Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.03.1985, Qupperneq 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1985 fclk í fréttum „Ákveðinn í að hafa einn íslenskan leikara í næstu kvikmynd“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Lárus Ýmir óskarsson er þekktur fyrir mynd sína „Andra dansen“, sem fengið hefur fjöl- rgar viðurkenningar og verð- laun. Hann var inntur eftir því hvað væri helst á verkefnaskrá hjá honum þessa dagana. „Stærsta verkefnið er leikin kvikmynd, sem ég mun gera úti í Svíþjóð næsta haust. Myndatak- an hefst í október eða nóvember. Ekkert endanlegt nafn er komið á myndina en vinnunafnið er „Þrír dagar í október". Handrit- ið er eftir sama höfund og fyrri kvikmyndir minnar, „Andra dansen", Svíann Lars Lundholm. Fjallað er um tvo bræður og föð- ur þeirra í þrjá daga úr lífi þeirra." „Hefur verið ráðið í hlutverk myndarinnar?" „Nei, það er ekki búið að því, en ég er ákveðinn í því að einn íslenskur leikari verði með í myndinni, en hvaða hlutverk hann fær, það veit ég ekki. Sennilega eitthvert aukahlut- verk.“ „Hvað líður kvikmyndinni um Louísu Matthíasdóttur, mynd- listakonu?" „Kvikmyndin hefur verið unn- in í áföngum frá því í fyrra og er — segir Lárus Ýmir Oskarsson verið að leggja síðustu hönd á verkið þessa dagana. Myndin er 45 mínútna löng og er um líf hennar og list, bæði hér heima og í New York. Myndatakan fór fram á báðum þessum stöðum." „Eru einhver önnur verkefni á döfinni?" „Eg hef verið að ganga íra páskaleikriti sjónvarpsins að undanförnu, en það er „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíks- son. Leikritið var tekið upp í sjónvarpssal síðastliðið vor en vegna verkfalls opinberra starfsmanna síðastliðið haust tafðist að ganga frá því til sýn- inga.“ „Eru sömu leikarar og í svið- setningu Þjóðleikhússins um ár- ið?“ „Nei, en þetta eru allt gamal- reyndir og þekktir leikarar. Að vísu er í hópnum einn leiklist- arnemi, Þröstur Gunnarsson, sem leikur Kalla, yngsta bróður- inn. Aðrir leikendur eru Helgi Skúlason, fer með hlutverk Þórðar, Margrét Helga Jó- hannsdóttir sem Munda, Guðrún S. Gíslasdóttir sem Hulda, Egill ólafsson sem Stjáni og Vilborg Halldórsdóttir sem Svandís." Lánis Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður. „Hvað næst?" spyrja menn Dynasty-veldið Lengi má blóðmjólka sömu kúna, dettur mörgum í hug er þeir fregna um það nýjasta sem framleiðendum Dynasty-þáttanna datt í hug til að raka saman fé. Það byrjaði auðvitað á sjálfum þættinum og þrátt fyrir það sem síðar átti eftir að koma í dagsljósið, þá er þáttaröðin enn miðdepillinn. Síðan var farið að framleiða sérstakt „Krystle“-ilmvatn, því næst Dynasty-þvottasnúru og nú er komin út ævisaga persónanna í Dynasty, rituð af alvöru rithöfundi í samvinnu við handritahöfund. Bókin heitir auðvitað ekkert annað en „Dynasty" og er reiknað með að hún seljist með afbrigðum vel í Bandaríkjunum og eÚaust víðar er fram líða stundir. Á myndinni sjást þau John Forsyth og Linda Evans (Blake og Krystle Carrington) rýna í ævisögur „sinar". Urgur í Dallas- leikurum Komið er að árlegu stórmáli hjá framleiðendum Dallas- þáttanna: Viðræðum leikara og framleiðenda um kaup og kröfur og það ku láta hátt í ýmsum fasta- gestum á borð við Victoriu Prin- cipal, Lindu Gray og Ken Kerche- val, ^em vilja fá sama kaup og Larry Hagman. Hagman fær and- virði 100.000 punda fyrir hvern þátt sem hann leikur í og það er helmingi meira en næst hæst launuðu leikarar Dallas fá. Steve Kanaly, sem leikur Ray lýsir and- rúmsloftinu: „Þó Larry sé Dallas mikilvægur, þá yrði erfitt fyrir framleiðendur að halda utan um þættina ef við stæðum öll hörð á kröfum okkar.“ Larry Hagman COSPER ► ert ekKi lengur i verkfalU; fyr'irt/zX'Á Ci torit) cl housinn !•' Barnakarlinn Þau Rod Stewart og Alana, fyrrum eiginkona hans, eru sem óðast að jafna sig á skilnaðinum og bæði sjást í fylgd nýrra fylgi- hnatta og þegar er talað um ný hjónabönd á næstu grösum. En börn þeirra tvö, Kimberly fimm ára og Jean fjög- urra ára, eiga hugi þeirra beggja. Hlustið á Rod: „Við Alana áttum ekki saman fremur en lóa og spói og þó að það gleymdist er á mestu gekk hjá okkur, sé ég nú, að ég virði Alönu mjög. Mér þykir vænt um börnin og sakna þeirra hverja þá mínútu sem ég er ekki í félagsskap þeirra. Þegar ég er heima í Kaliforníu heimsæki ég þau alltaf 1 4—6 tíma á dag. Það er því miður bara allt of sjaldan, það gera hljómleikaferða- lögin," segir Rod mæðulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.