Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 fclk í fréttum heasir krakkmr heita frá vinstri: Hnlda Gunnarsdóttir, óli G. Blöndal Sveinanon, Aðalsteinn iörundsson, Guðrún Linda Hilmarsdóttir, Pétur Þórðarson, en hann varð í 4.-7. s»ti, þi Pétur Aðalsteinsson sem varð í 3. sæti og Eiríkur Símonaraon. Þess má geta að Pétur Þórðaraon og Pétur Aðalsteinsson fóru í gegnum góðaksturinn án þess að gera villu. Hjólreiðaþrautir og góðakstur 16 krakkar komust f úrslit Umferðarráð efndi í samvinnu við lögreglu og menntamála- ráðuneytið til spurningakeppni um umferðarmál meðal 12 ára barna í skólum landsins. Það voru um 4000 börn sem hófu keppni og þeir nemendur sem stóðu sig best öðluðust rétt til þátttöku í undan- Sá sem er númer 20 er Eiður Alfreðsson, þá Hulda Helgadótt- ir númer 22, íris Pálsdóttir núm- er 23. úrslitum hjólreiðakeppninnar sem er tvíþætt, annarsvegar góðakst- Þarna er Þorsteinn Aðalsteinsson að leggja f hann og Snorri Bjarnason kennari sem var stöðvarvörður f keppninni að aðstoða. ur og hinsvegar hjólreiðaþrautir. Undanúrslitin fóru fram 4. maf sl. á Akureyri og í Reykjavík og voru það 16 ungmenni sem unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppn- inni sem verður í haust. Þar verð- ur keppt um tvö sæti í alþjóðlegri hjólakeppni í Finnlandi 1986. í efstu sætunum í Reykjavík urðu Vilmundur Geir Guðmunds- son úr Breiðagerðisskóla, Auðunn Ingvarsson úr Árbæjarskóla og Pétur Aðalsteinsson úr Digran- esskóla. Á Akureyri varð Hilmar Ágústsson, grunnskólanum Skút- ustaðahreppi, í efsta sæti og Jón Andrés Sigurðsson, Lundaskóla, í öðru sæti. Ljósm. Mbl. kom við í Austurbæjarskólanum þar sem keppnin fór fram á höfuðborg- arsvæðinu og tók nokkrar mynd- ir. Skilnaðurinn útkljáður - Rod og Alana vinir á ný Victoria og Harry spóka sig á götu í Hollywood nýlega. Victoria hættir aldrei að brosa í návist Harry ... Þau Rod og Alana Stewart hitt- ust öllum að óvörum fyrir skömmu, en síðan þau fóru hvort í sína áttina eftir fimm ára hjóna- band hafa samskipti þeirra aðal- lega farið fram með milligöngu lögfræðinga þeirra. Nú er skilnað- armálið útkljáð og bæði sættust á úrskurð dómstólsins um skiptingu eigna Rods milli hans og fyrrum konu hans. Það kom því dálítið á óvart, að þau sáust saman fyrir skömmu og var ekki annað að sjá en að það færi afar vel á með þeim. Álana fær um 35 milljónir króna í sinn hlut og talsvert af fasteignum Rods og mun því ekki væsa um hana. Ekki telja sérfræð- ingar að gengið hafi verið svo nærri rokkgoðinu að það eigi ekki fyrir salti í grautinn, eigur hans nema að minnsta kosti öðru eins og Alana fékk í sinn sarp ... Barnsleg gleði Victoriu er dagurinn eini nálgast Eigi alls fyrir löngu birt- um við mynd af Victoriu Principal þar sem hún sýndi brúðarkjóla fyrir frægan tiskuhönnuð í Evrópu. Sjálf er hún í giftingarhugleiðing- um og hefur verið það um nokkurt skeið. Tilvonandi eiginmaður hennar, lýta- læknirinn Harry Glassmann, er á sama máli og nú er ekk- ert að vanbúnaði, þar eða erf- iðu skiinaðarmáli hans er loks lokið. Það er mánuður til stefnu og Victoria er loksins ánægð með nýjustu útgáfu fatahönnuðar síns af brúð- arkjól. Við sjáum hana hér hvítklædda í allri sinni dýrð. Óumdeilanlega hinn glæsi- legasti kjóll. Ekki hefur spurst enn sem komið er hvernig Harry verður klædd- ur, trúlega verður hann þó í einhverju glæsiiegu og rík- mannlegu þrátt fyrir að hann hafi fengið að halda litlu öðru en skuldum þeirra Glassmann-hjónanna. Vict- oria er sögð ákaflega róman- tísk og fær að ráða gift- ingarstað. Það verður Pét- urskirkjan í Hollywood og Victoria er búin að ganga nokkrum sinnum upp og niður tröppur kirkjunnar og inn og út ganginn í tilhlökk- un sinni. Vinir hennar lýsa henni barnslega hamingju- samri. Til þess er leikurinn gerður...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.