Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985
TARKOWSKYHÁTÍÐ
Listamaðurinn
á ekki að þurfa
að svara
fyrir list sína
Nýlega var stofnuð í Keykjavík svokölluð Tarkowskynefnd í höfuAið á sovéska kvikmyndaleikstjór-
anum Andrei Tarkowsky en hún var sett á laggirnar í því skyni að fá leikstjórann hingað til lands
málstað hans til stuðnings. í nefndinni eru: Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir
kvikmyndagerðarmaður, Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður, Ágúst Guðmundsson kvik-
myndagerðarmaður, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður, Friðbert Fálsson forstjóri
Háskólabíós og Guðrún Gísladóttir leikkona, sem leika mun eitt hlutverk í nýjustu mynd Tarkowskys,
sem hann er að vinna að úti í Svíþjóð. Einnig hefur Jón Óttar Kagnarsson matvælafræðingur tekið þátt
í störfum nefndarinnar. Fyrir þremur árum fór Tarkowsky til Ítaiíu að vinna við gerð kvikmyndarinnar
Nostalgia og hann hefur ekki snúið til Sovétrfkjanna síðan. En hann hefur átt í baráttu við stjórnvöld í
heimalandi sínu vegna þess að börnin hans þrjú (hið yngsta 13 ára)
hafa ekki enn fengið að yfirgefa landið.
Úr nýjustu mynd Tarkowskys, Nostalgia, sem hann gerði á ftalíu.
Hátíðin
„Það virtist gleðja hann mikið
og ég býst viö að þetta hafi komið
honum á óvart," sagði Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur aðspurður
útí viðbrögð Tarkowskys þegar
hann heyrði af fyrirhugaðri hátíð
honum til heiðurs og stuðnings
uppi á íslandi. „Hann lét í ljós
mikla ánægju," sagði Thor enn-
fremur, „og þakklæti en hann átti
í raun erfitt með að koma því við
að skreppa hingað og mér skilst að
hann hafi neitað i flestum öðrum
svipuðum tilfellum."
A Tarkowskyhátíðinni, sem
stendur frá 9,—15. mars, eru sýnd-
ar allar myndir leikstjórans, sjö
að tölu: Æska ívans (1962), Andr-
ei Rubljow (1966—1969), Solaris
(1972), Spegillinn (1974), Stalker
(1979), Nostalgia (frá 1979) og að
auki lokaprófsmynd hans við
Kvikmyndastofnunina í Moskvu.
Myndirnar eru sýndar á sérstök-
um kvöldsýningum í Háskólabiói
og sömu vikuna verða þær einnig
sýndar i Regnboganum, bæði síð-
degis og á kvöldin. Á þessari hátíð
gefst kjörið tækifæri fyrir kvik-
myndaáhugamenn að kynnast
verkum þessa velþekkta en um-
deilda leikstjóra, sem flúið hefur
hið öfluga kerfi ritskoðunar í Sov-
étríkjunum.
„Sovésk yfirvöld gerðu honum
erfitt fyrir svo honum fannst
hann ekki geta búið lengur í land-
inu við þær aðstæður sem honum
voru búnar sem listamanni. Það er
á ýmsan hátt undravert að hann
skyldi hafa fengið að gera svona
myndir í Sovétríkjunum. Hann
kemur að vísu fram á heppilegum
tíma þegar talað var um þíðu og
ný kynslóð kom fram sem fékk að
gera meira en um sinn hafði verið
leyfilegt, upp að vissu marki,“
sagði Thor.
Peningaspursmálið
En hvernig skyldi Tarkowsky
líka það að vinna hérna megin
járntjalds? Hann var spurður að
því þegar hann var að vinna við
Nostalgia á Ítalíu og hann sagði:
„Það er ekki nóg með að þetta sé í
fyrsta skipti sem ég geri kvik-
mynd utan Sovétríkjanna, heldur
er þetta líka í fyrsta skipti sem ég
vinn við útlenskar aðstæður. Það
er vissulega erfitt að gera kvik-
myndir í ólíkum heimshlutum en
erfiðleikarnir eru ólíkir. Hér hefur
stærsta hindrunin verið stöðugur
skortur á tíma og peningum. Pen-
ingaskorturinn setur hömlur á
sköpunargleðina og peningaskort-
urinn veldur tímaskorti; því leng-
ur sem ég filma, því dýrara er það.
Þrjár myndir úr SPEGLINUIVI
Hér á Vesturlöndum gegna pen-
ingar hlutverki alræðisins. í Sov-
étríkjunum þurfti ég aldrei að
hafa áhyggjur af kostnaðarhlið-
inni ... En ég vil ekki bera saman
okkar aðferðir og ykkar. Það er
flókið og erfitt að gera kvikmynd
hvar sem er. Það, sem mér finnst
vera helsti annmarkinn hér, er hið
sífellda peningaspursmál, sem
getur lagt framtíð kvikmyndar-
innar sem listgreinar í hættu."
Tormeltar myndir
Myndir Tarkowskys þykja tor-
meltar í meira lagi. Hann „krefst
heilmikils af áhorfendum sínum,
en ef hann neitar að breyta um
stíl og innihald mynda sinna til að
gera þær auðskiljanlegri áhorf-
endum, er það vegna þess að hann
virðir áhorfendur og trúir þeim til
að taka þátt í myndum sínum og
sýna þeim skilning." Þannig
kemst Marcel Martin kvikmynda-
gagnrýnandi að orði í Internation-
al Film Guide 1983, en það ár kaus
IFG Tarkowsky einn af leikstjór-
un ársins. Martin segir að Tark-
owsky sé dulur og lítt tilleiðanleg-
ur að segja frá meiningu mynda
sinna, auk þess sem mjög vítt og
flókið efnissvið þeirra hefur ekki
hjálpað til að gera þær skiljan-
legri. Útkoman er sú að litið hefur
verið framhjá honum jafnt af
áhorfendum sem vel upplýstum
gagnrýnendum.
„Myndir hans eru ákaflega
margslungnar," segir Thor Vil-
hjálmsson, sem verið hefur mikill
aðdáandi Tarkowskys um langt
skeið. „Þær eru magnaðar og þær
er hægt að skilja á ýmsa vegu.
Tarkowsky er þannig listamaður
að hann vill að áhorfandinn fái að
vera skáld líka og lætur hann hafa
Tarkowsky við gerð Spegilsins árið 1975.
Andrei
Tarkowsky
er sennilegast
frægastur núlif-
andi kvikmynda-
leikstjóri frá Sov-
étríkjunum. Hann
flúði land fyrir
þremur árum og
býr á Ítalíu. Hann
er vœntanlegur
hingað til lands
15. mars nk. í
tengslum við
kvikmyndahátíð
sem nú stendur
yfir í Reykjavík
honum til heiðurs
og stuðnings.
nóg að hugsa um. Þetta eru ekki
myndir til að fælast; þær eru
heillandi fyrir augað og hugann og
í þeim er eftir miklu að slægjast,
þær getur hver maður túlkað með
sínum hætti.“
En hvað segir Tarkowsky?
Hann vék að þessu í viðtali, sem
tekið var við hann árið 1982: „Ég
held að það sé ekki til það form
kvikmyndalistar sem allir geta
skilið. í því felst að það er nánast
ógerlegt að gera kvikmynd, sem
gengur vel í alla sem sjá hana, og
hvað sem öðru líður, þá væri það í
öllu falli ekki listaverk. Listaverk
er aldrei meðtekið mótbárulaust.
Leikstjóri eins og Spielberg nær
til gríðarlega stórs hóps áhorf-
enda og þénar miklar peninga-
summur og allir eru ánægðir með
það. En hann er enginn listamað-