Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 Holtabúið á Ásmundarstöðum: Framleiddur líf- rænn áburður úr hænsnaskít — þurrkaður í gamalli heykökuverksmiðju Morgunblaðið/Bjarni Jón Jóhannsson (t.v.) og Bjarni Björnsson með poka af lífrænum áburði úr hænsnaskít við gömlu graskögglaverk- smiðjuna sem notuð er við framleiðsluna. Þörungavinnslan á Reykhólum: Lagt fram lagafrum- varp um hlutafélag HOLTABÚIÐ á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu hefur hafið fram- leiðslu á lífrænum áburði úr hænsna- skít. Hænsnaskíturinn er þurrkaður og gerilsneyddur í gamalli heyköku- verksmiðju og honum pakkað í 10 og 20 kg poka. Á Ásmundarstöðura reka bræðurnir Gunnar, Jón og Garðar Jó- hannssynir stórt alifuglabú. Jón stjórnar framleiðslu áburðarins en Bjarni Björnsson sér um sölu hans. Ekki kváðust þeir vita til að slík framleiðsla hefði verið stunduð hér á landi áður, er blaðamenn Mbl. komu við á Ásmundarstöðum fyrir skömmu og ræddu við Jón og Bjarna um þessa nýju framleiðslu. „Hænsnaskítnum hefur hingað til verið hent, en við höfum þó allt- af vitað um möguleikana á að framleiða áburð úr honum, það er gert víða erlendis," sagði Jón. Holtabúið keypti vélasamstæðu, sem upphaflega var notuð sem fær- anleg heykökuverksmiðja á Skeið- unum og bættu við hana myllu og blásara. Framleiðslan fer þannig fram að skíturinn úr kjúklingahús- unum er settur í trekt við vélina. Hann flyst inn í hana með færi- bandi og er þurrkaður og geril- sneyddur þar við háan hita. Síðan er hann malaður í myllu og honum blásið í gegnum rör inn í pökkun- arsal, þar sem áburðurinn er sekkj- aður. Framleiðslugeta vélanna er um eitt tonn af áburði á klukku- stund en framleiðslan ræðst þó af hráefninu sem til fellur en það er efniviður í um tíu tonn af áburði á viku. „Þetta ræðst líka af sölunni sem ennþá er alveg óráðin gáta,“ sagði Jón. Harður árekstur í Mosfellssveit HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Álmholts og Akurholts í Mosfellssveit á miðvikudagskvöld- ið. Þar skullu harkalega saman Volvo-bifreið, sem ekið var Akur- holt og inn á Álmholt og Mazda- bifreið, sem ekið var norður Álm- holt. Bifreiðirnar eru mjög illa farnar, nánast ónýtar. Maður var fluttur í slysadeild Borgarspítal- ans, en meiðsli voru ekki alvarleg. „Kosturinn við þetta er sá að bú- ið er að ná vatninu burtu og skítur- inn því orðinn meðfærilegur fyrir fólk,“ sagði Bjarni. Hann sagði að með vatninu væri búið að fjaríægja 70—80% þyngdar skítsins. „Þama er fundin leið fyrir fólk sem bera vill náttúrulegan áburð á gróður- inn í görðum sínum og hefur verið að gera það með því að fá til sín kúaskít með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn," sagði Bjarni. Jón og Bjarni sögðu samanburð á lífrænum og ólífrænum áburði erf- iðan. Lífræni áburðurinn væri ekki eins sterkur og sá tilbúni, en hefði meiri breidd vegna ýmissa snefil- efna sem í honum væru. Sögðu þeir að hann innihéldi flestöll þau efni sem gróðurinn þyrfti. Lífræni áburðurinn frá Holtabúinu er kom- inn til sölu í gróðrarstöðvum á höf- uðborgarsvæðinu, enda er hann fyrst og fremst hugsaður fyrir garðagróður. Tvö tilboð í matargerð fyrir Kópa- vogshæli RÍKISSPÍTÖLUNUM hafa borist tvö tilboð í matargerð fyrir Kópa- vogshæli og hefur stjórn spítalanna samþykkt að ganga til samninga við fyrirtækin, en þau eru Matstofa Miðfells og Veitingamaðurinn. „Ríkisspítalarnir könnuðu hug nokkurra fyrirtækja til tilboðs i matarafgreiðslu á Kópavogshæli og í framhaldi af því komu fram tvö tilboð. Við munum væntanlega semja við annað hvort fyrirtæk- ið,“ sagði Símon Steingrímsson, forstjóri Ríkisspítalanna, I sam- tali við Mbl. Hann sagði, að ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um upp- hæð, en gera mætti ráð fyrir að viðskiptin nemi á verðlagi dagsins í dag 18—19 milljónum króna á ári. „Ég mun leggja fram á Alþingi í dag frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina, til að semja við hlutafélag, sem aðiljar í A-Barða- strandarsýslu hafi forgöngu um að stofnað verði, um að það kaupi eða leigja eignir Þörungavinnslunnar hf. á Reykhólum,“ sagði Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra í samtali við Mbl. í frumvarpinu kemur fram að eignunum fylgir sú kvöð að áfram- haldandi rekstur verði á Þörunga- vinnslu á Reykhólum. Og að verði um sölu á fyrirtækinu að ræða sé heimilt að lána kaupanda söluand- virði og jafnframt verði heimilt að lánið verði víkjandi, þannig að það AÐALFUNDUR Iceland Seafood Limited var haldinn í Reykjavík 8. maí. Það er sölufyrirtæki sem starf- ar í Bretlandi og er í eigu Sambands- ins og Sambandsfrystihúsanna. verði háð afkomu fyrirtækisins hvað afborganir varðar. Allt frá árinu 1980 hefur verið verulegt tap á rekstri Þörunga- verksmiðjunnar og nú í ár var rekstrarkostnaður 38,7 millj., bein rekstrargjöld 43,5 millj., fjár- magnsgjöld 15,1 millj. og tap 19,8 millj. Eignir fyrirtækisins eru metnar á 60,8 millj. og skuldir 93,4 millj. Eigið fé var því neikvætt um 32,6 millj. Fyrirtækið er í raun gjaldþrota. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður yfirtaki allar skuldir fyrirtækis- ins, en vonir standa til að þegar samist hefur um kaupverð þá muni heimamenn geta annast Það kom fram á fundinum að árangur þessa fyrirtækis var góð- ur á síðasta ári. Það hóf starfsemi 1981 og hefur síðan stöðugt aukið sölu sína ár frá ári. Árið 1984 seldi rekstur verksmiðjunnar og bætt afkomu hennar með endurskipu- lagningu í rekstri. Helstu valkostir eru raktir í frumvarpinu og öllum leiðum haldið opnum, en farið er fram á heimild til að ganga frá sölunni eftir gildistöku laganna. Megin- markmiðið er að halda fyrirtæk- inu áfram í rekstri, því er mælt með því að þessi leið verði farin. Heimamenn hafa gert um það samþykkt í héraði að boða til stofnfundar félags til rekstrar Þörungaverksmiðjunnar á Reyk- hólum. Það félag mun ganga til samninga við ríkið. fyrirtækið fyrir 12,0 milljónir sterlingspunda, samanborið við 9,4 milljónir 1983, og er verðmæt- isaukningin 28%. Selt magn var 10.200 tonn, á móti 7.600 tonnum 1983, og er magnaukningin 34%. Markaðssvæði Iceland Seafood Limited er Bretlandseyjar, Frakkland, Holland og Belgía. Á síðasta ári dróst sala allra að- ila á íslenskum fiskafurðum til Bretlands saman um 3.000 tonn frá 1983, eða um 13%. Á sama tíma jókst sala Iceland Seafood Limited til Bretlands um 2.000 tonn eða 32%. Hlutdeild fyrirtæk- isins í sölu á íslenskum fiski til Bretlands jókst því úr 26% árið 1983 í nær 39% árið 1984. Þá hefur Iceland Seafood Lim- ited einnig lagt mikla stund á vöruþróun, og í samvinnu við framleiðslusérfræðinga Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins hefur verið tekinn upp mikill fjöldi nýrra umbúðastærða fyrir Evr- ópumarkað. Þetta þróunarstarf hefur skilað góðum árangri, sem sést ljóslega af sölutölum fyrir- tækisins. í stjórn Iceland Seafood Limited sitja þeir Erlendur Einarsson for- stjóri, Reykjavík, formaður, Tryggvi Finnsson framkv.stjóri, Húsavík, Hermann Hansson kf.stj., Höfn í Hornafirði, Sigurð- ur Markússon framkv.stjóri, Reykjavík, og Benedikt Sveinsson, sem er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Iceland Review: Ljóð þriggja íslenzkra skálda í þýðingu Marshall Brement ICELAND Review hefur nú gefið út bókina Three Modern Ice- landic PoeLs eftir sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Marshail Brement. í bókinni eru þýðingar á Ijóðum Steins Steinarr, Jóns úr Vör og Matthíasar Johannessen. Fylgir þýðandi Ijóðunum úr hlaði með ritgerð um kynni sín af íslenzkri Ijóðlist. í frétt frá Iceland Review segir meðal annars að Mar- shall Brement hafi lengi verið áhugamaður um bókmenntir. Á yngri árum hafi hann skrif- að og birt skáldskaparefni í bundnu og óbundnu máli og í starfi sínu hafi hann gert sér far um að kynna sér bókmennt- ir þeirra landa þar sem hann hafi starfað í utanríkisþjónust- unni. Hafi tungumálakunnátta hans komið honum þar til góða, en Marshall Brement tali nokkur tungumál reiprenn- andi, þar á meðal rússnesku og kínversku. Síðan hann hafi komið hingað hafi hann stundað nám í íslenzku og sé þessi bók einn af ávöxtum þess náms. Hann vinni nú að frekari þýðingum á íslenzkum bókmenntum. Til gamans megi geta þess að bókmenntir hafi lengi fylgt starfsmönnum utanríkisþjón- ustunnar. Til dæmis hafi Ijóðskáldin Pablo Neruda, Octavio Paz og St. John Perse Marshall Brement allir starfað í utanríkisþjón- ustunni. Þá segir ennfremur í frétt Iceland Review, að forlagið hafi kappkostað að kynna ís- ienzka ljóðagerð á ensku. Það hafi bæði gefið út bækur ein- stakra höfunda í enskri þýð- ingu svo og safnrit. Meðal ann- ars hafi Iceland Review gefið út, í samvinnu við University of Iowa Press, þýðingar Sig- urðar A. Magnússonar, „The Postwar Poetry of Iceland", ár- ið 1982. Three Modern Icelandic Poets er 126 blaðsíður að stærð, prentuð í Hollandi. Fanney Valgarðsdóttir sá um útlit, en setning var unnin í prentsmiðjunni Odda. Iceland Seafood Limited í Bretlandi: Söluaukning í magni 34 % - í verðmætum 28 % frá fyrra ári (KrétUtilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.