Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 10.03.1985, Síða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 Reiðin má ekki beinast inn á við í dag ætlum við að fjalla um alvarlegt og sorglegt mál. Við ætl- um að fjalla um nauðganir. Ég þykist viss um það, kæru lesend- ur, að þið séuð ekki öll sátt við þessa umfjöllun hér á síðunni. Ég fer þess vegna að reyna að geta mér til um viðbrögð ykkar, sem svo sýnist, og reyna að mæta þeim. Einhver ykkar hugsa ég að segi að þetta komi kirkjunni ekk- ert við. Önnur að það þurfi ekki endilega að vera að ræða þessi óhuggulegu mál á Drottins degi. Mér fínnst rétt að við þurfum að eiga athvarf frá vonzku heimsins, sem blasir sffellt við í fjölmiðlum. En við þurfum líka að hafa opin augun fyrir raunveruleikanum, einmitt vegna þess að við enim kirkjufólk. Kirkjan þarf ævinlega að vaka, vita og hjálpa. Hún þarf ekki að standa í fararbroddi í hjálparstarfi á öllum sviðum en getur tekið þátt í því starfi, sem er unnið í þjóðfélaginu. Held ég. Alveg eins og fólk af ýmsum svið- um tekur þátt í því starfi, sem kirkjan stofnar til. Þess vegna vil ég biðja ykkur, sem ekki eruð sátt við þessa umfjöliun í dag, að virða hana samt á betri veg í kærleika. Sú er forsaga þessara skrifa að ég hitti unga konu, Ragn- heiði Margréti Guðmundsdótt- ur íslenzkunema. Hún bjó um skeið í Bandaríkjunum og sótti þar námskeið í hjálp við konur, sem hafði verið nauðgað. Nám- skeiðin voru haldin á vegum KFUK, en þar í landi starfar KFUK aðallega að félagslegri þjónustu við konur. Innan KFUK starfar DWAR, sem þýð- ir DuPage Women Against Rape, konur í DuPage-héraði gegn nauðgunum. — Fyrra námskeiðið var átta vikna nám- skeið, sagði Ragnheiður Mar- grét, og eftir það fór ég á fram- haldsnámskeið. Fyrra nám- skeiðið var haldið á laugar- dagsmorgnum og svo tvær helg- ar í viðbót. Það miðaði að því að kenna okkur að taka þátt i starfi KFUK til hjálpar konum, sem hefur verið nauðgað, vinna við neyðarsimaþjónustu, sem er opin alla daga og nætur svo og að kynna málin út á við. Hvað er kennt á námskeið- unum? Við lærðum um hinar ýmsu hliðar nauðgunar, hina sögu- legu hlið, félagslegu, tilfinn- ingalegu og lagalegu, um rétt- arkerfið og læknisskoðun og yf- irleitt um allt, sem tengist nauðgunum. Sunnudagarnir á eftir voru svo notaðir til að hreinsa tilfinningar sjálfra okkar, losa okkur við þær sálar- flækjur, sem hljóta að verða með sjálfum okkur eftir þetta nám. Eftir það æfðum við okkur í að svara í neyðarsímann í um- sjón ráðgjafa, sem hlustaði á okkur og leiðbeindi. Fyrst eftir að við byrjuðum að starfa á eig- in spýtur hringdum við til Rætt við Ragnheiði Margréti Guðmundsdóttur ráðgjafa eftir samtölin og feng- um ráðleggingar. Hópurinn heldur mánaðarlega fundi, sem allar konurnar sækja, til að tengjast innbyrðis og miðla ráð- leggingum. Hvernig fóru skólaheim- sóknirnar fram? Hluti af starfinu var að kynna málið á vinnustöðum og í skólum. Við heimsóttum fyrstu bekki menntaskólanna og töluð- um við krakkana um samskipti kynjanna og hvernig þau geti leitt til nauögana. Því það er staðreynd að ungir strákar nauðga stelpum og umgangast þær án þess að bera nokkra virðingu fyrir þeim. Það gerist sérstaklega í sambandi við áfengisneyzlu og lyfjaneyzlu. Krakkarnir voru látnir taka goðsagnapróf um nauðganir og það varð einhvers konar um- ræðugrundvöllur. Svo voru sýndar kvikmyndir um aðdrag- anda að kunningjanauðgunum og krakkarnir látnir ræða um þær á eftir. Konurnar gættu þess að vera ekki að segja krökkunum fyrir verkum, segja t.d. ekki að þau ættu ekki að ferðast á puttanum, heldur að ef þau ferðuðust á puttanum gætu þau átt á hættu að verða nauðgað. Ef það er sagt að strákar beri enga virðingu fyrir stelp- um verður þá ekki líka að segja að stelpur krefjist engrar virðingar? Það getur verið. Krakkar læra látalæti og þykjustuleiki í samskiptum og strákar hugsa með sér að stelpur meini ekki mótþróa í alvöru heldur vilji einmitt láta ganga á eftir sér og séu í rauninni til í tuskið. Krakkar þurfa að læra skýr og greinileg tjáskipti. Það verður að kenna stelpum ótvíræð viðbrögð við ágengni. Og það þarf að gera strákum ljóst hvað nauðgun hefur alvarlegar af- leiðingar. Það er hræðilegt að þurfa að ala stelpur upp við það að varast karlmenn, þiggja ekki far í bíl, fara ekki heim með strákum. En það virðist vera nauðsynlegt. Við konur ættum ekki að þurfa að loka okkur inni. Það er karlmaðurinn, sem nauðgar. Við megum ekki taka ábyrgðina á okkur. Það hefur verið sagt svo oft og svo lengi að konur komi körlum til að nauðga sér, að þær vilji láta nauðga sér o.s.frv. Þetta er fjar- stæða. Okkur konum er kennt að líta aðlaðandi út en ef við erum svo óheppnar að vera nauðgað erum við svo skamm- aðar fyrir að hafa verið tæl- andi. Það er ekki furða að við verðum ruglaðar. Ef karlar gerðu sér grein fyrir þeim áhrifum, sem nauðgun hefur á konur, myndu þeir trúlega ekki nauðga þeim. Nauðgun getur haft ævilangar afleiðingar. Enginn nauðgari myndi vilja láta nauðga systur sinni, dóttur eða móður. Hvernig á að hjálpa konu, sem hefur verið nauðgað? Hún þarf að fá líkamlega og andlega aðhlynningu. Það er mismunandi hvað konur leita hjálpar fljótt, það gerist ekki alltaf strax. En það er bezt ef þær geta talað um þetta strax og það er raunar mjög mikil- vægt. Þær verða sjálfar að ráða ferðinni, það er óhætt að hvetja þær til að tala en það má ekki þvinga þær til þess. Þær þurfa að fá hjálp til að rannsaka til- finningar sínar og koma þeim í jákvæðan farveg. Þær eru oft reiðar og fullar sjálfsásökunar. Reiðin má ekki beinast inn á við, þær mega ekki ásaka sjálf- ar sig. Nauðgun er aldrei þeirra sök. Reiðin á að beinast í rétta átt, að manninum, sem nauðg- aði þeim, og það er hægt að nota þessa reiði á uppbyggilegan hátt með því að kæra og sjá til þess að nauðgarinn taki afleið- ingum þess, sem hann gerði Hvert geta konur hér á landi, sem hefur verið nauðg- að, leitað aðstoðar? Þær geta leitað til lögregl- unnar hvar sem er á landinu og til Kvennaathvarfsins í Reykja- vík og á Akureyri. Kona, sem hefur verið nauðgað, þarf að fá læknisskoðun. Lögreglan að- stoðar konur við að komast í þessa skoðun. Það þarf að at- huga hvort konan hafi skaðazt líkamlega, hvort hún hafi verið þunguð þegar henni var nauðg- að, hvort hætta sé á þungun við nauðgunina og hvort hún hafi Þetta er kort Samtaka um kvennaathvarf. Skrifstofan er á Hallveigarstöðum. KVENNA ATHVARF o o Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir fengið kynsjúkdóm. Konan á ekki að þvo sér fyrir læknis- skoðunina, ekki skipta um föt. Hún á að hafa með sér aukaföt því hún skilur hin fötin eftir sem sönnunargögn, sem verða notuð ef hún kærir nauðgunina. Hér í borg ríkir nokkurt skipulagsleysi í- læknisskoðun- armálunum og enginn læknir er skyldugur til að skoða konu, sem hefur verið nauðgað. Lækn- ar geta neitað því og hafa gert það. Vonandi stendur það til bóta. Það hefur borið mikið á fordómum gagnvart lögreglunni í þessum málum en lögreglan hefur reynzt nokkuð vel. Ef konan vili kæra nauðgun- ina á hún að geta fengið aðstoð við það. Konum er oft ráðlagt að kæra ekki. En þær verða að ráða því sjálfar. Nauðgun er glæpur, sem veldur því að kon- an missir stjórn á lífi sínu og hún vill umfram allt ná stjórn á því aftur. Viðbrögðin, sem hún mætir fyrst eftir nauðgunina, geta skipt sköpum um það hvernig andlegur bati tekst. Mig langar til að við fjöllum nánar um þessa andlegu að- hlynningu. Konum, sem hefur verið nauðgað, finnst þær hafa lent í lífsháska og viðbrögð þeirra verða að mörgu leyti eftir því. Þau, sem aðstoða þessar konur, mega ekki gera sér einhverjar ákveðnar hugmyndir um það hvernig þær eigi að bregðast við. Viðbrögðin geta verið á alla vegu. Eins og ég sagði er bezt að konur geti talað um málið strax. Þá er gott að einhver skilningsrík manneskja sé til taks, einhver, sem hefur fengið þjálfun til þess eða einhver vin- ur eða ættingi. Það er gott að önnur kona fylgi þeim í lækn- isskoðun og yfirheyrzlu. Sú kona getur þá útskýrt hvað er að gerast. Ef konurnar eru hræddar ætti að sjá til þess að þær séu svo ekki skildar einar eftir heldur í umsjá vina eða ættingja, nema þær óski ann- ars. Það er líka hægt að fara með þeim í Kvennaathvarfið. Konan, sem hefur aðstoðað, get- ur gefið símanúmerið sitt og spurt hvort hún megi hringja eftir einn til tvo daga. Eftir nokkra daga vill kona, sem hefur verið nauðgað, oft helzt gleyma atburðinum og þetta stig getur varað í nokkra mánuði eða ár. Þá geta sárin ýfzt upp aftur og konurnar fá martröð og geta ekki hætt að hugsa um það, sem gerðist. Á þessu stigi leita konur oft hjálp- ar og það er eðlilegt. Það er merki um það að þær eru til- búnar til að takast á við málið og þiggja aðstoð. Það er mis- munandi erfitt og fer m.a. eftir því hvernig skilningi þær mættu í fyrstu. Hvaða meðferð fær árásar- aðilinn? Nauðgari fær enga meðferð í fangelsi. Fangelsisvistin læknar hann ekki. Rannsókn hefur leitt í ljós að margir, sem fremja kynferðisafbrot aftur og aftur, hafa orðið fyrir kynferðis- áreitni sem börn. Það hefur oft gerzt innan fjölskyldunnar og það er viðkvæmt mál. Það er kannski einföld skýring að segja að þeir, sem urðu fyrir valdbeitingu, ætli nú að sýna vald sitt. En það virðist vera satt í mörgum tilfellum. Margir þeirra hafa minnimáttarkennd og ætla að upphefja sig með því að'auðmýkja aðra. Eða þeir eru reiðir og láta reiði sína bitna á konunni, sem þeir nauðga. Nauðgun er í rauninni gróf lík- amsárás og flestir nauðgarar segja að þeir fái ekki neina kyn- ferðislega ánægju við nauðg- unina. Þú sagðir að konur gætu leitað til Kvennaathvarfsins. Hvaða aöstoð fá þær þar? Þær fá fyrst og fremst skjól. Þær geta líka fengið aðstoð við að kæra nauðgunina. Sam- starfshópur um nauðgunarmál er starfandi á vegum Samtaka um kvennaathvarf. Við höfum verið að ræða málin. Við viljum koma á sérstakri ráðgjöf fyrir konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun. Meðal markmiða sam- takanna er að reka athvarf fyrir konur, sem hefur verið nauðgað, vekja umræðu um ofbeldi gegn konum og greina orsakir þess og afleiðingar. Það er semsagt að hjálpa þeim, sem hafa orðið fyrir ofbeldi og berj- ast gegn þessu ofbeldi. Við telj- um að þessi mál verði að ræða meira og opinskárra en gert er núna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.