Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 67

Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 67 Edward Wolf, höfundur kaflans um fjölbreytni í lífríkinu, bendir á að víðtæk eyðing plöntu- og dýra- tegunda hafi verið ákaflega sjald- gæf þar til á þessari öld. „Æxlun nýrra tegunda hefur aukið á fjölbreytileika lífsins á jörðinni á okkar tímum. En eftir að álag mannvistar á lífkerfið fór að vaxa svona hefur útrýming plantna og dýra farið í ríkara niæli en nokkru sinni fram úr til- Álagið á lífkerfi jarðar og hringrás nátlúrunnar er þegar orðið of mikið vegna hratt vax- andi mannfjölda. Jörðin hefur ekki ur.dan. Jarðvegur hverfur, skógar eyðast og með minnk- andi yfirborðsgróðri rennur allt vatn án viðstöðu í sjóinn og minna magn gufar upp til að hlaða skýin sem koma inn yfir landið — því dregur líka úr úr- komu. sem taki mið af því að auðlindum verði stjórnað á þann háttað að þær nái að endurnýjast. „Grunnur slíkrar endursköpun- ar hlýtur að vera sá að gera sér grein fyrir því að ósætti milli þjóða er minni ógnun við öryggi okkar og framtíðarvelferð en hrörnun umgengniskerfis okkar sjálfra, sem bráðum erum orðin fimm milljarðar talsins, og nátt- úrunnar eða þeirra auðlinda sem sem „einhverju efnahagslega og umhverfislega dýrasta auðlinda- tapi genginna kynslóða sem vitað er um“. „í Suður-Kóreu, þar sem orðið hefur eitthvert árangursríkasta skógræktarátakið fram að þessu, þar hefur tekist að festa varanleg- an jarðveg í áður berum fjallshlíð- um. Stórhuga skógræktarhreyfing í Kína hefur að markmiði að auka skóglendið um 12—20% af yfir- borði landsins fyrir árið 2000. Af iðnaðarlöndunum hefur Ítalía þegar plantað trjám á 2 milljónir hektara af örfoka ræktunarlandi." Lester R. Brown tekur þó fram að miklu stærra átak þyrfti til. í Afríkulöndum tapast 29 tré á móti hverju einu sem plantað er. í Suður-Ameríku er hlutfallið 10 á móti einu og í Asíu 5 á móti einu. „Ekki er aðeins nauðsynlegt að brúa þetta bil, heldur verður ný- plöntunin smám saman að fara fram úr eyðingunni á skógunum, ef takast á að ná aftur veðurfars- legu jafnvægi." Endurnýjanleg orkunotkun Endurnýjun orkulinda er annar þáttur þar sem framfara er þörf, segir í margnefndri skýrslu. Sam- kvæmt athugun Christophers Flavins, sem unnið hefur að þætt- inum um orkunýtingu, eru nokkur lönd í þriðja heiminum svo sem Filippseyjar og Brasilía nú þegar á góðri leið til endurnýjanlegrar orkunotkunar. Flavin segir að Fil- ippseyjar komi orðið næst á eftir Bandaríkjunum hvað snertir nýt- ingu á jarðvarma. Brasilía nýtir vatnsafl, viðarorku og alkohól- bensín og er á góðri leið með að ná stáli en hæfustu framleiðendurn- ir, svo sem Ítalía og Japan.“ Að dómi Williams Chandlers, sem er höfundur kaflans um orkunýtni, kemst bílafloti Japana tvcfalt fleiri kílómetra á hverjum bensínlítra en bandaríski bílaflot- inn. „Ákvörðun Bandaríkjanna um að auka eldsneytisnýtinguna upp í 40 mílur á hvert gallon eða ef Sovétmenn tækju upp japanska tækni í stálframleiðslu gæti spar- að orkumagn á borð við heildar- notkun Brasilíu." Þótt orkuverð verði að hækka upp í rétt markaðsverð til að ná sem bestri nýtingu, telur Chandler að aðgerðir stjórnvalda séu engu síður bráðnauðsynlegar meðan verið er að brúa bilið til orku- og efnahagslegrar hagkvæmni. „Ef sett yrði hæfnismark á notkun raftækja í Bandaríkjunum yrði auðveldlega hægt að komast hjá þeirri 60.000 megawatta orku- þörf sem spáð er þar í landi fram til ársins 2000, en það jafngildir 60 stórum kola- eða atómorkuverum. Framfarirnar eru býsna mis- miklar ef litið er til heildarátaks til að skapa viðvarandi samfélag á þessum hnetti. Lester R. Brown segir að Afríka verði fyrsta til- raunasvæðið þar sem reyni á hæfileika hins alþjóðlega samfé- lags til að bregðast við nýjum ef- nahagsógnunum. Ef úrkoman fer smáminnkandi í Afríku vegna breyttrar landnotkunar af völdum mannfjölgunar, þá er aðeins á einn veg hægt að snúa við sí- minnkandi matarskammti á mann á meginlandinu öllu, að dómi Browns, það er með takmörkun barneigna, skógrækt, uppgræðslu örfoka lands og vatnsöflun i stór- um stíl. Skýrsla Worldwatch trá 1978 sýndi að Eþíópía var að tapa einum milljarði tonna af yfirborðsjarðvegi á hverju ári. Ört vaxandi jarðvegseyðing var fyrir- boði hungursneyðarinnar nú og frumorsökin, þótt óvenjulangir þurrkar hafí svo hleypt henni af stað. komu nýrra tegunda," að sögn Wolfs. Hann varar við hættunni af því að erfðagrunnurinn er að dragast saman einmitt nú þegar þörfin fyrir fjölbreytni er mest. „Líf- tæknin veitir vonir um dýrmætar framfarir í ræktun og uppbætur fyrir þær auðlindir sem ekki endurnýjast. En þetta nýja og vaxandi svið hvílir á fjölbreytni á sviði erfðavísanna," segir Wolf. Einbirniskerfi eða fæðuskortur Lester R. Brown segir að eftir því sem álagið af völdum manns- ins á náttúruna verði augljósara hljóti ríkisstjórnir að neyðast til mjög erfiðrar ákvarðanatöku. „Vestur-Þýskaland mun brátt þurfa að velja á milli þess að draga úr bílanotkun eða fórna skógum landsins. í mörgum lönd- um þriðja heimsins stendur valið á milli þess að draga hratt úr fæð- ingum eða að væntanlegur fæðu- skortur fjölgi dauðsföllum. Erfitt verður að endurvinna þá aðstöðu til betri lífsskilyrða á breiðum grundvelli sem áður þekktist, en það er ekki ómögu- legt, að því er Lester R. Brown telur. Það krefjist þó algerrar stefnubreytingar á sviði ræktun- ar, orkuvinnslu og mannfjölgunar, Helstu matvælaframleiðsluhéruðin sem nú sjá fram á ónóg vatn eru m.a. háslétturnar í Banda- ríkjunum, Miðasíulýðveldi Sovétríkjanna og Norðurkínasléttan. við lifum á,“ segir Brown. „Til allrar hamingju er næstum allt frumkvæði einstaklinganna til að koma á endurbótum á lífsskil- yrðum okkar í víðu samhengi á valdi þeirra sjálfra. Til dæmis bindur trjárækt jarðveg og vatn, dregur úr kolsýringsmyndun í andrúmsloftinu og er í sjálfu sér ný orkuuppspretta. Betri nýting orku dregur úr uppbyggingu C02, verndar skógana vegna minna magns af súru regni og sparar dýrmætt fjármagn." Lester Brown spáir því að þjóðir þriðja heimsins, þar sem álagið á staðbundið lífkerfi hefur í för með sér skógareyðingu, jarðvegseyð- ingu og minnkandi vatnsmagn, neyðist brátt til að velja — á sama hátt og Kína hefur orðið að gera — milli einbirniskerfisins eða verri lífskilyrða. Þegar einhver þjóð tekur þá ákvörðun að vernda og endurvinna náttúruauðlindir sínar, er árang- urinn stundum mjög áhrifamikill, segir Brown. Hann nefnir sem dæmi skóga sem skýrslan lýsir efnahagslegu jafnvægi á þessu sviði, er byggist á endurnýjanlegu eldsneyti. Christofer Flavin lýsir þessum öra vexti endurnýjanlegra orku- linda í heiminum með orðunum „stórkostlega hraðar framfarir", þótt iðulega sé ekki úr háum söðli að detta. „Til dæmis hefur jarð- varmanýting til raforku vaxið i heiminum öllum um 15% á ári á undanförnum fimm árum, notkun alkohólbensíns um 30%, sólarorku um 20% og vindorku til raforku- framleiðslu um 75%. Á sama tlma hefur olíunotkun minnkað um 3% á ári og kolanotkun um 1% á ári.“ Þrátt fyrir þetta væri hægt að gera miklu meira til að tryggja langtíma nýtingu orkulindanna, segir í skýrslunni. Möguleikana til að fá betri orkunýtingu, sem bæði dregur á súra regninu og auknum koltvísýringi í andrúmsloftinu, má marka í stáliðnaðinum, þar sem löndin sem sýna minnsta hæfni eins og Sovétríkin, Indland og Kína nota tvisVar sinnum meiri orku til að framleiða eitt tonn af „Til að snúa af braut hrörnandi umhverfis og efnahags, sem nú er komið á fullt skrið I svo stórum hlutum Afríku krefst vísast al- þjóðasamvinnu I stærri stíl en þekkst hefur síðan Bandamenn tóku saman höndum um hervæð- ingu I heimsstyrjöldinni síðari, segir Lester R. Brown. Bókin State of the World 1985 eða Ástand heimsins er um 300 síður að lengd og full af fróðlegum línuritum og töflum til skýringar á læsilegum textum, sem vísinda- menn Worldwatch Institute hafa unnið upp úr miklu magni heim- ilda. Þar er m.a. langur kafli um fiskistofna heimsins og viðhald þeirra, sem varðar íslendinga sér- staklega, auk annarra mikilvægra þátta til viðhalds lífinu á jörðinni og velferð mannkyns. Útgefandi er W.W. Norton í New York og Lond- on. TEXTI: ELÍN PÁLMADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.