Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAl 1985
47
Lára Þorsteins-
dóttir — Minning
annarri eins manngæsku og ríkir
á því heimili. Þar dvelja 4 til 5
fjölfötluð börn allan veturinn og
hugsa þau hjónin og starfsfólk
þeirra um börnin eins og væru þau
þeirra eigin. Gunnar var mjög
hændur að þeim hjónum og voru
þau honum eins og aðrir foreldrar.
Um helgar var Gunnar heima
hjá foreldrum sínum í Hafnar-
firði, og hlakkaði hann alltaf til að
fara heim til mömmu og pabba.
Gerðu þau allt, sem í mannlegu
valdi stóð til að láta honum líða
sem best. Var það þeirra mesta
gleði að geta gert honum lífið sem
bærilegast. Ast þeirra og um-
hyggja gerðu honum lífið léttbær-
ara og naut hann í raun meiri
gleði og ánægju í lífinu en margur,
sem heilbrigður er.
Jóhannes bróðir hans og Guð-
rún voru honum mikils virði. Leit
hann mjög upp til stóra bróður,
sem gerði allt sem hann gat til að
gleðja hann. Hafði hann mikla
ánægju af að fylgjast með litlu
bróðursonum sínum þremur, sem
hann umgekkst mikið.
Nú er frændi minn laus við
hjólastólinn sinn. Ég trúi því, að
hans bíði betra lif í fullkomnari
heimi en þeim, sem við þekkjum.
Hvaða tilgang hefði öll þessi bar-
átta annars?
Ég bið Guð að hugga og blessa
systur mína og fjölskyldu hennar.
Þeirra styrkur verður fögur minn-
ing um góðan dreng.
Hildur Hálfdanardóttir
Icelandic Freezing
Plante Limited:
Selt fyrir
tæpar 270
milljónir frá
áramótum
aukning í magni og
verðmætum frá fyrra ári
SALA Icelandic Freezing Plants
Limited, verksmiðju- og sölufyrir-
tækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, nam 267,5 milljónum króna
fyrstu fjóra mánuði þessa irs og var
6% meiri en á sama tima á síðasta
ári. I magni jókst salan um 2,7%.
Olafur Guðmundsson, framkvsmda-
stjóri fyrirtækisins, sagði i samtali
við Morgunblaðið, að eftir nokkra
byrjunarörðugleika væri nú að birta
yfír afkomunni.
Ólafur sagði, að fyrstu fjóra
mánuði síðasta árs hefði verið tek-
ið á móti tæpum 3.000 lestum af
fiski að heiman og á sama tíma nú
væri búið að taka á móti um 3.100
lestum. Sala flaka hefði á þessum
tíma nú numið um 170 milljónum
króna en sala verksmiðjufram-
leiddrar vöru um 100 milljónum
króna. Nú væri verið að koma upp
nýrri verksmiðju á góðum grund-
velli. Vinnsla hefði hafizt í fyrra
og byrjunin hefði verið dálitið
þung. Þeir erfiðleikar væru nú að
baki og framtiðin orðin nokkuð
bjartari. Gjaldeyrisþróunin hefði
hins vegar verið fyrirtækinu
geysilega andstæð. Þegar bygging
verksmiðjunnar hefði verið ákveð-
in, hefðu fengizt 2,40 dollarar
fyrir pundið, en nú 1,20. Það gæfi
því augaleið að þetta hefði valdið
erfiðleikum. Fyrst og fremst
framleiddu frystihús á íslandi
helzt ekki fyrir Bretlandsmarkað
undir svona kringumstæðum. Þvf
hefði fyrirtækið fengið minna af
fiski en ella. Það væri reyndar
ekki bara vegna gengisþróunar
heldur líka vegna þess að lftið
hefði fiskazt af ýsu undanfarið ár.
Nú færi hún svo fyrst og fremst á
Bandaríkin. Alltaf væri talsvert af
framleiðslu frystihúsanna, sem
ekki gengi á Bandarikjamarkað,
eins og blokkir og það væru sú
vara, sem nú væri unnin hjá fyrir-
tækinu og skipti sífellt meira
máli. Andvirði verksmiðjufram-
leiddra vara væri nú 36% af heild-
arsölunni.
Lára Þorsteinsdóttir andaðist í
Borgarsjúkrahúsinu laugardaginn
4. maí. Hún var fædd í Reykjavik
25. júní 1908, foreldrar hennar
voru Björnína Kristjánsdóttir og
Þorsteinn Sæmundsson sjómaður.
Mjög ung var hún sett í fóstur að
írafelli í Kjós til sæmdarhjónanna
Guðrúnar og Guðmundar sem þar
bjuggu og virti hún þau sem sína
eigin foreldra.
Ung að árum giftist hún Har-
aldi Jóhannssyni, stýrimanni, og
átti með honum 6 börn, Guðrúnu,
Björn, Guðmund, Einar, Jóhann
og dóttur eina sem þau misstu
kornunga. Þau slitu samvistum
fyrir mörgum árum. Lét Lára sér
mjög annt um börnin, enda þau
vakin og sofin um velferð hennar,
og fjölskyldan samhent.
Lára var mjög jákvæð, hún sá
ævinlega björtu hliðarnar á lífinu
og gleymdi þeim verri. Um 20 ár
hefur hún unnið í sælgætisgerð-
inni Nóa og þar hefur hún örugg-
lega verið góður starfskraftur, en
ég held að ánægjulegasti tíminn í
lífi hennar hafi verið er hún
kynntist vini sínum og sambýl-
ismanni, Sigurði Hannessyni,
fyrir nokkrum árum. Þau áttu svo
margt sameiginlegt, ferðuðust um
landið og skemmtu sér, og nutu
þess að vera til.
En svo kom áfallið þegar hún
fyrir rúmu ári missti hann. Hann
dó í mars 1984. Eftir það fór henni
að hraka mjög mikið. Nú er komið
að leiðarlokum. Mágkona mín er
komin yfir móðuna miklu og henni
eru þakkaðar margar ánægju-
stundir. Öllum afkomendum
hennar votta ég samúð mína og
bið góðan Guð að blessa þeim
minningarnar.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V.Briem.)
ÁJ.
SJOMANNATILBOÐ
jakkaföt á lokaballið
Jakkaíöt með vesti Venjulegt verð ^#§07-
Okkar verð 5.990,-
Nú ber vel í veiði.
Ath.. Enginn lcvóti á jakkafötum.
Tilboðið gildir til 18. maí.
SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SIMI 3 43 50
AUSTURSTRÆTIÍO
SÍMI 27211