Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
Heilsufar heimsins 198
Mannvistin of
Atferli mannsins veldur
orðið breytingum á
framfaersluþoli jarð-
arinnar. Að þessari
niðurstöðu kemst
rannsóknastofnunin Worldwatch
Institute í Washington í úttekt
sinni á ástandi heimsins á árinu
1985, þar sem farið er í saumana á
því hversu miðað hefur framför-
um í átt til jafnvægis. En þessi
virta stofnun vinnur stöðugt að
slíkri úttekt og sendir nær árlega
frá sér skýrslur þar um undir for-
ustu matvælasérfræðingsins Lest-
ers R. Browns. Fjöldi stofnana og
einstaklinga standa að baki þess-
ari frjálsu rannsóknastofnun, m.a.
Sameinuðu þjóðirnar. Hún hefur
bæði hóp eigin sérfræðinga og er í
samvinnu við aðra utan stofnunar.
Niðurstaðan er semsagt sú að
mannfjöldinn á jörðinni valdi þeg-
ar of miklu álagi á jarðveg, gróður
og jafnvel vatnið. Jörðin hafi vart
undan. Það sé miklu fremur þetta
en einstaka þurrkakaflar sem geri
svo erfitt um vik að bjarga, þegar
eitthvað á bjátar. 1 skýrslunni
arskortinn vera afleiðingu af ör-
ustu mannfjölgun sem orðið hefur
á nokkru meginlandi i saman-
lagðri mannkynssögunni, víðáttu-
mikilli jarðvegseyðingu og van-
rækslu stjórnvalda í Afríkuríkjum
í jarðræktarmálum.
„Vaxandi jarðvegseyðing er að
draga úr möguleikum á matvæla-
framleiðslu í næstum ölium Afr-
íkulöndum, allt frá Miðjarðarhafi
suður á Góðravonarhöfða," segir
Brown og vitnar í skýrsluna frá
1978 um Eþíópíu, sem sýndi að
landið var að tapa einum milljarði
tonna af yfirborðsjarðvegi á
hverju ári. „Fyrirboða hungurs-
neyðarinnar sem nú herjar þessa
fornu menningarþjóð mátti
merkja í ört vaxandi jarðvegseyð-
ingu í mörg ár.“
Hvergi bólar á betri horfum um
jafnvægi milli fæðu og mann-
fjölda í athugunum rannsókna-
stofnunarinnar, hvort sem litið er
til þróunar í ræktun eða takmörk-
unar á fjölskyldustærð, sem gæti
stöðvað þennan síminnkandi
fæðuforða á mann í Afríkulönd-
1985“ er önnur ársskýrslan sem
Worldwatch vinnur sérstaklega
um áhrif náttúru og auðlinda
jarðarinnar á efnahagsástandið í
heiminum. Sex manna hópur
rannsóknarmanna frá World-
watch-stofnuninni reyndi að meta
framfarir i meðferð á auðlindum,
svo sem vatni, jarðvegi, skógum,
fiski og orku.
Niðurstaða rannsóknanna sýndi
að álagið á kerfi og hringrás nátt-
úrunnar sem orsakast af vaxandi
mannfjölda hefur óhjákvæmilega
viss áhrif. A sumum landsvæðum í
heiminum, einkum í Afríku, getur
mannfjölgun óbeint dregið úr
regni með því að minnka yfir-
borðsgróður á yfirborði jarðar á
svæðinu, útskýrði Brown á blaða-
mannafundi.
„Um leið og gróðurþekjan
minnkar vegna ofbeitar eða
höggvinna skóga, rennur meira af
úrkomunni án þess að stöðvast
beint i hafið. Minna magn af regn-
vatni nær að gufa upp í loftið til
þess að hlaða skýin regni um leið
og þau koma inn yfir landið.“
1985 segir að nú, er álag af
mannavöldum á efnahag og eðli-
legt framfærsluþol fari hratt vax-
andi, sé farið að brotna niður það
sem mest á mæðir.
„Hvergi blasir þetta jafn
hörmulega við eins og í Afríku,
þar sem hungursneyðin breiðist út
yfir álfuna," segir Lester R.
Brown, forseti Worldwatch. „Ekki
er lengra síðan en á árinu 1970 að
Afríka var í stórum dráttum
sjálfri sér næg um fæðuöflun. Á
árinu 1984 var svo komið að um
140 milljónir af samtals 531 millj-
ón Afríkubúa lifðu á utanaðkom-
andi matargjöfum."
Brown kennir þurrkunum um að
hafa hleypt af stað hungursneyð-
inni í Afríku, en þeir séu þó ekki
; frumorsök hennar. Hann vekur
athygli á því að dregið hafi jafnt
og þétt úr matarframleiðslu á j
mann síðan 1967 og segir mat-
I___________________________________
Eftir því sem álagið af völdum
mannvistar eykst neyöast ríkis-
stjórnir til að taka erfiðar
ákvarðanir. Kínverjar urðu að
velja á milli einhirnis-fjöl-
skyldunnar og minnkandi mat-
arforða á mann. t'að hefur tek-
ist, svo nú gætu þeir brauðfætt
þjóðina ja fn vel þótt þeiryrðu
fyrir tveggja ára óáran.
um. Brown varaði við því að
kreppuástandið í Afríku mundi
fara vaxandi nema eitthvað yrði
gert til að ýta undir gróður og
ræktun og hægja á mannfjölgun-
inni.
Meðferð á vatni.
jarðvegi, orku og fiski
„Ástandið í heiminum á árinu
Úrkoma og hita-
stig nátengd
Skógaeyðingin er ekki eini
óvissuþátturinn í sambandi við
vaxandi notkun brennsluefna, að
því er segir í skýrslunni. Þar er
lýst vaxandi notkun koltvísýrings
og annarra „gróðurhúsa" loftteg-
unda sem hleypt er út í andrúms-
loftið og fjallað um hvaða magn sé
líklegt til að valda breytingu á
loftslagi, sem gæti truflað fæðu-
framleiðsluna, minnkað rennsli í
viðkvæmum vatnsbólum og hugs-
anlega haft skaðleg áhrif á borgir
og bæi á ströndum meginlanda.
„Aukinn koltvísýringur í and-
rúmsloftinu, afleiðing af notkun
brennsluefnis á borð við kol, olíu
og jarðgas og eyðingu skóganna,
gæti hækkað hitastig jarðarinnar
um nokkurra gráðu meðalhita á
næstu áratugum. Og breytingar á
Ekki er lengra síðan en á árinu 1970 að Afríka var sjálfri sér
nóg um mataröflun. Nú verða 140 milljónir manna að lifa á
utanaðkomandi matargjöfum. Síðan 1967 hefur þar dregið
jafnt og þétt úr matarframleiðslunni og matarskorturinn er
afleiðing af örustu mannfjölgun sem orðið hefur á nokkru
meginlandi í sögu mannsins.
úrkomu eru síðan nátengdar
hærra hitastigi.
í skýrslunni eru kornræktar-
beltin yfir þver Bandaríkin svo og
kornslétturnar í Sovétríkjunum
sérstaklega nefnd sem líkleg
svæði til að missa úrkomu. Kím
gæti orðið af úrkomu í norður-
hluta landsins en fengið meira
regn suðurfrá, og þannig aukist
ójafnvægið sem nú þegar er á úr-
komumagni milli þessara tveggja
landshluta.
Um leið og vatnsþörfin fer vax-
andi, er vatnsskortur farinn að
halda innreið sína við hliðina á
olíuþurrð og jarðvegseyðingu og
dregur úr vaxtarskilyrðum gróð-
urs til fæðuöflunar," að því er
Brown segir. Helstu matarfram-
leiðsluhéruðin, sem nú sjá fram á
takmarkaðar vatnsbirgðir, eru
m.a. háslétturnar i Bandaríkjun-
um, Miðasíulýðveldi Sovétríkj-
anna og Norðurkínasléttan.
„I Bandaríkjunum hefur eyðing
Ogallala-vatnasvæðisins, einkum
lindanna á suðurhluta Sléttunnar
miklu sem ekki endurnýjast, orðið
ein orsök þess að ræktað land
minnkaði um 20% í Texas, 18% í
Oklahóma, og 9% í Nýju Mexíkó,"
segir einn af vísindamönnunum
Sandra Postel. Þetta hefur, auk
þess sem áveituvatni er nú veitt
meira í átt til borganna í sólríka
beltinu, orðið til þess að akur-
yrkjusvæði Bandaríkjanna hafa
minnkað um 3% síðan 1978, eins
og raunar mátti sjá fyrir.
Áhrif á lífíð sjálft
Til viðbótar við eyðingu nátt-
úruauðlinda er athafnasemi
mannskepnunnar nú farin að hafa
áhrif á þróun lífsins sjálfs, að því
er segir í rannsóknaskýrslunni.