Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.05.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 49 Hvað um — eftir Normu E. Samúelsdóttur Hér á íslandi voru stofnuð árið 1978 samtök fólks með mígren- sjúkdóm. — Markmið félagsins var m.a. að leitast til þess að lækning, aðstaða og fræðsla yrðu bætt. Hugleiðingar mínar, eins af stofnfélögunum, nú, sjö árum síð- ar, eru nokkuð blendnar. til hvers var þetta allt saman? Höfum við gengið til góðs ... ... Þrisvar gengið á fund heil- brigðisráðherra; þriggja ráðherra, vilyrði og jafnvel undirritað ráð- herrabréf þar sem farið er fram á að aðstaða fyrir mígrensjúklinga yrði opnuð hið bráðasta ... dag- sett fyrir fimm árum... En sko, þetta með fjármagn ... Mín skoðun er sú að það vanti ýmislegt annað en fjármagn, til dæmis vanti vilja. ... Fengið leyfi fyrir aðstöðu tl að hafa börn í gæslu á vistheimili Lúðrasv. Reykjavíkur: Vorferð austur fyrir Fjall HELGINA 11.—12. maí nk. mun Lúðrasveit Reykjavíkur fara í fyrstu vorferð þessa starfsárs. Ferðinni er heitið um undirlendi Suðurlands en hápunktur ferðarinnar eru hljóm- leikar á Hvolsvelli laugardaginn 11. maí kl. 21.00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta haft gaman af. Lúðrasveit Reykjavíkur verður 63 ára í júlí nk. og stendur því á gömlum og traustum merg. Stjómandi hennar nú er Stefán Þ. Stephensen. Ráðgert er að leika á nokkrum stöðum á heimleiðinni seinni hluta sunnudagsins og fer það nokkuð eftir veðri hvar og hvenær. Íbúar í þéttbýli Suðurlands geta þvi átt von á uppákomu um næstu helgi. Heimdallur: „Úrelt ákvæði um skyldusparnadw STJÓKN Heimdallar óskar eftir að koma eftirfarandi á framfæri vegna tillagna Alexanders Stefánssonar fé- lagsmálaráðherra um að námsmenn og ungt fólk sem stofnar heimili fái ekki undanþágu til greiðslu skyldu- sparnaðar af launum sínum: Stjórn Heimdallar ítrekar and- stöðu sína við þá forsjárhyggju stjórnvalda að vilja ráðskast með sparifé ungs fólks og mótmælir hvers kyns hugmyndum um að festa þetta kerfi í sessi. Á tímum vaxtafrelsis, væntanlegs verð- bréfamarkaðar og aukinnar sam- keppni bankanna á skyldu- sparnaður ekki lengur rétt á sér og er nú gott tækifæri til að fella hann niður í eitt skipti fyrir öll. Með þvi að halda í úrelt ákvæði um skyldusparnað er beinlinis verið að torvelda ungu fólki að ráðstafa sinu sjálfsaflafé á sem hagkvæmastan hátt. Varðandi fjármögnun Byggingarsjóðs rikis- ins skorar Heimdallur á ríkis- stjórnina að breyta úthlutunar- reglum á þann veg að menn fái einungis lán þegar þeir byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þeir sem eru að stækka við sig eða byggja í annað eða þriðja sinn verða að leita til hins almenna bankakerfis eða fjármagnsmarkaðarins. Mígrensam tökin ? barna, meðan foreldri liggur í kasti. ... Félögum — á þriðja hundrað manns — boðið að taka þátt í rannsókn á því hvort um fæðuof- næmi sé að ræða — og svo fram- vegis og svo framvegis. Eg sem móðir og víxlagreiðandi læt peninga fyrst þangað til þeirra sem jagast og hóta mest, annað kæmi mér illilega í koll. Líklegast er að mígrensjúkl- ingar hafa ekki Jagast" nóg. Ekki bólar að minnsta kosti enn á að- stöðu, og á að loforð, okkur gefin, séu efnd. Deyfð af hálfu stjórn- valda, deyfð af hálfu mígrensjúkl- inga, afskiptaleysi lækna. Hvílík hálfmolla. Allir tala í sínu horni, kvarta um að ekkert sé gert, sín á milli og lýsa undrun, en hver vill taka af skarið? „Líklegast er að mí- grensjúklingar hafi ekki „jagast“ nóg. Ekki ból- ar að minnsta kosti enn á aðstöðu, og á að loforð okkur gefin séu efnd.“ Mígren er ekki þannig mál að verði ekki að taka á því sem festu. Mígren er mjög alvarlegur sjúk- leiki og ber að gera stóreflis átak til að stuðla að bættri líðan við- komandi, efla öryggiskennd og all- an aðbúnað. Nú er svo komið að félagsskap- urinn í núverandi mynd er að líða undir lok. Ekki hefur verið unnt Norma E. Samúelsdóttir að halda skrifstofu i nokkur ár, starfsemin er tvist og bast, og skapar það óþarfa vafstur. Drift- arleysi og almennt áhugaleysi hef- ur tafið framgöngu mála. Uppgjöf blasir við. Að fenginni reynslu er það mín skoðun að til að ná árangri þarf að huga meira að hinu persónulega sambandi milli félaga. öll fræðsla er nauðsynleg, en einangrun er al- geng meðal sjúklinga og hana væri hægt að uppræta, til dæmis með því að hittast í fimm til tíu manna hópum viku- til hálfsmán- aðarlega eftir hverfum, tjá sig og/eða hlusta á aðra. Þörf fyrir mígrensamtök er brýn, því er enginn vafi. Það hljóta allir að sjá sem kynna sér málið. Margt frábært starfsfólk hefur unnið endurgjaldslaust, ár eftir ár, en þetta félag þarf á styrktarfélagi að halda: Allri þjóó- inni. Höíundur er rithöíundur og félagi í Mígrensamtökunum. GULLVÆGT TÆKIFÆRI FYRIR UNGA LISTAMENN Samkeppni um gerð veggspjalda Makmiðið er: Hreint loft og heilbrigði árið 2000. í tilefni af „Ári æskunnar“ efnir Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin (WHO) til Evrópu-samkeppni um gerð veggpjalda gegn reykingum. Veggspjöldin eiga að fjalla um hversu eðlilegt og sjálfsagt sé að reykja ekki. Með öðrum orðum: Ekki er ætlast til að lögð sé áhersla á skaðleg áhrif reykinga á heilsu þeirra sem reykja, heldur hið jákvæða við það að reykja ekki svo sem: • að stefna nútímamannsins sé að reykja ekki • tillitssemina gagnvart þeim sem ekki reykja þ.e. vinum, fjölskyldu, börnum og vinnufélögum • ábyrga og sjálfsagða hegðun gagnvart ófæddum börnum í móðurkviði • hreinlætis- og fegurðarsjónarmið • betri möguleika til að njóta lífsins Þátttökuskilyrði 1. ' Þátttakendur skulu vera á aldrinum 16-35 ára. 2. Tillögur skulu vera í stærðinni 40,6 cm x 57,4 cm og tilbúnar til eftirtöku 3. Tillögur skal senda til Tóbaksvarnanefndar, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, merktar dulnefni, en rétt nafn og heimilsfang skal fylgja í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. 4. Skilafrestur er til 5. júní, 1985. Dómnefnd skipa fulltrúar frá: Félagi íslenskra teiknara, F.Í.T. (tveir). Félagi íslenskra myndlistarmanna, F.I.M. Landlæknisembættinu. Tóbaksvarnanefnd. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 50.000,- 2. verðlaun kr. 30.000,- 3. verðlaun kr. 10.000,- Birting verðlaunatillagna Verðlaunatillögur hvers lands verða siðan sendar Evrópudeild WHO til umfjöllunar og sýndar í Dyflini á 12. alþjóðlegu ráðstefnunni um heilbrigðismál, í september 1985. WHO mun einnig sjá til þess að sem flestar verðlauna- tillagnanna verði birtar í fjölmiðlum, m.a. í tímaritinu „World Health“. Þrenn verðlaun verða veitt af alþjóðlegri dómnefnd: 1. verðlaun 500 Bandaríkjadalir 2. verðlaun 250 Bandaríkjadalir 3. verðlaun 125 Bandaríkjadalir Þeir sem hlutskarpastir verða í alþjóðlegu keppninni munu auk þess vinna til einnar viku dvalar í Dyflini, Osló eða Dresden Nánari upplýsingar eru veittar í síma 621414. T óbaksvarnanefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.