Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 41
MQRGVNBLAfftÐ, jpSTjUQAQUR.10. MAÍ1985. Fangar maí- mánaðar 1985 Mannrcttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirtal- inna samviskufanga í maí. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálp- ar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu við að slík mann- réttindabrot séu framin. NÍGERÍA. Dr. Tai Solarin er 63 ára gamall kennari, gagnrýn- andi og blaðamaður. Hann var handtekinn á heimili sínu af lögreglunni í Nígeríu 12. mars 1984. Engin opinber skýring var gefin á handtökunni en hún er álitin vera í tengslum við grein- ar sem Dr. Solarin hefur skrifað og birtust í blöðunum Sunday Tribune (26. feb. 1984) og Nigeri- an Tribune (12. maí 1984). í greinunum kom fram gagnrýni á stefnu stjórnarinnar. Eiginkona Dr. Solarins sendi „habeas corp- us“ beiðni til yfirvalda og var handtaka hans úrskurðuð ólögmæt af Hæstarétti í Lagos og hann þar af leiðandi látinn laus. Hann var handtekinn sam- dægurs (24. apríl 1984) og hefur verið í haldi síðan án dóms eða laga. Yfirvöld segja að hann sé í haldi af öryggisástæðum. Amnesty-samtökin álíta Dr. Sol- arin vera í haldi vegna skoðana sinna. JÓRDANÍA. Hashim Gharaibeh er 37 ára gamall háskólanemi og ríkisstarfsmaður. Hann afplán- ar 10 ára fangelsisdóm fyrir þátttöku í kommúnistaflokk Jórdaníu. Samkvæmt lögum Jórdaníu er kommúnistaflokkur- inn bannaður sem og öll starf- semi og rit sem að honum lúta. Hægt er að dæma menn í allt að 10 ára þrælkunarvinnu við brot á þessum lögum. Hashim Gharaibeh var handtekinn í mars 1978 og dæmdur af herrétti i Amman. Hann hefur ekki rétt til að áfrýja dómnum. Amn- esty-samtökin álíta Hashim Gharaibeh vera í haidi vegna stjórnmálaskoðana sinna. KÚBA. Dr. Ricardo Bofill Pagé, er félagsfræðingur og fyrrverandi prófessor. Hann var handtekinn 24. september 1983 í Havana og fréttir herma að hann hafi feng- ið 12 ára dóm. Handtakan virðist vera í tengslum við fund sem Dr. Ricardo Bofill Pagés átti við tvo franska blaðamenn 21. septem- ber 1983 en þeir voru einnig handteknir og yfirheyrðir. Yfir- völd segja ástæðuna fyrir hand- tökunni vera „andbyltingarlegt athæfi" Dr. Ricardo Bofill Pagés. Hann hefur verið handtekinn áður, 1967 fyrir stjórnmálaskoð- anir sínar en þá sat hann inni í 5 ár og 1980 fyrir að eiga erlendan gjaldeyri en þá sat hann inni i 2 ár. Honum hefur mörgum sinn- um verið neitað um leyfi til að yfirgefa landið og flytja til eigi- konu sinnar sem býr erlendis. Amnesty-samtökin álíta ástæðu fyrir handtöku Dr. Ricardo Bof- ill Pagés vera andstöðu hans við kúbönsku stjórnina. Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu ís- landsdeildar Amnesty, Hafnar- stræti 15, Reykjavík, sími 16940. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. 1. maí í Stykkishólmi Stykkishólmi, 2. maí. Verkalýðsfélag Stykkishólms hélt 1. maí hátíðlegan í tvennum tilgangi i gær. í fyrsta lagi til að minnast þess að 70 ár eru liðin frá stofnun félagsins og hinsvegar að minnast starfsins undanfarið, staldra við og horfa til baka að unnum sigrum og tapi. Á þessum hátíðafundi mættu yfir 200 manns og var hann mjög athyglisverður. Fyrsti formaður félagsins var Baldvin Bárðdal og var þess sér- staklega minnst og hans starfa hér í Hólminum að ýmsum mál- um. Þá voru 4 fyrrum formenn fé- lagsins heiðraðir, þeir Jóhann Rafnsson, Kristinn B. Gíslason, Ingvar Ragnarsson og Erlingur Viggósson og voru þeir viðstaddir og tóku við viðurkenningum úr hendi formannsins, Einars Karls- sonar, en það voru fánar félagsins og á fót fánastengur voru rituð nöfn þeirra og þakkir fyrir vel unnin störf. Það fór ekki milli mála að þrengst hafði mjög um kjör fé- lagsmanna undanfarið og lagði Ásmundur Stefánsson forseti ASl, sem var ræðumaður dagsins, áherslu á að leiðréttingar þyrfti við og þær þyrftu að vera veru- legar ef miðað væri við ýmsar aðr- ar launagreiðslur á almennum markaði og tekjur yfirleitt. Taldi að félagar yrðu að búa sig undir hörð átök í þessum efnum. Ávörp voru flutt og ýmis atriði voru svo sem saga félagsins sögð í stórum dráttum. Leikfélagið Grímnir flutti atriði og Lúðrasveit Stykk- ishólms lék undir stjórn Daða Einarssonar. Á eftir bauð Verka- lýðsfélagið öllum viðstöddum kaffiveitingar af mikilli rausn og í lokin flutti Einar Karlsson þakkir til bæjarbúa, félaga og allra þeirra er veitt hefðu félaginu brautargengi, minntist látinna forystumanna með þökk. Árni „Fótabót“ NÝLEGA hóf starfsemi fótaaðgerð- arstofa á Laugavegi 15, 2. hæð, undir nafninu „Fótabót". Hjá „Fótabót“ er hægt að fá auk almennrar fótsnyrtingar sérstaka meðhöndlun við niðurgrónum nöglum, fótvörtum og fótsvepp, og líkþorn eru fjarlægð. Eigendur stofunnar eru Hanna Kristín Pétursdóttir fótasérfræð- ingur sem lokið hefur námi frá Fodplejeskolen í Kaupmannahöfn og Sigurdís Sigurbergsdóttir snyrti- og fótasérfræðingur. Hanna Kristín Pétursdóttir fótasér- fræðingur. il Innsigli rofið á bögglum Jónasar frá Hriflu í tilefni aldarafmælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu voru opnaðir tveir bögglar, sem hafa verið í vörslu Þjóðskjalasafnsins. í þeim voru heillaskeyti og undirskriftir til stuðnings Jónasi og fjölskyldu hans 1931. „Jónas hefur eflaust látið inn- sigla undirskriftirnar af tillits- semi við þá sem skrifuðu undir. Þetta var stórpólitískt mál á sín- um tíma og þarna eru undirskrift- ir um tvöþúsund og eitthundrað manns víðsvegar af landinu," sagði ólafur Ásgeirsson, þjóð- skjalavörður, þegar hann var spurður um hvað lægi að baki því að þessi skjöl væru innsigluð. Peraonitfi* ^ón«««r J<Sn»«o«»r frd H#illBOlt«yti og urxlifskrirtir frS 1931- |.<esai aendln« er loiruft frass til 1. »«* H4 « J. J. lOO ára afmrli. »|OOSK|ALA5AFN 1SLANDS MTKIAVlK Grásleppukarlar fá vatn MorRunblaðiö/Bjarni VATNSVEITA Reykjavikur hefur undanfarið verið að leggja vatn til grásleppukarlanna við Ægissíðu. Myndin er tekin er verið var að setja búkka við skurð í malbikinu á Ægissíðu. lceFishCo Islenskir sjávarútvegsráðgjafar Stofnfundur fyrirtækis sem hefur það að markmiði að afla verkefna á erlendum vettvangi verður haldinn að Hótel Loftleiðum (fyrirlestrarsal) á morgun 11. maí kl. 14.00. Allir áhugamenn eru hvattir til þess að koma á fundinn. Nánari upplýs- ingar eru veittar í símum: 44033 og 687311. Undirbúningsstjórn ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.