Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 B 25 Athafnalíf lamað á Neskaupstað Neskaupstað, 8. mars. HÉR f Neskaupstaö liggur nú allur flotinn bundinn vegna verkfalls sjó- raanna og er nær allt athafnalíf stað- arins lamað. í frystihúsi SVN lauk allri fisk- vinnu í síðustu viku og loðnubræðslu lýkur eftir 5 daga, hafi ekki loðna borist á land fyrir þann tíma. í gær var haldinn fjölmennur fundur sjómanna meö Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráð- herra í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Lýstu sjómenn þar mikilli óánægju með það sem kallað er kostnaðarhlutdeild, og dregin er af óskiptum afla. Lýstu þeir þeirri skoðun sinni að óréttlátt væri að þeir einir bæru uppi vanda útgerð- arinnar, sem við öll lifum á. Eftir fundinn var samningafundur milli sjómanna og útgerðarmanna. Að sögn Einars Ásgrímssonar sem sæti á í samninganefnd fyrir hönd sjómanna var fundurinn árangurslaus, því útgerðarmenn voru ekki til viðræðu um neinar aðrar breytingar en þær sem kom- ið hefðu fram í samningum þeim er undirritaðir voru fyrir sunnan. Sigurbjörg Færeyskur basar í dag ÞESSAR konur á myndinni eru konur hér i Reykjavík og ná- meðal margra sem í vetur hafa grenni sUnda að og heitir Sjó- unnið alla þessa handavinnu og mannskvinnuhringurinn. eru í félagsskap sem færeyskar Þessa handavinnu ætla þær að selja í dag, sunnudag, á bas- ar og flóamarkaði sem þær efna til í Færeyska sjómanna- heimilinu í Brautarholti 29 og hefst kl. 14. Þetta er árlegur basardagur og fer ágóðinn allur til Færeyska sjómannaheimil- isins, sem verið hefur í smíðum undanfarin ár. Svo verður einn- ig nú. Þó sjómannaheimilið sé komið undir þak og vel það er enn all nokkuð eftir þar ógert. Konan fremst á myndinni er frú Justa Mortensen sem er ein helsta driffjöðrin í þessum fé- lagsskap kvenna. Hún og mað- ur hennar, Jakob Mortensen, hafa búið hér í Reykjavík í 25 ár, en bæði eru þau Færey- ingar. Með henni á myndinni er dóttir hennar (í hvítu peys- unni) María Jakobsdóttir og Una Harðardóttir. Því má bæta við að fyrir nokkrum kvöldum, er konurnar voru að leggja síð- ustu hönd á handavinnu sína, fengu þær heimsókn nokkurra Færeyinga sem hingað komu vegna Norðurlandaráðsþings- ins. Anna Júlíana Sveinsdóttir Syngur á hádegis- tónleikum Operunnar Á hádegistónleikum tslensku óperunnar þriðjudaginn 12. marz flytja Anna Júlíana Sveinsdóttir og Jónas Ingimundarson lög eftir Tschaikovsky og Chopin. Ljóðin verða öll sungin með frumtextan- um, þ.e.a.s. á rússnesku og pólsku, en lausleg þýðing á íslensku fylgir efnisskrá. Á næstu hádegistónleikum, þriðjudaginn 19. marz, kemur Halldór Vilhelmsson fram og Sig- urður Björnsson þriðjudaginn 26. marz. (Frétl M Iskuka iyenmai) r/ % * Framhlaðið tæki á mjög hagstæðu verði, og VC-481 því fylgir fjarstýring sem gerir þér kleift að skoða myndefnið hratt í báðar áttir, ogfrysta myndina („pause"). Tækið hefur 7 daga upptökuminni, er útbúiö rakaskynjara, og sjálfvirkri endurspólun. Þetta úrvalstæki er umfram allt, einfalt í allri notkun. Aðeins 39.800 Stg. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI mk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.