Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
63
(y\\c
í Listmunahúsinu
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Ekki verður annað sagt en að
Magnús Kjartansson myndlistar-
maður sé iðinn við kolann. Hann
hefur haldið þrjár einkasýn-
ingar á jafn mörgum árum og
alltaf komið fram með ný verk
og sýnt á sér ðlíkar hliðar.
Að vísu hefur hann stuðst við
svipaða tækni hin síðari ár og
hér notar hann ljósnæman papp-
ír og nær fram á hann ýmsum
táknum úr hlutveruleikanum
með tækni frá fyrstu árum ljós-
myndarinnar, — þarnæst málar
hann með vatns- þekju og akrýl-
litum svo sem andinn býður hon-
um hverju sinni. Pappírinn límir
hann á léreft og festir á blind-
ramma. Þetta hefur verið iðkað í
listheiminum allt frá því að
popp-listin var í mestum blóma
og í hinni margvíslegustu mynd,
því að tæknin gefur óteljandi
möguleika til tjáningar, en ég
held að Magnús hafi verið fyrst-
ur til að hagnýta sér tæknina
hé'rlendis.
Sýning Magnúsar í Listmuna-
húsinu er um ýmislegt ólík þeirri
er hann hélt þar síðast en þó
blasa við manni í myndunum
kunnugleg tákn, sem Magnús
hefur verið iðinn að nota hin síð-
ari ár. Á einum stað er ljóasper-
an á öðrum geitarhöfuðið, anker-
ið, krókurinn, að ógleymdum
handa- og fótþrykkjunum, sem
eru áberandi á þessari sýningu.
Magnús lætur sér þannig ekki
nægja, að leita til bernsku lós-
myndarinnar heldur einnig
myndlistarinnar sjálfrar og
sjálfstjáningarinnar. En svo sem
kunnugt er þá eru elstu forn-
minjar er fundist hafa og túlka
tjáningarþörf frummannsins,
einmitt handa og fótþrykk á
hellisveggjum.
Magnús meðhöndlar þessi
tákn sin um margt á annan hátt
en áður, — þau eru ekki lengur
hið ríkjandi atriði í myndunum
en falla inn í þær sem hluti
heildar. Þá málar hann líka
meira í myndirnar en áður.
Fyrir vikið eru myndirnar
meira málverk en minna Ijós-
SÉRPÖNTUM
VARA- OG AUKAHLUTI í
FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA.
VIÐ ERUM í ALFARALEIÐ
FYRIR BORGARBÚA OG AÐ-
EINS EINU SÍMTALI í BURTU
FRÁ ÖÐRUM.
V A R AHLUTAVERS L U NIN
SIMAR: 34980 og 37273
PÓSTSENDUM UM LAND
ALLT
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
myndir og þykir mér það einmitt
vera styrkleiki sýningarinnar
því að Magnús er ótvirætt meiri
málari en ljósmyndari.
Hið þokukennda yfirbragð er
einkenndi fyrri myndir Magnús-
ar í tækninni hefur vikið fyrir
ferskum tjáríkum málunarmáta
svo sem I myndunum „Afríka“
(I) er minnir um margt á
Cobra-listamennina, „Grænn
varstu dalur“ (4), „Göt á svörtu
tjaldi" (7) er leiðir hugann til
Rauschenbergs, „Ýmis vafamáP
(15), „Heitir lófar, hvað svo sem
síðar verður" (17) og „Sól ek sá“
(18).
I öllum þessum myndum og
nokkrum fleiri í líkum dúr þykir
mér Magnús vera í essinu sínu
og kominn inn á nýjar brautir
þar sem hin artistfska kennd
hans nýtur sín einkar vel.
Sterkasta verkið á sýningunni
er þó að mínu mati hin stóra
mynd í sex hlutum er nefnist
„Líf mitt stekkur á milli raf-
skauta" (3) en þar kemur fram
mikil fjölbreytni i gerð ólíkra
myndtákna er mynda öfluga og
áhrifamikla heild.
Sýningin staðfestir styrk
Magnúsar Kjartanssonar sem
málara um leið og hún vekur upp
spurningu hjá skoðandanum
hvort ekki sé tími kominn til að
hann mundi pensilinn meira og
þráðbeint á ferskt léreftið.
Glerborgar K-qlerið sannar að stundum er..„
, ...tvöíalt r,
betra en þreialt í
Samkvæmt ákvæðum nýrrar byggingareglugerðar á nú
að nota þrefalt gler, eða gler með samsvarandi
einangrunargildi, í nýbyggingar á íslandi.
K-glerið frá Glerborg er svarið við auknum einangrunar-
kröfum.
Enn sem fyrr er Glerborg í fararbroddi íslenskra
glerframleiðenda og býður nú húsbyggjendum tvöfalt
gler með mun betra einangrunargildi en venjulegt þrefalt
gler hefur. K-gler Glerborgar er ný tegund glers, par sem
önnur glerskífan er húðuð sérstöku einangrandi efni sem
hleypir sólarljósi ogyl inn, en kemur í veg fyrirað hitinn
streymi út. K-glerið frá Glerborg uppfyllir ákvæði hinnar
nýju byggingareglugerðar, það minnkar hitunarkostnað,
en veitir óskert og fullkomið útsýni.
Einangrunargildi glers:
Tegund elnangrunarglers Loftrúm milli qlerja K-glldl K-glldl m/argon
Venjulegt tvöfalt gler 12 mm 3,0 2,8
Venjulegt þrefalt gler 12 mm 2,1 1.9
K-gler tvöfalt (diaplus) 12 mm 1.8 1,45
Einangrunargildi er mælt í W/m2 og kallast k-gildi. Því
lægri sem k-gildistalan er, þeim mun betri einangrun.
K-gler. Elnangrunarhuð á Innanverðu glerlnu.
Hafðu samband strax
við sölumenn okkarog
fáðu nánari upplýsingar.
K-glerið á erindi til
allra húsbyggjenda í dag.
K-gler. Sólarljós naer óhlndrað f gegn,
90% af hitanum haldlð Innl.
GLERBORG HF.
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333