Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Hópurinn ásamt tararstjóra Flugleiða og bifreiöastjóra á flugvellinum í Innsbruck í þann mund er haldið var heim. Skíöafólk framan við aðalveitingastaöinn á Penken. í ZiHertal-Olpumim Farið upp á Hintertux-jökulinn í svokölluöum gondólum. „Velkomin til Austurríkis! Velkomin til Zillertal! Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til Tyrolfjallanna.“ l’annig hljóðaði móttökuræða fararstjóra Flugleiða á flugvellinum í Miinchen, er hann kom og sótti farþega, sem hugðust njóta útiveru, sólar og alpamjallarinnar á skíðum í hálfan mánuð um miðjan febrúar. Það var Rudi Knapp fararstjóri, sem þetta mælti á dágóðri íslenzku, líflegur og brosmildur Austurríkismaður, sem gjarnan hafði á orði, þegar til hans var leitað með eitthvert vandamál: „Ekkert mál“ og svo leysti hann hvers manns vanda. — Við vorum Það eru 30 ár frá því að skíða- iðnaðurinn í Zillertal hófst og fyrstu skíðasvæðin sem tekin voru í notkun voru í Ahorn og Penken, sem eru fjöllin sitt hvoru megin dalsins, þar sem Mayrhofen stend- ur. Upp á skíðasvæðin er farið í kláfum upp í um 2.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Kláfurinn lyftir manni upp um rúma 1.300 metra og fyrst í stað finnst manni á stund- um þetta heldur mikið glæfra- ferðalag, þar sem hátt er niður, en öllu má venjast og eftir tvær til þrjár ferðir hættir maður að finna fyrir hæðinni, en nýtur í þess stað útsýnisins, tign fjallanna, sem óneitanlega er stórkostleg í þessu stórbrotna landslagi Alpanna. Á Ahorn eru einstaklega þægilegar brekkur fyrir byrjendur á skíðum og þar er góður skíðaskóli, sem er jafngamall skíðaiðnaðinum á svæðinu og heldur í ár upp á 30 ára afmæli sitt. Penken er einnig frá- bært skíðasvæði og þar starfar skólinn einnig. Það svæði er þó all- miklu fjölbreyttara en Ahorn og víðátta þess er mun meiri. Þar er hægt að skíða milli svæða, renna sér niður brekkur og fara upp með lyftum allt annars staðar. Þannig getur skíðamaður komið niður í dalinn að kveldi mörgum kílómetr- um frá þeim stað, sem hann fór upp í skíðalöndin, en þá tekur hann annað hvort lest eða svokallaðan skíðastrætisvagn til þess að kom- ast aftur heim á næturstað. Þó mun fyrirhugað á næstu árum að tengja svæðin enn betur saman og samkvæmt upplýsingum Rudi Knapp fararstjóra verður Zillertal þá þriðja stærsta samfellda skíða- svæði f veröldinni, sannkölluð skíðaparadís. Helztu skíðasvæðin fyrir utan Mayrhofen í Zillertal eru Finken- komin til Meyrhofen, lítils fjallaþorps í dalnum, sem kenndur er við ána Ziller. I»orp þetta, sem telur um 4 þúsund íbúa, er umgirt þessum háu fjöllum á alla vegu. l»að stendur 630 metra yfir sjó og þegar skíðatíminn stendur sem hæst eru þar um 8 þúsund ferðamenn hvaðanæva að úr heiminum. Þar er enska t.d. al- gengara mál að heyra á götum og gatnamótum en þýzka, en einnig heyrast þar Norðurlandamálin. Þetta er eins og pínulítil heimsborg, þegar ferðamannastraumurinn er hvað stríðastur, lítil smáveröld, þar sem allt snýst um skíði og vetraríþróttir. Frá Ahorn. berg, Fúgen, Gerlos, Hintertux, Hochfúgen, Katenbach, Laners- bach, Ramsau/Hippach og Zell. Tvo þeirra daga, sem íslendingarn- ir dvöldust í Zillertal, var farið inn í dalbotninn til Hintertux, lítils þorps, sem ber sama nafn og jökull, sem það stendur við. Á Hintertux- jöklinum hafa landslið ýmissa landa æft á skíðum, m.a. íslenzkir landsliðsmenn, því þar er unnt að skíða allan ársins hring í víðáttu- miklum og skemmtilegum brekk- um. Með skíðalyftum er unnt að komast upp í um 3.200 metra hæð yfir sjó og veitingastaðurinn á jökl- inum er í 2.660 metra hæð. Þegar Veitingastaöurinn á Ahorn. Til hægri er kláfhúsiö hiö efra, en hiö neöra er um 1.300 metrum neðar, niöri í Mayrhofen. Einn feröalanganna, Gunnar Hjaltason listmálari og gull- smiöur geröi þessa mynd á Ahorn einn góöviörisdaginn á skíöum. d undirritaður var þar var um 15 stiga frost í forsælu, en í sólríkum krók á verönd veitingastaðarins komst hitinn upp í 13 til 14 gráður. Hitamismunurinn forsælu- og sól- armegin hússins var því allt að 30 stig. Brekkurnar á Hintertux- jöklinum eru breiðar og langar og’ nokkrir íslenzku ferðalanganna voru þár nær eingöngu. Frá þorp- inu í dalnum er farið upp i svoköll- uðum gondólum, sem eru litlir fjög- urra sæta kláfar og skíðin eru geymd í sérstökum hólfum utan á þeim. Skíðamannvirkin í Zillertal eru mikil. Þannig geta kláfarnir og lyfturnar á Mayrhofen-svæðinu flutt um 18.000 manns á klukku- stund úr 630 metra hæð, þ.e.a.s. frá þorpinu sjálfu og upp í 2.250 metra hæð. Gondólarnir og skíðalyfturn- ar í Hintertux flytja 15.000 manns á klukkustund úr 1.500 metra hæð upp í 3.250 metra hæð og er erfitt að ímynda sér að þá stendur maður á skíðum í 1.131 metra hæð yfir hæsta tindi Öræfajökuls, Hvanna- dalshnjúk — ótrúlegt en satt. Lyft- urnar í Mayrhofen eru mikilvirk- astar allra lyftanna í dalnum. Þvf næst kemur Hintertux, sem hefur sömu burðargetu og skíðalyfturnar í Hippach. Rudi Knapp gerði allt, sem í hans valdi stóð til að gera ferðina eins fjölbreytta og frekast var unnt. Ferðalangarnir komu til Mayrhofen laugardaginn 9. febrúar og strax það sama kvöld var boðið upp á drykk á veitingastað í þorp- inu, rétt við kirkjuna, sem er mið- punktur allra austurrískra þorpa — á Hotel Neuhaus. Þar hélt hann fyrirlestur um allan dalinn og veitti mönnum upplýsingar um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.