Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Heilsufar heimsins 198 Mannvistin of Atferli mannsins veldur orðið breytingum á framfaersluþoli jarð- arinnar. Að þessari niðurstöðu kemst rannsóknastofnunin Worldwatch Institute í Washington í úttekt sinni á ástandi heimsins á árinu 1985, þar sem farið er í saumana á því hversu miðað hefur framför- um í átt til jafnvægis. En þessi virta stofnun vinnur stöðugt að slíkri úttekt og sendir nær árlega frá sér skýrslur þar um undir for- ustu matvælasérfræðingsins Lest- ers R. Browns. Fjöldi stofnana og einstaklinga standa að baki þess- ari frjálsu rannsóknastofnun, m.a. Sameinuðu þjóðirnar. Hún hefur bæði hóp eigin sérfræðinga og er í samvinnu við aðra utan stofnunar. Niðurstaðan er semsagt sú að mannfjöldinn á jörðinni valdi þeg- ar of miklu álagi á jarðveg, gróður og jafnvel vatnið. Jörðin hafi vart undan. Það sé miklu fremur þetta en einstaka þurrkakaflar sem geri svo erfitt um vik að bjarga, þegar eitthvað á bjátar. 1 skýrslunni arskortinn vera afleiðingu af ör- ustu mannfjölgun sem orðið hefur á nokkru meginlandi i saman- lagðri mannkynssögunni, víðáttu- mikilli jarðvegseyðingu og van- rækslu stjórnvalda í Afríkuríkjum í jarðræktarmálum. „Vaxandi jarðvegseyðing er að draga úr möguleikum á matvæla- framleiðslu í næstum ölium Afr- íkulöndum, allt frá Miðjarðarhafi suður á Góðravonarhöfða," segir Brown og vitnar í skýrsluna frá 1978 um Eþíópíu, sem sýndi að landið var að tapa einum milljarði tonna af yfirborðsjarðvegi á hverju ári. „Fyrirboða hungurs- neyðarinnar sem nú herjar þessa fornu menningarþjóð mátti merkja í ört vaxandi jarðvegseyð- ingu í mörg ár.“ Hvergi bólar á betri horfum um jafnvægi milli fæðu og mann- fjölda í athugunum rannsókna- stofnunarinnar, hvort sem litið er til þróunar í ræktun eða takmörk- unar á fjölskyldustærð, sem gæti stöðvað þennan síminnkandi fæðuforða á mann í Afríkulönd- 1985“ er önnur ársskýrslan sem Worldwatch vinnur sérstaklega um áhrif náttúru og auðlinda jarðarinnar á efnahagsástandið í heiminum. Sex manna hópur rannsóknarmanna frá World- watch-stofnuninni reyndi að meta framfarir i meðferð á auðlindum, svo sem vatni, jarðvegi, skógum, fiski og orku. Niðurstaða rannsóknanna sýndi að álagið á kerfi og hringrás nátt- úrunnar sem orsakast af vaxandi mannfjölda hefur óhjákvæmilega viss áhrif. A sumum landsvæðum í heiminum, einkum í Afríku, getur mannfjölgun óbeint dregið úr regni með því að minnka yfir- borðsgróður á yfirborði jarðar á svæðinu, útskýrði Brown á blaða- mannafundi. „Um leið og gróðurþekjan minnkar vegna ofbeitar eða höggvinna skóga, rennur meira af úrkomunni án þess að stöðvast beint i hafið. Minna magn af regn- vatni nær að gufa upp í loftið til þess að hlaða skýin regni um leið og þau koma inn yfir landið.“ 1985 segir að nú, er álag af mannavöldum á efnahag og eðli- legt framfærsluþol fari hratt vax- andi, sé farið að brotna niður það sem mest á mæðir. „Hvergi blasir þetta jafn hörmulega við eins og í Afríku, þar sem hungursneyðin breiðist út yfir álfuna," segir Lester R. Brown, forseti Worldwatch. „Ekki er lengra síðan en á árinu 1970 að Afríka var í stórum dráttum sjálfri sér næg um fæðuöflun. Á árinu 1984 var svo komið að um 140 milljónir af samtals 531 millj- ón Afríkubúa lifðu á utanaðkom- andi matargjöfum." Brown kennir þurrkunum um að hafa hleypt af stað hungursneyð- inni í Afríku, en þeir séu þó ekki ; frumorsök hennar. Hann vekur athygli á því að dregið hafi jafnt og þétt úr matarframleiðslu á j mann síðan 1967 og segir mat- I___________________________________ Eftir því sem álagið af völdum mannvistar eykst neyöast ríkis- stjórnir til að taka erfiðar ákvarðanir. Kínverjar urðu að velja á milli einhirnis-fjöl- skyldunnar og minnkandi mat- arforða á mann. t'að hefur tek- ist, svo nú gætu þeir brauðfætt þjóðina ja fn vel þótt þeiryrðu fyrir tveggja ára óáran. um. Brown varaði við því að kreppuástandið í Afríku mundi fara vaxandi nema eitthvað yrði gert til að ýta undir gróður og ræktun og hægja á mannfjölgun- inni. Meðferð á vatni. jarðvegi, orku og fiski „Ástandið í heiminum á árinu Úrkoma og hita- stig nátengd Skógaeyðingin er ekki eini óvissuþátturinn í sambandi við vaxandi notkun brennsluefna, að því er segir í skýrslunni. Þar er lýst vaxandi notkun koltvísýrings og annarra „gróðurhúsa" loftteg- unda sem hleypt er út í andrúms- loftið og fjallað um hvaða magn sé líklegt til að valda breytingu á loftslagi, sem gæti truflað fæðu- framleiðsluna, minnkað rennsli í viðkvæmum vatnsbólum og hugs- anlega haft skaðleg áhrif á borgir og bæi á ströndum meginlanda. „Aukinn koltvísýringur í and- rúmsloftinu, afleiðing af notkun brennsluefnis á borð við kol, olíu og jarðgas og eyðingu skóganna, gæti hækkað hitastig jarðarinnar um nokkurra gráðu meðalhita á næstu áratugum. Og breytingar á Ekki er lengra síðan en á árinu 1970 að Afríka var sjálfri sér nóg um mataröflun. Nú verða 140 milljónir manna að lifa á utanaðkomandi matargjöfum. Síðan 1967 hefur þar dregið jafnt og þétt úr matarframleiðslunni og matarskorturinn er afleiðing af örustu mannfjölgun sem orðið hefur á nokkru meginlandi í sögu mannsins. úrkomu eru síðan nátengdar hærra hitastigi. í skýrslunni eru kornræktar- beltin yfir þver Bandaríkin svo og kornslétturnar í Sovétríkjunum sérstaklega nefnd sem líkleg svæði til að missa úrkomu. Kím gæti orðið af úrkomu í norður- hluta landsins en fengið meira regn suðurfrá, og þannig aukist ójafnvægið sem nú þegar er á úr- komumagni milli þessara tveggja landshluta. Um leið og vatnsþörfin fer vax- andi, er vatnsskortur farinn að halda innreið sína við hliðina á olíuþurrð og jarðvegseyðingu og dregur úr vaxtarskilyrðum gróð- urs til fæðuöflunar," að því er Brown segir. Helstu matarfram- leiðsluhéruðin, sem nú sjá fram á takmarkaðar vatnsbirgðir, eru m.a. háslétturnar i Bandaríkjun- um, Miðasíulýðveldi Sovétríkj- anna og Norðurkínasléttan. „I Bandaríkjunum hefur eyðing Ogallala-vatnasvæðisins, einkum lindanna á suðurhluta Sléttunnar miklu sem ekki endurnýjast, orðið ein orsök þess að ræktað land minnkaði um 20% í Texas, 18% í Oklahóma, og 9% í Nýju Mexíkó," segir einn af vísindamönnunum Sandra Postel. Þetta hefur, auk þess sem áveituvatni er nú veitt meira í átt til borganna í sólríka beltinu, orðið til þess að akur- yrkjusvæði Bandaríkjanna hafa minnkað um 3% síðan 1978, eins og raunar mátti sjá fyrir. Áhrif á lífíð sjálft Til viðbótar við eyðingu nátt- úruauðlinda er athafnasemi mannskepnunnar nú farin að hafa áhrif á þróun lífsins sjálfs, að því er segir í rannsóknaskýrslunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.