Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1985 Niðurstöður nýlegrar könnunar: Húsakostur ríkisins er fötluðum fjandsamlegur HÚSNÆÐI ríkisins í Reykjavík uppfyllir illa þarfir fatlaðra, þótt stöðug breyting hafi orðið til batnaðar á síðustu árum. er meginniðurstaða nýlegrar úttektar á húsakosti ríkisins í Reykjavík með tilliti til fatlaðra. Úttektin var unnin af embætti húsameistara ríkisins í samvinnu við Samstarfsnefnd félagsmála- ráðuneytisins um ferlimál fatl- aðra, sem skipuð var 1982. Sam- kvæmt matskerfi könnunarinnar er meðaleinkunn þess húsnæðis sem athugað var 30 stig af 100 mögulegum, en þess ber að geta að skólar og sjúkrahús voru ekki tek- in með í dæmið. Árið 1981 var gerð úttekt á vegum ALFA-hópsins svokallaða á um 100 byggingum í 12 sveitarfélögum utan Reykjavík- ur og reyndist heildarmat þeirra vera 43,8 stig Þessar niðurstöður voru kynnt- ar á fundi með fréttamönnum sem Súluritið synir þá einkunn sem húsnæði ríkisins fær með tilliti til þess hversu vel það þjónar þörfum fatlaðra. Á lóðrétta ásnum er stigagjöfin. frá 0 og upp í 100, en lárétti ásinn sýnir á hvaða tímabili húsin voru reist. Skástrikaða svæðið er stigagjöf fyrir hvert tímabil. Eins og sjá má stefnir þróunm greinilega hægt og sígandi í rétta átt, en skýringin á „hárri“ einkunn áratugarins milli 1950 og ’60 liggur að hluta til í síðari tíma endurbótum á aðkomu og innra fyrirkomulagi Tryggingarstofnunar ríkisins. félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, boðaði til í gær. Alex- ander sagði vandann sem við værí að etja tvíþættan. Annars vegar þyrfti að breyta eldri byggingum til hagræðis fyrír fatlaða, og taldi hann eðlilegast að sá vandi yrði leystur sem hluti af viðhalds- og endurnýjunarframkvæmdum hverrar stofnunar fyrír sig. Hins vegar yrði að tryggja að ákvæði byggingarreglugerðar yrðu haldin þegar ný hús væru reist og koma þannig í veg fyrir að ný vandamál yrðu til. Hvatti hann til hugar- farsbreytingar meðal þeírra sem fást við hönnunar- og bygging- armálefni. Húsameistari ríkisins, Garðar Halldórsson, sagði að nú væri tími könnunar liðinn og mælti með þvi að ráðist yrði í tillögugerð og framkvæmdir við einstakar bygg- ingar Sagði hann verðugt mark- mið að þetta vandamál yrði Ieyst á næstu 10 árum. Það kom fram í máli Garðars að ýmislegt mætti færa til betri veg- ar án mikils tilkostnaðar, og nefndi hann í því sambandi lag- færingar á afgreiðslu stofnana, merkingum, uppsetningu hand- fanga og handlista og fleira Aðr- ar lagfæringar sagði hann erfiðari í framkvæmd og dýrari í útfærsiu, svo sem breytingar á tröppum, uppsetningu á lyftum og sérstök- um salernum fyrir fatiaða. Eigi að síður þyrftu stjórnvöld að tryggja sérstakt, fjármagn til slíkra endurbóta ef góður árangur ætti að nást. Tvö jarðborunar- fyrirtæki sameinuð Undirritaóur hefur verið samningur milli iðnaðarráðherra f.h. ríkisstjórn- arinnar og borgarstjórans í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, og gerir sam- ningurinn ráð fyrir að fengnu samþykki alþingis og borgarstjórnar Reykja- víkur að sameina fyirirtækin Jarðboranir ríkisins annarsvegar og hinsvegar Gufuboranir ríkisins og Reykjavíkurborgar í eitt fyrirtæki, Jarðboranir hf. Eignaraðild aðila skal við stofnun hlutafélagsins vera jöfn. Efitir stofnun félagsins er hvorum aðila um sig heimilt að selja hlutabréf sín í félaginu, en hinn eignaraðilinn hefur forkaupsrétt. Morgunblaðið/Friðþjófur Húsameistari ríkisins, Garðar Halldórsson, kynnir niðurstöður úttektarinnar á húsakosti ríkisins í Reykjavík með tilliti til fatlaðra. Við borðsendann eru Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, og Hallgrímur Dalberg, ráðuneyt- isstjóri. „Samningurinn er grundvöllur að frumvarpi til laga um stofnun fyrirtækisins, en ég skipaði nefnd til að kanna grundvöll að samein- ingunni 1984 og komst hún að þeirri niðurstöðu að hagkvæmt væri fyrir báða aðila að úr sam- einingunni verði,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra er hann kynnti fjölmiðlum samning- inn í gær. Á fundinum kom fram að rekst- ur Jarðborana ríkisins hefur geng- ið misjafnlega á undanförnum ár- um en skuldir „Jötuns" við ríkis- ábyrgðarsjóð námu 120 millj. kr. um síðustu áramót. Ljóst var að endurskipulagningar var þörf og því var leitað til Reykjavíkurborg- ar, en Hitaveita Reykjavíkur og Vatnsveita Reykjavíkur hafa verið þeir aðiljar sem hafa hvað mest nýtt sér „Jötun“ á undanförnum árum. I lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður yfirtaki áhvíl- andi skuldir Jarðborana ríkisins — þær voru í árslok 1984, 119,4 millj. kr. — en eignist á móti 84,4. Ljóst er að ríkissjóður mun þurfa að yfirtaka skuldir sem nema um 35 millj. kr. vegna stofnunar fé- lagsins. Hlutafjáreign ríkisins I félaginu verður hins vegar 68 millj. kr. eins og framlag Reykja- víkurborgar. Ráðherra benti á að sameining- in hefði verið brýn ekki síst vegna þeirra möguleika sem sköpuðust fyrir nýja fyrirtækið þegar öll sú þekking og tækni, sem þarf við jarðboranir, væri komin á einn stað. Orkustofnun hefði að hans áeggjan leitað eftir verkefnum er- lendis og mun frumvarp um heim- ild til stofnunar sérstakt hluta- félags Orkustofnunar til að sinna markaðsmálum erlendis vegna sérþekkingar stofnunarinnar á nýtingu jarðhita verða lagt fyrir Alþingi í dag. Lagafrumvarpið var kynnt á ríkisstjórnarfundi I gær, en um- fjöllun um það frestað til næsta ríkisstjórnarfundar. Ráðherra kvaðst ekki eiga von á öðru en að það yrði að lögum á þessu þingi, enda væri gert ráð fyrir að fyrir- tækið tæki til starfa 1. júní nk. Iðnaðarraðherra kynnir undirritun samnings milli rfkisins og Reykjavíkur um stofnun nýs hlutafélags. Jarðboranir hf. Frá vinstri, Gunnlaugur Jónsson. eðlisfræðmgur. Karl Ragnars. forstjóri Orkustofnunar, Þórður Þorbjarnar- son. borgarverkfræðingur, Ólafur B. Thors. formaður nefndarinnar, Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra. Guðmundur Malmquist. lögfræðingur, og Halldór Kristjánsson. lögfræðingur. Vörubifreið gjör eyðileggst í eldi ELDUR kom upp i vönibifreið á sjötta tímanum í gærdag þar sem hún stóð mannlaus í malargryfju skammt frá Miðengi í Grímsnesi. Þegar slökkviliðið á Selfossi kom á staðinn og náði að slökkva eldinn hafði allt brunnið sem brunnið gat. Bifreiðin var að verðmæti uro ein og hálf milljón króna en er nú talin gjörónýt. Ökumaður var ekki í bifreiðinni þegar eldurinn kom upp en er hann varð eldsins var þurfti hann að hlaupa um eins og hálfs kíló- metra leið til að komast í síma og kalla á slökkvilið. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi er talið, að eldur- inn hafi kviknað út frá rafmagni. Bifreiðin var húftryggð. Rainbow Navigation hefur ekki undirboðið flutninga — athugasemd frá hérlendum umboðsmönnum skipafélagsins ILHÖGUN iNNAHI Þettr súlnrif sýnir annars vegar vægi hinna einstoku þátta f heildarmat> husnæðis fhvítu xulurnar sero metnar eru a 5, 10 eða 15 stig). og hinx vegar iviunvenilega einkunn fyrir hvern þessara þátta (skástrikaða svæðið). Það er mest sláandi hversu illa virðist búið að fötluðum hvað snyrtiaðstöðu varðar. MORGl NBLADINU hefur borizt eftirtarandi athugasemd Irá Gunnari Guðjonssyni sf„ umboðsmónnum Rainbow Navigtion inc á íslandi vegna uromæla Axels Gislasonar, rramkvaimdasryóra Skipaoeildai Sambandsiro f gari Rainbov Navig- ation og meðai annars birtust í Morgunblaðmu- Vegna blaðaskrifa í Þjóðviljan- um og Morgunblaðinu 4. maí þar sem haft er eftir Axel Gíslasym forstjóra skipadeildar Sambands- íns að skipafélagið Rainbow Navi- gation undirbjóði aðra flutninga en varnarliðsflutninga til ísiands fra Bandaríkjunum, viljum við taka fram eftirfarandi: Rairibow Navigation Inc. hefur aldrei undirboðið neina flutninga ti) eða frá fsiandi hvork fyrir varnarliðíð né aðra aðila og furðu- legt að forstjórinn skuli halda slíku fram, og væri æskilegt að forstjórinn upplýsti með tölum í hverju undirboðin eru fólgin. Að því er varðar fullyrðingar forstjórans um einokunaraðstöðu Rainbow Navigation á flutnmgum fyrir varnarliðið. er ekki við Rain- bow Navigation að sakast heldur bandaríska löggjöf en Rainbow Navigation er einkafyrirtækí án allra tengsla við bandariska her- inn eða ríkið, enda yrði Rainbow Navigation aö sætta stg við sam- keppni annarra bandariskra fé- laga á þessum varnarliðsflutning- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.