Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 JO _ 20 a ing minnir mjög á „social con- tract“-kenningu breska heim- spekingsins Hobbes. Menn virða réttlætið vegna þess að þeir græða á því en ekki vegna þess að réttlætið sé eftirsóknarvert í sjálfu sér. Á þessu stigi rökræðunnar rifjar Glákon upp forna sögu Heródótos sem segir af lýdískum smala, sem fann hring sem var gæddur þeim mætti að gera menn ósýnilega. Smalinn var fljótur að nýta sér þennan mátt hringsins, flekaði drottningu rikisins, drap kónginn með henn- ar fulltingi og tók sjálfur að sér stjórn ríkisins. Og nú spyr Glák- on: Hefur maður sem býr yfir slíkum mætti nokkra ástæðu til þess að vera réttlátur? Hann get- ur gert það sem hann viil án þess að taka afleiðingum gerða sinna. Hvaða skynsamur maður myndi breyta öðruvísi en smalinn?!" 4 „Svar Sókratesar við þessari spurningu er aðalkenning Ríkis- ins, og blandast þar margt inn í, sem gefur þessu verki aukið gildi. Hann hefur rökfærsluna með með snjallri hugmynd, segir að stundum sjái menn hluti betur ef þeir eru stækkaðir upp, og leggur til að sleppa því í bili að svara þeirri spurningu hvað það er sem geri einstaklinga réttláta og snúa sér þess í stað að greiningu á réttlæti í ríkinu. Því réttlæti er líka eiginleiki ríkisins og hann vill kanna fyrst hvaða skipan ríkir í réttlátu ríki og reyna síð- an að yfirfæra þá niðurstöðu á réttlæti sem dygð einstaklinga. Þeir félagar setja síðan saman í sameiningu ímyndað ríki þar sem fullkomið réttlæti ríkir. Áður en lengra er haldið er rétt að ræða skilgreiningu Sókr- atesar á „dikaiosyne" eða rétt- Iæti. Réttlæti er samræmi eða rétt skipan einhverrar heildar. Rétt skipan ríkir þegar hver hluti heildarinnar vinnur sitt verk, starfar eins og vera ber. Þessi skilgreining byggir á nokk- uð frjórri samlíkingu við líkam- lega heilbrigði. Þegar hvert líf- færi líkamans sinnir sínu hlut- verki eins og vera ber, er maður- inn líkamlega heilbrigður, rétt skipan ríkir í líkamanum. Á sama hátt er ríki heilbrigt, eða réttlátt, þegar hver einstaklingur þess vinnur sitt verk eins og vera ber, stendur sig í sínu og er ekki að kássast í öðru. Þetta þýðir auðvitað að réttlátt ríki er stöð- ugt og óbreytanlegt; þegar hin rétta skipan er komin á ber að halda ríkinu þannig um aldir alda.“ 5 — Hver er svo hin rétta skipan? Sókrates sér strax að ríki get- ur ekki þrifist án verkaskipt- ingar og kemst að þeirri niður- stöðu að þrjár meginstéttir séu nauðsynlegar: Sú fjölmennasta er stétt framleiðenda, hand- verksmenn ýmis konar og versl- unarmenn. Síðan gerir hann ráð fyrir lögreglu eða her, sem hann kallar verndara ríkisins, en þessi stétt hefur það hlutverk að verja ríkið fyrir öðrum ríkjum og halda uppi lögum og reglu innan ríkisins. Loks er það stétt þeirra sem halda um stjórntaumana. Eókrates leiðir rök að því að hver þessara stétta sé nauðsyn- leg. Engin lifir án matar og klæða og því þarf auðvitað fjöl- breytta stétt framleiðenda til að skapa og dreifa lífsnauðsynjum. Borgríki byggist á sérhæfingu, þar sem menn skiptast á nauð- synjum. Verndararnir eru nauðsynlegir vegna þess að sagan sýnir að ríki hafa tilhneigingu tii að ásælast og leggja undir sig önnur ríki með valdbeitingu, og því þarf varnir gegn slíkum yfirgangi. Ennfremur er nauðsynlegt að halda ríkinu saman innbyrðis, setja niður deilur og sjá um að hver maður vinni sitt verk. Og ekkert ríki þrífst án stjórn- unar. Platón telur sérstaklega mikilvægt að stjórnendur séu Er ranglátur maður sjúkur á sálinni? starfi sínu vaxnir, það er að segja, sérfræðingar í því sem máli skiptir, góðu og illu, kunn- áttumenn í því hvað einstakling- unum og ríkisheildinni er fyrir bestu. Þeir einir eiga að stjórna sem þekkja hið góða, vita hvað mönnum er fyrir bestu, og slíka þekkingu öðlast menn aðeins eft- ir áratuga langa skólun í heim- speki. Stétt stjórnenda saman- stendur því af heimspekingum, sem eiga að baki langt og fjöl- breytt nám.“ — Platón lítur þá svo á að gæðin séu ein og söm fyrir alla menn? „Já, Platón trúði því. Honum sýndust spurningarnar „Hvað er góður maður?“ og „Hvað er góð breytni" alveg sambærilegar við spurningar eins og „Hvað er góð- ur skósmiður" og „Hvað er góð skósmíði?“. Þetta eru tvö þekk- ingarsvið sem hægt er að öðlast algilda þekkingu á. En við vorum að tala um stétt- irnar þrjár. Platón gerir grein fyrir réttindum og skyldum hverrar stéttar í nokkrum smá- atriðum. Það er kannski óþarfi í þessu samhengi að sökkva sér djúpt í þær vangaveltur hans, en til gamans má nefna að í stétt stjórnenda átti að ríkja fullkom- inn kommúnismi, stéttin mátti engar eignir eiga, en þannig hugðist Platón koma i veg fyrir að eigin hagsmunir réðu nokkru um ákvarðanir. Og öll börn sem inn í þessa stétt fæddust áttu sér alia stjórnendur að foreldrum. I>ögreglan átti líka að vera eigna- laus og lifa öguðu og hörðu lífi, og því má segja að það hafi því fyrst og fremst komið í hlut „lægstu" stéttarinnar, framleið- endanna, að lifa tiltölulega eðli- legu lífi og njóta lífsins lysti- semda." — Þessi mynd sem Platón dregur upp af fyrirmyndarríkinu hefur sætt harkalegri gagnrýni, er það ekki? Karl Popper og fleiri hafa látið þung orð falla. Mikil ósköp. Og það réttilega. En hins vegar er áiitamál hversu mikið af þeim skoðunum sem fram koma í Ríkinu er rétt að eigna Platóni. Sjálfur efast ég um að Platón hafi meint allt bókstaflega sem hann sagði um fyrirmyndarríkið, ég held frekar að hann hafi verið að leika sér með hugmyndir. Það koma fram andstæðar skoðanir víða í verk- um Platóns. Samræðuformið sem hann notar kallar beinlínis á það að brugðið sé á leik með hug- myndir. Sú kenning hefur líka verið sett fram að Platóni hafi gengið það eitt til að hneyksla samtímamenn sína með þessari útópíu, ganga lengra en Aristó- fanes í Lýsiströtu, þar sem kven- fólkið tók völdin í sínar hendur." — En hvort sem Platóni var full alvara eða ekki, þá stendur kenningin eftir sem áður og er opin fyrir gagnrýni. Eyjólfur hefur tekið tæknina í þjónustu sína og skrifað þýðingu sína inn á tölvu. Hér er hann að störfum í vinnuherbergi sínu. „Vissulega, en þetta skiptir þó máli þegar menn eins og Karl Popper stimpla Platón sem ein- hvern mesta einræðispostula fyrr og síðar." — I hverju er gagnrýni Popp- ers fólgin? „Popper telur að kenning Plat- óns um fyrirmyndarríki sé ein- hver fólskulegasta árás sem gerð hefur verið á allar frelsis- og lýð- ræðishugsjónir sem nafni tekur að nefna. Hann sér í Ríki Platóns algera andstæðu þeirrar þjóðfé- lagsskipunar sem byggir á lýð- ræði og frelsi; þetta er dæmigert lokað samfélag, þar sem allt er í föstum skorðum og við engu má hrófla. „Fyrirmyndarríki" Popp- ers á hinn bóginn er opið samfé- lag, undirorpið sífelldri gagnrýni og endurskoðun. Popper segir að lýsing Platóns á Sókratesi í Rík- inu sé einhver mesta sögufölsun sem um getur — Sókrates, mesti píslarvottur frelsisins í mann- kynssögunni, er gerður að boð- bera kúgunar, segir hann.“ — Er þetta rétt hjá Popper? „Það er rétt að því leyti, að Sókrates boðar aldrei að hann eða annar hafi fundið algildan sannleika, hann vill alltaf halda umræðunni opinni, og hann vægði engu, ekki einu sinni lýð- ræðinu í Aþenu. Hins vegar má kannski segja að kenningar Plat- óns, bæði um samfélagið og stjórnmál, séu rökréttar ályktan- ir af gagnrýni Sókratesar. Allt- éiit finnst mér líklegt að þannig hafi það horft við Platóni sjálf- um. Eitt enn verðum við að hafa í huga þegar við veltum fyrir okkur hvað vakti fyrir Platóni með Ríkinu, og það eru hinar sögulegu aðstæður sem hann bjó við þegar hann skrifaði þessa samræðu. Platón hafði upplifað bæði lýðræði og höfðingjastjórn og orðið fyrir vonbrigðum með hvort tveggja. Undir lýðræðis- skipulagi var Sókrates, besti maður borgarinnar, dæmdur og tekinn af lífi, og hin skammlífa höfðingjastjórn sem tók völdin í lok Pelopsskagastyrjaldarinnar árið 404, var einhver mesta harð- stjórn í sögu Aþenu. Fyrirmynd- arríki Platóns er öðrum þræði viðbrögð manns sem orðið hefur fyrir vonbrigðum með stjórn- málaþróun og er að leita leiða til að koma hlutunum á réttan kjöl.“ 6 — Áður en við týnum þræðin- um, Eyjólfur, hvernig yfirfærir Sókrates réttlæti í ríkinu yfir á einstaklinginn? Hvernig smækk- ar hann myndina aftur? „Við förum nú að koma að því. Platón litur svo á að ein dygð tengist sérstaklega hverri hinna þriggja stétta ríkisins. Skynsem- in er dygð stjórnendanna, hug- rekki dygð verndaranna og hóf- semi dygð „hinna". Þetta eru þeir eiginleikar sem mest er um vert að hver stétt hafi. Réttlætið er svo nokkurs konar yfirdygð, sem einstaklingar í hvaða stétt sem er þurfa að hafa, svo þeir vinni sitt verk sem best þeir mega og haldi sig að sínu. Nú þurfum við að leiða til sög- unnar kenningu Platóns um manninn, sálfræðilega kenningu sem gengið hefur aftur oft síðan með einhverjum breytingum, meðal annars hjá Freud. Kenn- ingin er á þá leið að hver ein- staklingur hafi þrjá megin eig- inleika, langanir, skap og skyn- semi. Langanirnar tengir Platón líkamanum fyrst og fremst, skapið tilfinningunum og skyn- semina hugsuninni. Allir hafa þessir þættir sálarinnar sínu hlutverki að gegna, langanirnar (hungur, þorsti, kynhvöt) sjá til þess að menn fullnægi frumþörf- um sínum, skapið ver menn fyrir yfirgangi annarra og hlutverk skynseminnar er að stjórna. Þessi greining sálarinnar fellur algerlega saman við skiptingu Ríkisins í þrjár meginstéttir og þær dygðir sem þeim fylgja. Og nú er kominn tími til að smækka myndina aftur og sýna fram á það hvað geri menn réttláta. Heilbrigði sálarinnar byggist, eins og heilbrigði líkamans og Ríkisins, á því að hver hluti hennar vinni sitt verk eins og vera ber og fari ekki út fyrir sitt svið. Platón telur að ranglæti stafi af því að langanirnar fari út fyrir verksvið og stjórni einstakl- ingnum. Þetta er að því marki rétt hjá honum, að undirrót ranglætis er oftar en ekki valda- fíkn og græðgi. Niðurstaða Plat- óns er þá þessi: ranglátur maður er óheilbrigður, langanirnar hafa tekið að sér hlutverk skynsem- innar og farið þar með út fyrir sitt svið. Þessu má líkja við krabbamein í líkamanum, sem stafar af óeðlilegum vexti fruma sem brjóta samræmi og skipulag líkamsheildarinnar og ógna með því lífi einstaklingsins. Og af þessu leiðir auðvitað að menn eigi að vera réttlátir, ef þeir á annað borð meta heill sína og heilbrigði nokkurs." — Einhvern veginn finnst manni þessi rökfærsla ekki ýkja sannfærandi. Stenst hún? „Nei, ég held ekki. Að minnsta kosti ekki í þeim stranga skiln- ingi að í henni séu eingöngu sannar eða sennilegar forsendur, sem leiða óhjákvæmilega til niðurstöðunnar. Hins vegar er þessi rökfærsla full af skynsemi og innsæi." 7 — Er hægt að segja til um það hversu mikil áhrif Ríkið hefur haft á þróun mannkynssögunn- ar? „Það held ég að sé nokkuð erf- itt. En Ríkið hafa menn lesið í 2.400 ár, svo bein og kannski ekki síður óbein áhrif verksins hljóta að vera umtalsverð. Svo Popper sé nefndur aftur, þá er það varla að ástæðulausu að annað ritið af tveimur sem hann skrifaði gegn þeim sem hann taldi vera höfuð- andstæðinga frjálsrar hugsunar og opins samfélags skuli fjalla nær eingöngu um Platón. Hegel og Marx eru teknir saman í hinu bindinu.“ — Getum við nútímamenn dregið einhvern lærdóm af Ríki Platóns? „Vissulega, það má margt læra af Platóni. Fyrirmyndarríki Platóns er tilraun til að reyna til hins ýtrasta einhvers konar heildarhyggju, og slík tilraun hefur gildi fyrir alla þá menn sem láta hugsun sína um samfé- lagið ekki stjórnast af lestri þingfrétta einvörðungu. í raun- inni má segja að ríkiskenningin gangi meira og minna út á það að prófa út í æsar hugmyndina um sérhæfni — þá hugmynd að það sé jafn sjálfsagt að menn sem „vit hafa á“ stjórni samfélaginu og að tannlæknar geri við tennur og húsasmiðir reisi hús. Þótt fáir vilji ganga eins langt og Platón í þessu efni, er hugmyndin engan veginn dauð. Og hafi menn hug á að kynnast þessari hugmynd í vel útfærðri mynd er tilvalið að lesa Ríkið. En það sem ég held að sé einna lærdómsríkast í skrifum Platóns um stjórnmál er hin feikilega skarpa gagnrýni hans á lýðræðið. Það er hverjum manni hollt að leiða hugann að þeirri gagnrýni, því mönnum hættir svolítið til að upphefja lýðræðið og telja það sjálfgefið að lýðræðisskipulag sé ávallt gott skipulag." — Hvernig er þessi gagnrýni Platóns? „Hún kemur fram í fleiri sam- ræðum hans, meðal annars Gorgíasi, og þá í því samhengi að verið er að ræða heimspeki ann- ars vegar og mælskulist hins vegar. Mælskulistin var á tíma Sókratesar og Platóns mjög mik- ilsvert tæki til að ná völdum. „Ef þú kannt þessa tækni, þarftu ekki að kunna neitt annað," sögðu formælendur hennar, „þú getur sannfært hvern sem er um hvað sem er.“ Platón gagnrýnir þetta sjónarmið harkalega, enda felur það í sér að menn geta með mælsku og flaðri haft sitt fram í málum, þótt skoðun þeirra sé al- röng. Þessi hætta er ávallt sam- fara lýðræðisskipulagi, að menn hafi sitt fram með því að hafa áhrif á skoðanamyndun fólks, með auglýsingum, áróðri í fjöl- miðlum, myndun þrýstihópa og svo framvegis. í slíku skipulagl er auðvitað engin trygging fyrir því að það verði ofaná sem máli skiptir. Og vissulega er lýðræði skipulag sem býður þeirri hættu heim að menn nái völdum án þess að hafa þekkingu eða kunn- áttu til að fara með þau. Kunn- áttan nær ekki lengra en til að öðlast völdin."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.