Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 5 Ný íslensk kvikmynd í sjónvarpinu: „Ekki ég“ í kvöld sýnir sjónvarpiö nýja ís- lenska kvikmynd sem fjallar um reykingar. Myndin, sem nefnist „Ekki ég“, var gerð árin 1983—84 af kvikmyndafélaginu Njálu að frumkvæði þáverandi Tóbaks- varnanefndar. Rauði þráðurinn í myndinni er frásögn konu af því hvernig hún kynntist reykingum óbeint í móðurkviði og á barnsaldri, byrjaði sjálf að reykja ung og stóð frammi fyrir alvarlegum reykingasjúkdómi um fertugt svo að hún varð að velja milli þess að halda áfram að spilla heilsu sinni eða hætta að reykja. Inn í frásögnina fléttast saga skólabróður hennar sem byrjaði að reykja um svipað leyti og hún en fékk svo lungnakrabba á besta aldri. Heilbrigðisráðuneytið kostaði gerð myndarinnar en eftirtaldir aðilar styrktu sýningu hennar: Daihatsuumboðið, Flugleiðir, ís- lenska álfélagið, íslenska járn- blendifélagið, Morgunblaðið, Samband íslenskra samvinnufé- laga, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Verslunarráð Is- lands og Vinnuveitendasamband íslands. Úr kvikmyndinni Ekki ég, sem sýnd verður I sjónvarpinu i kvöld. Búvöruverðið: Urskurdur yfirnefndar ekki kominn til framkvæmda EKKI ER vitað hvenær úrskurður yfirnefndar um ágreining fulltrúa bænda og neytenda í sexmanna- nefnd um verðlagningu landbúnað- arafurða þann I. mars sl. kemur til framkvæmda. Yfirnefnd úrskurðaði hækkun launa og flutningsliðar sem svarar til u.þ.b. 4% hækkunar verðs landbúnaðarvara frá og með 1. mars. Fulltrúar bænda í sexmanna- nefndinni lögðu til að verð land- búnaðarafurða yrði hækkað strax 15. apríl þegar úrskurður yfir- nefndar féll ásamt álagi til næstu verðlagningar til að vinna upp hækkunina frá 1. mars. Telja þeir heppilegra að dreifa hækkuninni þannig á lengri tíma en að láta hana koma alla til framkvæmda með næstu verðlagningu þann 1. júní. Svokallaðir neytendafulltrú- ar, sem skipaðir eru af félags- málaráðherra, töldu vafa leika á um lögmæti þess að hækka verðið á miðj.u verðtímabili. Lögmaður sem félagsmálaráðuneytið leitaði til vegna þessa máls taldi óheimílt að hækka verðið fyrr en við næstu verðlagningu. Nú er orðið stutt í næstu verð- lagningu sem taka á gildi þann 1. júní, og skv. heimildum Mbl. má því allt eins búast við aö verð landbúnaðarvara verði óbreytt þangað til og að yfirnefndarúr- skurðurinn komí þá til fram- kvæmda. Vinsældalisti rásar 2 NOKKRAR breytingar hafa orð- ió á vinsældalista rásar 2 frá því í fyrri viku og hefur vinsælasta lagið nú dalað niður um tvö sæti. en það lag, sem áður var næst- vinsælast, er nú orðið í fyrsta sæti. Ennfremur hefur lagið sem var í þriðja sæti flutzt upp ura eitt. Listinn er nú svohljóðandi: 1. (2) Wide Boy/ Mík Kershaw. 2. (3) Behind the Mask/ Greg Philliganes. 3. (1) We are the World/' USA for Africa. 4 (8) Kiss Me (wíth your Mouthj/Stephen „Tint- in“ Duffy. 5. (-) A View to Kill/ Duran Duran. 6. (4) Some Like it Hot/ The Power Station 7. (7) The Beast in Me/ Bonnie Poínter 8 (5) Wélcome to the Pleas- uredome/Frankie Goes to Hoilywood 9. (9) Look Mama/ Howard Jones. 10. (-) La det Svrnge/ Bobby Socks. Hvern vantar ekki ódýrt, ekki að tala um þegar það er líka gott Á Vöruloftinu Sigtúni 3, 2. hæö, hafa orðið miklar breytingar og þar er nú mjög góður stórútsölumarkaður Allt á börnin í sveitina Úlpur frá kr. 195 Peysur frá kr. 195 Gallabuxur frá kr. 99 Strigaskór kr. 299 Gúmmístígvél kr. 299 Blússur frá kr. 450 Iþróttasokkar frá 59 Jogging-gallar barnast. kr. 380 Bolir í urvali A herra Herrajakkaföt, allar stæröir. frá Stakir jakkar kr. 1.575 Herrabuxur kr. 540 Herrablússur kr. 995 Skyrtur kr 190 Herra rúskinnsjakkar kr. 2.500 Stakir jakkar kr. 995 Samfestingar hvítir kr. 650 kr. 2.500—3.500 Vinnusloppar kr. 350 Vinnublússur kr. 350 Vinnubuxur kr. 450 Rafsuðugallar kr. 990 Sokkar kr. 50 Gummístígvél kr 350 Reiöstígvél kr. 389 A dömur Dömublussur nyjar kr. 350—450 Rykfrakkar kr. 2.500 Dömusamfestingar kr. 900—1.550 Greiöslusloppar kr. 685 Kvenskór frá kr. 295 Dömubuxur frá kr. 450 Karnabær — Belgjageróin — Vöruloftið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.