Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAl 1985 Uppstokkun í leyni þjónustu Bretlands Lundúnum, 9. maí. AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, greindi frá því (;en(;i GJALDMIÐLA Nokkurt fall á dollaranum liondon, 9. maí. AP. DOLLARINN féll allnokkuð í verði í dag og er það rakið til þess, að litlar fréttir voru af þeim þáttum, sem mest áhrif hafa á gengið hverju sinni. l>ar er m.a. átt við fréttir af vaxta- málum, peningaframboði og efnahagslegum atriðum. Féll dollarinn næstum um þrjú sent gagnvart pundinu en í kvöld fengust fyrir pundið 1,2388 dollarar á móti 1,2097 í gær. Gengi annarra gjald- miðla var þetta gagnvart doll- ar: 3,1230 v-þýsk mörk (3,1935) 2,6285 svissneskir frankar (2,6845) 9,5400 franskir frank- ar (9,7275) 3, 5270 hollensk gyllini (3,6045) 1.993,00 íUlsk- ar lírur (2.026,50) 1,3785 kan- adískir dollarar (1,3845). Gullið hækkaði nokkuð í verði og fengust í kvöld fyrir únsuna 315 dollarar en 313 í gær. í breska þinginu í dag, að hún hefði ákveðið uppstokkun í leyniþjón- ustu landsins. Hún kvaðst hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hún fékk í hendur skýrslu rannsóknar- nefndar, þar sem fram kemur, að fyrrum starfsmaður leyniþjónust- unnar, Michael Bettaney, sem dæmdur hefur verið fyrir njósnir I þágu Rússa, hafi verið drykkju- maður og oft látið í það skína, að hann væri gagnnjósnari. í skýrslunni segir, að yfir- mönnum leyniþjónustunnar hafi orðið á mistök. Þeir hafi látið undir höfuð leggjast að rannsaka háttalag Bettaneys þegar hann var farinn að drekka heila viskí- flösku á dag. Thatcher sagði að um mjög alvarleg mistök væri að ræða og breytingar þær, sem hún hefði ákveðið, miðuðu að því að atvik af þessu tagi endurtæki sig ekki. Bettaney var handtekinn í september 1983 og í fyrra var hann fundinn sekur um að hafa njósnað fyrir Rússa á tíu mánaða tímabili fyrir handtökuna. Hann sendi m.a. leyndarskjöl í sendi- ráð Sovétríkjanna í Lundúnum, en Rússar bitu ekki á agnið. Þá hugðist hann fara til Vínar og ná þar sambandi við háttsetta KGB-njósnara, en hann var handtekinn daginn áður. Páfastóll: AP/Símamynd Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ásamt Marío Soares, forsætisráðherra Portúgals, sem sést hér veifa til frétta- manna. Mynd þessi var tekin í San Bento, þar sem fundur þeirra fór fram í gær. Portúgal er síðasta landið, sem Bandaríkjaforseti heimsækir í Evrópufor sinni nú. Samstaða Vestur- landa mikilvægust — sagði Reagan forseti í ávarpi sínu til þjóðþings Portúgals Þagnarkvöð lögð á Leonardo Boff Vatikaiiinu, 9. maí. AP. PÁFASTÓLL lagði í gær þagnarkvöð á brasilíska Fransiskumunkinn séra Leonardo Boff, sem verið hefur einn helsti málsvarí svonefndrar „frelsun- arguðfræði", sem kennir að kirkjan eigi að hafa afskipti af stjórnmálabar- áttu. Guðfræði þessi nýtur mikillar hylli meðal presta í þriðja heimin- um, einkum í Suður-Ameríku, en hefur sætt mikilli gagnrýni innan rómversk-katólsku kirkjunnar á Vesturlöndum. Þagnarkvöðin felur í sér, að séra Boff er um óákveðinn tíma óheimilt að tala eða skrifa opin- berlega. Segir Páfastóll, að boð- skapur hans sé „hættuleg villu- kenning". í yfirlýsingu, sem Boff sendi frá sér í Rio de Janeiro í dag, kveðst hann ekki hafa fallið frá skoðun- um sínum, en segist ætla að virða bannið. „Eg kýs fremur að eiga samleið með kirkjunni, en að ganga einn með guðfræði mína,“ sagði hann. Liwtabon, 9. maí. AP. RONALD REAGAN Bandarfkjaforseti lagði áherzlu á samstöðu Vest- urlanda í ávarpi, sem hann flutti á þjóðþingi Portúgals í dag. Jafn- framt bar hann lof á portúgölsku þjóðina fyrir að hafa snúið baki við einræði á síðasta áratug og kvaðst meta að verðleikum áframhaldandi þátttöku Portúgala í Atlantshafsbandalaginu. Þingmenn kommúnista yfir- gáfu þingsalinn, áður en Reagan flutti ávarp sitt, en almennt var máli forsetans mjög vel tekið af þingheimi. Reagan lýsti Sovét- ríkjunum sem ógnun við heims- friðinn og því yrðu vestræn ríki að halda vöku sinni og styrk til þess, að aldrei framar þyrfti til þess að koma „að beita þyrfti valdi til að tryggja frelsið í heiminum". Reagan bar saman þjóðfélög með frjálsu markaðsskipulagi og þjóðfélög kommúnista og sagði, að það væri í löndum kommún- ista, sem „efnahagskerfið staðn- ar, tæknin dregst aftur úr og fólk er kúgað og því óánægt með líf sitt.“ Fyrr um daginn átti Reagan Suður-Afríka: Fjórir drepnir í óeirðum Peking: Mikil verðhækkun á „munaðarvörum“ Stefnt ad því að markaðsöflin verði látin ráða ferðinni Peking, 9. nuí. AP. PEKINGBÚAR keyptu í morgun allt það kjöt og allan þann fisk, sem fáanlegur var í verslunum borgarinnar, en á morgun verða þessar vörur og margar aðrar miklu dýrari, hækka jafnvel sumar um allt að 300%. Stafa verðhækkanirnar af því, að stórlega verður dregið úr niðurgreiðslum ríkisins a kjöti, eggjum og fiski. Ekki er búist við, að fram- færslukostnaður hækki mjög mik- ið vegna þessara hækkana enda lifa flestir Kínverjar að mestu á kornvörum og grænmeti og á kjðt og fisk er litið sem munað. Han Boping, aðstoðarborgarstjóri í Peking, sagði á fréttamannafundi, að verð á 1800 vörutegundum, sem ekki teldust til beinna lífsnauð- synja, myndi hækka að meðaltali um nokkru meira en 50%. Sagði hann, að þessar vörur hefðu verið fáránlega ódýrar vegna gífurlegra niðurgreiðslna, sem ríkið gæti ekki lengur með góðu móti staðið undir. „Hér er um að ræða stórt skref í umbótaátt," sagði Han, „og að því stefnt, að markaðsöflin ráði verð- inu til hagsbóta fyrir efnahagslíf- ið í landinu." Greint var frá verð- hækkununum sl. miðvikudag og fylgdi það með, að hver borgarbúi fengi launauppbót, sem svarar til 110 ísl. kr., tii að vega upp á móti þeim að nokkru. Breytingar i verðlagningarmál- um eru viðkvæmt og erfitt mál fyrir kínversk stjórnvöld, sem stefna að því að skera niður mikið og flókið kerfi niðurgreiðslna og styrkja og láta markaðsöflin um að ákveða hvað skuli framleitt og hvað ekki. Við það er hins vegar nokkur ótti, að þessar breytingar geti kynt undir verðbólgu og þess vegna munu 11.000 eftirlitsmenn fara um alla Pekingborg og fylgj- ast með því, að verslunarstjórar fari að lögum og reyni ekki að auðgast með því að hækka verðið á öðrum vörum en þeim, sem verð- hækkunin tekur til. Sams konar umbætur í verð- lagsmálunum hafa áður orðið í 22 borgum í Kína, þar á meðal í Kanton, Shanghai og Wuhan, og sagði Han Boping, að árangur hefði ails staðar orðið sá, að fram- leiðslan og framleiðnin hefðu auk- ist. Jóhunoiarborg, 9. nui. AP. HVÍTUR hermaður og fjórir blökkumenn, þar af ung stúlka, biðu bana í óeirðum í Suður-Afríku í dag. Óeirðir þessar urðu ekki á einum stað, heldur mörgum. Skýrðu lögregluyfirvöld frá þessu í dag. Óeirðirnar eru taldar merki um, að andstaðan við aðskilnað- arstefnu stjórnarinnar fari nú mjög harðnandi. Herlið og lögreglumenn héldu áfram handtökum í mörgum borgum í austurhluta landsins. Óeirðirnar voru þó mestar í grennd við Jóhannesarborg, einkum í Soweto, borgarhverfi blökkumanna suðvestur af borg- inni, þar sem tveir voru drepnir. fund með Mario Soares, forsæt- isráðherra Portúgals, og á fundi með fréttamönnum þar á eftir lýsti hann Portúgal sem „stað- föstum og mikils metnum bandamanni". Heimsókn forset- ans til Portúgals lýkur a morg- un, föstudag, og heldur hann þá þaðan heim til Washington. Veður víða um heim Lagit Hssst Akureyri 9 léttsk. Amsterdam 10 18 heióskirt Aþena 17 29 heióskfrt Barcelona 16 lóttsk. Berlín 10 18 skýjaó BrUaael S 15 skýjaó Chícago 9 23 heióskírt Dublín 6 12 skýjaó Feneyjar 14 þokum óóa Frankturt 5 21 rigning Genf 7 11 rigning Heleinki 2 11 heióskirt Hong Kong 24 29 heiðskirt Jerúsalem 19 26 skýjaó Kaupm.höfn 7 15 skýjaó Lissabon 10 18 heióskirt London 11 17 skýjað Los Angeles 13 21 skýjaó Luxemborg 9 alskýjaó Mataga 21 heiðsk. Mallorca 19 Mttsk. Miami 21 26 skýjaó Montreal 0 18 heióskfrt Moskva 9 15 skýjaó New York 12 19 heiósk. Osló 5 18 heiósk. Paris 10 14 •kýjaó Peking 14 27 skýjaó Reykjavfk 7 skýjaó Rio de Janeiro 17 31 heiósk. Rómaborg 8 18 skýjaó Stokkhólmur 8 18 skýjaó Sydney 11 21 heiósk. Tókýó 15 23 heiósk. Vínarborg 8 19 skýjaó Þórshófn 8 19 alskýjaó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.