Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 15
B 15 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 fyrr en 1959, þótt ævintýramenn reyndu það stöku sinnum og þótt þingið á Jamaica sam- þykkti lög um björgun fjársjóðs- ins. Árangur náðist ekki fyrr en Robert Marx stjórnaði velskipu- lögðum uppgrefti 1964. Þetta var ekki auðvelt verk. Annar jarðskjálfti 1907 hafði valdið meira hruni í sokknum rústunum og þykkt botnfail þakti staðinn. Marx notaði sog- dælu til þess að hreinsa svæðið, sem hann og félagar hans ein- beittu sér að, og til þess að moka upp litlum munum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Marx fann hruninn vegg og dró þá ályktun að það sem undir honum væri hefði farið fram hjá fyrstu björgunar- mönnunum. Sandinum var dælt varlega í burtu og holan könnuð. Marx fann spón úr pjátri og síð- an annan sams konar spón. Því næst fannst stór skál og þá stafli af diskum. Fleiri hlutir úr pjátri fundust á öðrum stöð- um: drykkjarkrúsir, súpuskálar, matarílát, kertastjakar, vín- trektir og staup. Þetta var mtsta safn af pjáturvöru frá sjávarfangi, sem dró að sér stóra hitabeltisfiska. Kafararnir höfðu verið varað- ir við hákörlum, en það sem vakti mesta athygli þeirra voru nokkrar múrenur, sem eru af einni ætt álaættbálks, og litlar barrakúdur. Þegar Hamilton og stúdentar hans, sem voru 22 að tölu, höfðu unnið að uppgreftrinum í 11 vik- ur í fyrrasumar hættu þeir að safna gripum úr byggingunni að sinni. I vetur hafa þeir unnið að því að undirbúa ritsmíðar um það sem þeir fundu. Hamilton sagði í viðtalinu við NY Times að í byggingunni virt- ust hafa verið þrjár verzlanir á jarðhæð, en íbúð á hæðinni fyrir ofan. Hann sagði að ur.dir hrundu þakinu hefðu fundizt „brotin borð og brotnir stólar, brotin bjórkrús, þröskuldar, sem voru á sínum stað, dyra- stafir og alls konar gripir, sem Port Royal var endurreist eftir jarðskjálftann 1692 og heimamenn köfuðu oft niður í hina sokknu borg í leit að verðmætum. síðari hluta 17. aldar, sem fund- izt hafði. Ýmislegt fleira fannst: rúm- lega 5,000 brot af leirpípum, vasaúr, leirmunir og postulíns- gripir, silfurskjöldur, tæki og búnaður skipa úr látúni. Síðast en ekki sízt fannst kista, sem molnaði og þá blasti innihaldið við: hundruð glóandi, ónotaðra silfurpeninga. Sannkallaður sjó- ræningjafjársjóður. ÓHREYFT Einna merkilegast við upp- gröft Marx og þann uppgröft, sem nú stendur yfir í Port Royal undir stjórn Hamiltons, er að þeir hlutir, sem finnast, eru hér um bil á sama stað og þegar borgin sökk — þar sem hún leið undir lok af völdum mikilla rjáttúruhamfara. Hamilton sagði í viðtali við New York Times að yfirleitt græfu fornleifafræðingar á stöðum, sem hefðu verið yfir- gefnir eða tekið breytingum í tímans rás. Hann sagði að oftast fyndust hlutir ekki þar sem þeir hefðu verið notaðir heldur á ruslahaugum. Þannig verði fornleifafræðingar að geta sér til um hvar og hvernig þeir hafi verið notaðir og hverjir hafi notað þá. Hamilton sagði að hann og aðrir vonuðust til að geta dregið upp miklu nákvæmari mynd af lífinu í Port Royal á 17.öld en reynzt hefði unnt til dæmis í Williamsburg, Virginíu, í Bandaríkjunum, þar sem margir gripir hefðu horfið. Unnið verður úr því sem forn- leifafræðingarnir finna á Eng- landi. Hamilton og samstarfs- menn hans vona að árangurinn verði sá að unnt verði að setja saman svo lifandi frásögn um lífið á þessum tíma að hún verði eins og söguleg skáldsaga, þar sem allt verði sett í samhengi. Uppgröfturinn fer fram á veg- um Texas A & M-háskólans, stofnunar sem er tengd honum og fæst við sjávarfornleifafræði (Institute of Nautical Archeao- logy) og Jamaicastjórnar, sem fór þess á leit við háskólann að hann tæki að sér þetta verkefni fyrir sex til sjö árum. Verkið gat ekki hafizt fyrr en 1981 vegna ótryggs stjórnmálaástands á Jamaica. Hamilton var ákveðinn í að halda nákvæma skrá um allt sem fyndist. Hann einbeitti sér að tveggja hæða múrsteinshúsi rúmlega 80 metra frá landi, sem eitt sinn hafði verið með múr- húðaða veggi og bratt tígul- steinsþak. KAFARAR Kafararnir, sem voru stúdent- ar Hamiltons, unnu á þremur þriggja tíma vöktum fimm daga í viku. Skyggni var stundum að- eins örfáir þumlungar og við vinnuna rótuðu þeir upp ýmsu lágu á víð og dreif á gólfinu". í einu herberginu á jarðhæð- inni, sem var greinilega krá, voru viskíflöskur í hundruðatali, pjáturkrúsir, matarílát og mælikönnur. t öðru herbergi fundu kafararnir leirpípur í hundruðatali og vínflöskur og þeir halda að þar hafi verið tób- aks- og vínverzlun. Bakherbergið var eins konar verkstæði, því að þar fannst heilmikið af verkfærum, öxum, meitlum, hömrum, þjölum og timbri, sem virðist hafa verið notað til að smíða úr á renni- bekk. í sumar ætlar Hamilton að rannsaka alla höfnina í Port Royal, þar sem hann telur að um 5 hektarar gamla bæjarins séu enn í kafi. Hann telur að þar séu 500—700 byggingar. Innan við 20 þeirra hafa verið grafnar upp og þar af hefur aðeins ein þeirra verið fullrannsökuð. „Við getum grafið hérna næstu 200 ár,“ sagði Hamilton í viðtali. (skv. NY Times o.fl. heimild- um.) Bretland: Stjórnin vill banna meðgöngu- staðgengla Lundúnum, 8. mars. AP. BRESKA ríkisstjórnin mun inn- an skamms leggja fram á þing- inu tillögu til þingsályktunar um að banna það fyrirbæri sem fel- ur í sér að konur gangi með börn fyrir barnlaus hjón og þiggi fyrir það gjald. Mál „Baby Cotton“ var mikið í fréttum er það kom í heiminn í upphafí þessa árs, en þá gekk hin 28 ára gamla Kim Cotton með barn ónafngreindra bandarískra hjóna eftir að sæði eiginmanns- ins hafði verið komið fyrir í henni. Norman Fowler heil- brigðisráðherra sagðist búast við því að málið yrði afgreitt fljótlega og það yrði að lögum fyrir sumarið. Fowler sagði að einkum tvennt hefði ráðið aðgerðum stjórnarinnar, í fyrsta lagi ótti við að of mikil kaupsýsla myndi ráða ríkjum í viðskipt- um af þessu tagi í framtíðinni og í öðru lagi, að vangefið barn fæddist „leigumóður" af þessu tagi í Bandaríkjunum fyrir skömmu og hjónin sem höfðu ætlað að taka við harn- inu höfnuðu því. Frú Cotton, sem gekk með „Baby Cotton“, sagði að hún væri á móti því að banna þessi viðskipti. „Þetta er síðasta hálmstrá sem mörg pör sem ekki geta eignast börn með hefðbundnum hætti geta haldið í. Mér þætti fróðlegt að sjá hvað stjórnvöld ætla að færa því fólki í staðinn úr því að það á að banna þetta,“ sagði Kim Cotton. Aðspurð hvaða tilfinningar hún bæri til litla barnsins í dag, sagði hún: „Það var nokkuð erfitt fyrst, en það lagaðist er ég hugsaði sem var, að barnið væri í góðum höndum og það ætti nú foreldra sem elskuðu það frá dýpstu hjartans rótum sínum. Eg hugsaði enn um barnið öðru hvoru, en með gleði í hjarta fremur en með söknuði," sagði frú Cotton. Holland: Þrír skotn- ir tii bana Rínwijk, Hollandi, S. mars. AP. ÞRIR menn voru skotnir til bana snemma í nótt, er ráðist var inn í aðalstöðvar surinamskrar and- spyrnuhreyfíngar, sem hefur aðsetur í Rijswijk, í útjaðri Haag, að sögn hollenska útvarpsins. Var frá því sagt, að a.m.k. tveir vopnaðir menn hefðu ruðst inn í skrifstofubyggingu frelsishreyf- ingar Surinam og hafið skothríð á hljómsveit sem var á æfingu. Árásarmennirnir sluppu, en þeir voru á ferð rétt eftir mið- nættið. Kvað lögreglan ekki vitað, hvaða ástæða hefði legið að baki árásinni. Fyrrnefnd andspyrnuhreyfing er ein af mörgum, sem tóku sér bólfestu í Haag 1982, eftir valda- rán Desi Bouterse í Surinam í Suður-Ameríku, er eitt sinn var nýlenda Hollendinga. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.