili var rekstrarafkoman raunar að- eins tvisvar jákvæð, þ.e. um 1,5% 1981 og 2,6% 1982. • Nettólántökur A-hluta ríkis- sjóðs lækkuðu um 117 m.kr. frá árinu áður. Lántökuheimildir A-hluta ríkissjóðs að fjárhæð 900 m.kr. vóru ekki nýttar. Hér er stiklað á stóru. Sýnt er þó að staða ríkissjóðs hefur batn- að verulega á næstliðnu ári, þrátt fyrir rýrðar þjóðartekjur og lækk- aða skatta sem hlutfall af þjóðar- tekjum. Vinstri skattar og síðari breytingar Vinstri stjórn A-flokkanna beggja og Framsóknarflokks hóf feril sinn 1978 með því að leggja á afturvirka skatta, sem frægt varð enda einsdæmi. Álagningu tekju- og eignaskatta var lokið en ríkis- stjórnin ákvað með bráðabrigða- lögum að bæta 50% viðauka á tekju- og eignaskatta einstaklinga með meiru. Þessi skattauki varð síðan viðvarandi næstu árin. Með- al nýrra skatta, sem til komu á vinstristjórnarárum 1978—1983, má nefna: 1) gjald á ferðalög til útlanda, 2) skatthækkun á benzíni umfram verðlagshækkanir, 3) að- lögunargjald, 4) 2% hækkun sölu- skatts, 5) 6% hækkun vörugjalds, 6) hækkun verðjöfnunargjalds á raforku um 6%, 7) orkujöfnun- argjald; auk framangreindrar hækkunar tekju- og eignaskatta og sérstaks aukaskatts á verzlun- ar- og skrifstofuhúsnæði. Nokkuð hefur verið höggvið af vinstriskatta-skóginum, þó þar standi enn mörg tré, og stefnt er að afnámi tekjuskatts á venju- legar tekur í áföngum; 600 mkr. lækkun kemur til framkvæmda 1985. Um þetta efni sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, í fjárlagaræðu: „Um árangur af þeirri viðleitni að draga úr ríkisumsvifum er það að segja, að á árinu 1983 var hlut- ur ríkisins í þjóðarframleiðslunni 30,7%. í ár er gert ráð fyrir að hlutfall ríkisins nemi 29,4% og samkvæmt fjárlögum ríkisins 1985 mun hlutur ríkisins lækka enn í 29,3%. f fjárhæðum talið er hér um að ræða um 1,3 milljarða króna, sem ríkið tekur minna til sín í ár en á árinu 1983 þrátt fyrir að þjóðarframleiðsla dragizt sam- an milli áranna." Þegar þess er gætt, hve ríkið tekur minna til sín af þjóðartekj- Hveragerði Til sölu bifreiðaverkstædi í fullum rekstri. Uppl. í síma 99-4525 og 99-4535. NÝTT — NÝTT HÁRHÖLL S.H.S. og SNYRTISTOFA ÖNNU BERGMAN Sími 14447 Sími 22353 Laugavegur 82, inngangur frá Barónsstíg, 2. hæö. Nýjustu línur frá London og Kaupmannahöfn. HEIMSINS MESIA ÚFMAL AF ZOOM UÓSRÍTUNARÆLUM Veitum alla þjónustu fyrir nýjar og eldri gerðir MINOLTA véla. Höfum tekið að okkur umboð fyrir MINOLTA Ijósritunarvélar. ZOOM LJÓSRITUNARVÉLAR - HREiN TÖFRATÆKI mmWMUM KJARAIM HF ármlila22 reykjavík sími83022 MINOLTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.