Morgunblaðið - 10.03.1985, Side 33

Morgunblaðið - 10.03.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SIINNUDAGUR 10. MARZ 1985 B 33 Bréfritari segir að þad veki jafnan mikla athygli þegar hægt sé að selja til útlanda eitthvað annað en fiskafurðir, enda þótt fyrir fiskinn fáist um 75%alls gjaldeyris sem aflað er í landinu. Sjötíu milljónir á dag Ólafur Á. Kristjánsson skrifar: Þar kom að því að aðalreikni- meistarar þjóðarinnar kæmust að þeirri niðurstöðu að enn borgar sig að draga fisk úr sjó. Þegar sjómenn hætta veiðum í nokkra daga til að fá kjör sín leið- rétt, kostar það hvorki meira né minna en 70 milljónir á dag í tap fyrir þjóðarbúið í erlendum gjald- eyri að þeirra mati. Þetta vekur nokkra athygli þeg- ar undanfarið hefir rignt yfir þjóðina áróðri í útvarpi og blöðum um fánýta og allt að því skaðlega búsetu nokkurra landmanna með ströndum fram sem eingöngu vinna að öflun gjaldeyris fyrir þjóðarbúið og kosti jafnvel heið- arlegt fólk í Reykjavík og ná- grenni, sem forðast að koma ná- lægt fiskvinnu til sjós og lands, mikil útgjöld í sköttum til þess að sjá þessu auma fólki fyrir lág- marksþjónustu í mennta- og heil- brigðismálum. Nú síðast skrifar i Morgunblað- ið 25. febrúar einn spekingurinn úr Háskóla íslands, þar sem hann kemst m.a. svo að orði: „Það er greinilegt að niðurfelling skóla- halds í verkfallinu er mikilvægast allrar þeirrar röskunar sem af verkfallinu varð. Vegna hennar voru um 50 þúsund nemendur fjarri eðlilegum og sumpart lög- skyldum störfum í heilan mánuð, þ.e. rúm fjögur þúsund mannár fóru þarna í súginn. Að fiskveið- um starfa nú ekki fjarri fimm þúsund manns. Þannig svarar niðurfelling skólahalds til þess að obbanum af fiskiskipum lands- manna væri lagt í heilt ár.“ Ekki verður þessi klausa skilin Jón telur að það myndi verða til mikilla bóta við leitarstörf flugvéla og þyrla ef sjálflýsandi rendur væru festar utan á þær. þyrlur verði einhvern veginn auð- kenndar, t.d. verði festar sjálflýs- andi rendur utan á þær? Ég er sannfærður um að það myndi verða til mikilla bóta við leitar- störf. öðruvísi en svo að tap þjóðarbús- ins við að gefa skólakrökkum frí í einn mánuð sé svipað og obbinn af fiskveiði væri lagður niður í eitt ár. Ef bakvið kennslu í skólum landsins ríkir svipaður hugsana- gangur og þetta, er ekki von að vel fari. Höfuðstaðarbúar ættu að fara að átta sig á því, að 75% af þeim gjaldeyri sem aflað er í landinu er ennþá fyrir fisk og að þessum gjaldeyri er að mestu ráðstafað af Reykvíkingum, sem aflað er af fimm þúsund sjómönnum sem flestir eru búsettir við sjó allt í kringum landið. Um árið þegar grásleppuveiðar voru í mestum blóma, var eitt árið mun meiri gjaldeyrir fyrir grásleppuhrogn en ársframleiðsla Kísilgúrverk- smiðjunnar við Mývatn. Um þetta var þagað í fjölmiðlum Reykjavik- ur. En ef einhverjum tekst að selja útlendingum eitthvað sem telst til innlendrar framleiðslu í iðnaði eða þvúmlíku, fyrir upphæð sem svarar einni söluferð á togara á útlenda fiskmarkaði, er allt mynd- að í bak og fyrir, menn, vélar og framleiðsla. Svo mikla athygli vekur það ef eitthvað er hægt að selja útlendingum annað en fisk- afurðir. Það er kominn tími til að fólk á Reykjavíkursvæðinu fari að gera sér grein fyrir því hvaðan sá gjaldeyrir kemur sem það notar til flestra sinna þarfa. Að það eru engar kvarnir í kjöllurum bank- anna sem mala gjaldeyrisgull heldur erfiði þess fólks sem vinnur að framleiðslu sem útlendingar vilja kaupa. Kvennalistinn hryggbrýtur Alþýöubandalagið Alþýöubandalagið kom nýlega á kopplnn fjölmennri nefnd, sem sameina átti stjórnarandstööuflokka i „nýtt landstjórnarafl" undir forystu Svavars Gestssonar. Bandalag jafnaöarmanna baöst strax undan samfylgd Alþýöubandalagsins. Kvennafram- boöiö i Reykjavik hefur einnig hryggbrotiö biöilinn. Eftir situr ■ i niriudal skoöanakannana meö Fvlkinn— Vísa vikunnar Kommar bjóða hrakið hey sem hæpið er að flíka. Kvennalistinn kveður nei og kjósendurnir líka. Hákur Utboð á veitingasölu á íþróttavöllum í Laugardal sumarið 1985 íþróttabandalag Reykjavíkur býöur hér meö út alla veitingasölu á íþróttavöllum Reykjavíkur í Laug- ardal. Um er aö ræða veitingasölu á öllum knatt- spyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum á svæðinu. Öll söluaöstaöa sem er fyrir hendi veröur til afnota fyrir leigutaka. Frekari upplýsingar veitir Júlíus Hafstein, for- maður ÍBR, í síma 27977 (á vinnutíma) og 686813 (eftir kl. 8 á kvöldin). Tilboðum sé skilaö á afgr. Mbl. fyrir 20. marz merkt: „Veitingasala Laugardal — 3525“. Áskilinn er réttur til að taka hvaöa tilboöi sem er eða hafna öllum. Fullum trúnaði heitið. SÉRHANNAÐ FYRIRÞIG Samtakshús eru hús handa íslendingum - hlý, traust og hagkvæm. Þau eru einingahús meö þeim kostum sem því fylgja en hönnuð eftir óskum hvers og eins, mismunandi að ytri sem innri gerð. Lán frá HR fyrir hendi - Sérstaklega góð einangrun - Þrefalt gler - Ytri klæðning eftir vali (timbur, múrsteinn, steniplötur). Gerum tillögur ykkur að kostnaðarlausu SAMTAKfR huseiningarLJ GAGNHEtO11 - 800 SELFOSSI SÍMI 99-2333 Umboð í Reykjavík: Múlasel hf., Síðumúla4. S.: 91 -686433 Matsedill Humar ragout í kampavínslagaðri rjómasósu. Léttsteikt villiönd með brennivínsberjasósu. Kaffi og konfektkökur. Borðapantanir í síma 18833.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.