Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985‘B 3
ur og myndir hans heyra ekki und-
ir list. Eg myndi deyja úr hræðslu
ef ég gerði myndir eins og hann —
en slíkar held ég að ég gæti aldrei
gert.“
Þetta er ekki í eina skiptið sem
Tarkowsky bendir á bandaríska
leikstjórann Steven Spielberg
(E.T., Indiana Jones and the
Temple of Doom), sem nk. and-
stæðu sína í kvikmyndagerð. „Ég
get ekki, eins og t.d. Spielberg,
gert kvikmyndir fyrir allan al-
menning," sagði hann eitt sinn.
„Það er ekki það að ég vilji ekki að
fólk skilji mig ... en ég legg ekki
mikið á mig til að gera því til geðs
... Ég tel heldur ekki að mitt
verkefni sé að fanga áhorfandann
og fá hann til að sýna þvi áhuga
sem ég er að gera ... það er ekki
mikilvægast fyrir mig að allir
skilji mig. Ef kvikmyndin er list-
form — og ég held að við getum
verið sammála um að svo sé —
megum við ekki gleyma því að
listræn meistaraverk eru ekki
neysluvarningur.
an myndlist og loks jarðfræði og
starfaði m.a. í Síberíu. Hann lærði
hrafl í austurlenskum tungumál-
um „en ekkert af þessu var fyrir
mig“, segir hann. Það var svo árið
1954 að hann hóf nám í kvik-
myndagerð við Kvikmyndastofn-
unina í Moskvu og hafði þar með
fundið starf við sitt hæfi. Hann
stundaði nám við stofnunina í alls
fjögur ár undir handleiðslu hins
fræga kvikmyndaleikstjóra
Mikhaels Romm.
Frá Æsku ívans
til Nostalgia
Lokaprófsmynd Tarkowskys var
fyrst sýnd árið 1960. Það stefndi í
skjótan frama því fyrstu mynd
hans í fullri lengd, /Esku ívans,
var mjög vel tekið og hlaut Gullna
ljónið, fyrstu verðlaun, á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum.
Myndin var skínandi dæmi um
endurreisn sovésku kvikmyndar-
innar. Hún fjallar um ívan, tólf
ára strák í seinni heimsstyrjöld-
inni, en nasistar hafa drepið móð-
ur hans. ívan tekur þátt í barátt-
unni gegn innrásarliði Þjóðverja
og gefur sig fram til hættulegustu
framkvæmda.
Eitt kvöldið leggur hann í eina
ferðina af mörgum bak við víglín-
ur óvinanna og snýr ekki aftur.
Seinna finnur yfirmaður hans
skýrslu í rústum Berlínar þar sem
sagt er að ívan hafi verið dæmdur
til dauða og hengdur.
ónuleg vandamál Tarkowskys
vegna gerðar myndarinnar. Hann
lauk henni 1967 en hún var ekki
sýnd í Moskvu fyrr en 1971. Þá
hafði hún unnið til verðlauna í
Cannes.
Síðan kom Solaris sem var í vís-
indaskáldskaparstíl en það er al-
mennt talin vera sú torskildasta
af myndum hans og sú sem hvað
verstar viðtökur hefur fengið. Sov-
ésk yfirvöld gagnrýndu hana fyrir
að vera of dularfull og undarleg
fyrir hinn almenna áhorfanda að
skilja. Engu að síður vann hún til
verðlauna í Cannes 1972. Tark-
owsky varð víðkunnur fyrir að
vera óvenjulegasti kvikmynda-
gerðarmaður Sovétríkjanna en
myndir hans fengu takmarkaða
dreifingu í heimalandinu.
Árið 1975 gerði Tarkowsky Speg-
ilinn og hafi fyrri myndir hans
valdið deilum þá hneykslaði hann
Moskvubúa með þessari, sem fól í
sér mjög óvenjulega kvikmynda-
tækni og frásagnarmáta, sem, þótt
áhorfendur á Vesturlöndum
þekktu til slíks, voru byltingar-
kennd fyrir sovéska áhorfendur.
Hún segir frá ungum strák og
minningum hans frá liðnum tíma
og á myndin rætur að rekja til
þess er foreldrar leikstjórans
skildu árið 1935.
Fjórum árum seinna, 1979, gerði
hann Stalker og var hún sýnd hér
á kvikmyndahátíð. Boðskapur
þeirrar myndar segir gagnrýnand-
inn Martin vera, að uppruna allra
Úr Stalker.
Tvær myndir úr Æsku ívans.
Úr Andrei Rubljow.
Ég er oft að því spurður hvaða
merkingu atburðir og annað hafi í
mínum myndum. Það er hræði-
legt. Listamaður á ekki að þurfa
að svara fyrir list sína. Ég veit
ekki fyrir hvað mín symbol
standa. Það eina sem ég vil að ger-
ist er að það vakni tilfinningar
með áhorfandanum, hvaða tilfinn-
ingar sem er, sem grundvallast á
viðbrögðum innra með honum.“
Sjö myndir á 20 árum
Þrátt fyrir að hafa unnið við
kvikmyndagerð í yfir 20 ár, hefur
Tarkowsky aðeins gert þessar sjö
myndir, sem sýndar eru á hátíð-
inni. Það þykir kannski lítið en
hann er lengi að gera hverja
mynd. „Tarkowsky byrjar með
hugmynd, hugsýn. Það getur tekið
langan tíma að framkvæma þá
hugmynd og á meðan er allt í
kveljandi óreiðu og hrærigraut al-
veg þar til myndin nær til kvik-
myndahúsanna," segir gagnrýn-
andinn Mark Zak.
Andrei Tarkowsky fæddist í
apríi árið 1932 í litlu þorpi á bökk-
um Volgu. Faðir hans, Arseni, var
vel þekkt ljóðskáld. Tarkowsky
stundaði fyrst nám í tónlist en síð-
Meðal þeirra sem hrifust af
Æsku tvans var heimspekingur-
inn og existensíalistinn franski,
Sartre, sem fór lofsorðum um
myndina. Gagnrýnandinn Martin,
sem áður var nefndur, vill einmitt
tengja Tarkowsky við existensíal-
ismann. Hann segir: „Ef ákveðnar
myndir Tarkowskys hafa orðið
fórnarlömb sovéskra yfirvalda, er
það vegna þess að hugmyndafræði
þeirra er ekki sprottin upp af
marxisma, heldur af einhverskon-
ar existensíalískri heimspeki, sem
hann hefur fengið í arf frá höf-
undum eins og Tolstoy og Dostoy-
evsky."
Næsta mynd Tarkowskys var
um helgimyndamálarann Andrei
Kubljow, sem uppi var á 16. öld.
Með henni mótaði hann boðskap
sinn sem kemur fram m.a. í eftir-
farandi lýsingu á söguhetjunni:
„Hvort sem hann langar til að
fljúga áður en hann er fær um
það, eða móta bjöllu áður en hann
hefur lært það, eða mála helgi-
mynd á þann hátt sem aldrei hef-
ur sést áður — þá krefst það þess
að maðurinn, sem hápunktur
sköpunarinnar, sökkvi sér ofan í
verk sitt, gefi sig óskiptan að því
..." Boðskapur þessi snerti pers-
vona sé að finna í manninum
sjálfum en ekki einhverju æðra
valdi.
Nýjasta mynd Tarkowskys,
Nostalgia, var sýnd í Cannes 1983
og vann þar til verðlauna. Tark-
owsky hefur lýst henni sem „ein-
faldri ástarsögu". Hún var tekin á
Ítalíu en aðalleikarar koma víða
að, Erland Josephson frá Svíþjóð,
Domiziana Girodano frá Ítalíu og
Oleg Yankowsky frá Sovétríkjun-
um, sem áður hafði unnið með
leikstjóranum við gerð Spegilsins.
Tarkowsky heldur mikið uppá
leikstjóra eins og Kurosawa,
Bresson, Bunuel og Bergman.
„Hvað varðar áhrif þeirra á verk
mín, þá eru það ekki áhrif í
merkingunni „að likja eftir“. Frá
mínum sjónarhóli séð er það
ómögulegt því eftirlíkingar hafa
ekkert að gera með markmið kvik-
myndagerðar. Maður verður að
finna eigið mál til að tjá sig með.
Fyrir mér eru áhrif það, að vera
með í hópi fólks sem ég dái og
virði," segir Tarkowsky.
— ai.