Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MAR2 1985
65
Tv»r stólalyftur á Pankan.
Á verönd veitingastaöarins á Hintertux-jöklinum.
Á veggnum stendur aö staóurinn
sé 2.660 metrum yfir sjóvarmáli.
hvernig þeir skyldu bera sig að
þeim lystisemdum, sem upp á væri
boðið. Á mánudagskvöldið kom
hann á sameiginlegu borðhaldi,
fondu-kvöldi á stærsta hóteli st.að-
arins, Sporthotel Strass. Tvisvar
var sameiginleg ferð á Hintertux-
jökulinn og þá farið í langferða-
bifreið. Þá efndi hann til sleðaferð-
ar eitt kvöldið. Farið var til
Wiesendorf, sem er í miðjum hlíð-
um Ahorn, í um 7 km fjarlægð frá
Mayrhofen. Renndu menn sér síðan
niður til Mayrhofen á tveggja
manna sleðum og þótti þeim, sem
þátt tóku í þessari skemmtan,
þetta hið mesta ævintýr. Þá var
einn dagur notaður til þess að fara
í skoðunar- og verzlunarferð til ít-
alíu og Innsbruck. Farið var árla
morguns og ekið eftir hraðbraut-
inni um Brennerskarð til lítillar
borgar sunnan landamæranna við
Ítalíu, sem heitir Sterzig. Þetta er
borg í Suður-Tyrol, sem við stríðs-
lok lenti innan Italíu, en borgin ber
mjög austurrískan svip og á krám
sitja karlar og spila á spil yfir
bjórglasi og spjalla saman á þýzku.
Þarna snæddu ferðalangamir há-
degisverð og greiddu fyrir með
tæplega 17.000 lírum. Þessi máltíð
var þó alls ekki dýr, því hún var
íafnvirði 320 króna. Gerðu menn
mjög að gamni sínu með lírurnar
og bar mönnum saman um að
þarna hefði verðlagið verið eitt-
hvað svipað því sem verið hefði
heima, ef myntbreytingin hefði
ekki átt sér stað fyrir rúmum fjór-
um árum. Höfðu menn á orði, að
ekki veitti ítölunum af að fella
niður svo sem eins og tvö til þrjú
núll. Á heimleiðinni var aftur ekið
um Brennerskarð og þá um þorpið
Matrei, sem gjöreyðilagðist í
heimsstyrjöldinni síðari. Á vegg
kirkjunnar í þorpinu er málverk
eitt mikið til þess að minna á þessa
atburði. Um 1960 gerðist og sá at-
burður, að þorpið brann allt til
kaldra kola. Það hefur þvf tvisvar
verið endurreist úr rústum á þess-
ari öld og allt byggt upp eins og það
var áður.
Áður en haldið var aftur í Zill-
ertal, var komið við í Innsbruck.
Þar voru skoðuð ólympíumannvirk-
in frá því er vetrarleikarnir voru
haldnir þar í borg og á stökkpallin-
um eru greipt í kopar öll nöfn gull,
gilfur og bronz vinningshafa í hin-
um ýmsu greinum vetraríþrótta.
Nú munu Austurríkismenn hafa
sótt um að fá að halda ólympiu-
leika enn einu sinni og það í þriðja
sinn í Innsbruck, árið 2000.
Tveimur dögum áður en íslend-
ingarnir héldu heim til Islands,
hittist allur hópurinn í Andreas-
keller, veitingastað f nágrenni
kirkjunnar í Mayrhofen. Þar var
dansað og sungið eins og Tyrolum
er einum lagið og varð af mikil
skemmtan.
Þessi skíðaferð til Austurríkis
stóð í tvær vikur og samtals gáfust
13 dagar til skiðaiðkana. Undirrit-
aður hefur áður farið í sólarlanda-
ferð og líkað vel. Þessi ferð var þó
allt öðru vísi og gjörólík sólar-
landaferð, þótt sólin skini í heiði
nær upp á hvern einasta dag. Einn
ferðalanganna sagði við mig f upp-
hafi ferðarinnar: „Ég spái þvf að
þetta verði eitthvert bezta frí, sem
þú hefur farið í. Ég hef farið áður
og slappa aldrei betur af en einmitt
í slíkum skíðaferðum." Hann hafði
lög að mæla. Kyrrsetumenn geta
ekkert betur gert en fara á skíði.
Með því reyna þeir á likamann og
þeir stælast um leið og þessi góða
íþrótt er skemmtilegri en orð fá
lýst. Þökk sé Rudi Knapp og ferða-
félögunum öllum fyrir skemmtileg-
ar febrúarvikur f Zillertal-ölpun-
um. — mf.
Ferming
fiamundan?
Falleg fermingarvara í miklu úrvali
Fyrir fermingarbörnin: Fyrir fermingarveisluna:
Vasaklútar.kr. 81.- Úrval af servíettum .... kr. 81.-
Slæður....kr. 129.- Kökustyttur kr. 75.-
Nethanskar .kr. 195.- Fermingarkerti 3 gerðir . kr. 79.-
Hárkambar..kr. 95.- kr. 109.-
Blóm í hár.kr. 16.- kr. 345.-
Hanskar....kr. 75.- Kertastjakar kr. 65.-
kr. 110.-
Áletrum servíettur og sálmabækur.
Bókabúð
^.MALS & MENNINGAR.
LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240-24242
JETTA
PÝSKUR KOSTAGRIPUR
FRÁ VOLKSWAGEN
Hannaöui sem heíðbundinn heimilisbíll
en heíur til að bera
þœgindi og aksturseiginleika lystivagnsins.
5 GERÐIR HREYFLA EFITR VAU MA TURBO DIESEL
Verð frá kr. 417.000,-
6 <Sra rydvamarcaiDyrgð
fulHEKLAHF
t Laugavegi 170 -172 Sími 21240