Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985
Holtabúið á Ásmundarstöðum:
Framleiddur líf-
rænn áburður
úr hænsnaskít
— þurrkaður í gamalli heykökuverksmiðju
Morgunblaðið/Bjarni
Jón Jóhannsson (t.v.) og Bjarni Björnsson með poka af lífrænum áburði úr hænsnaskít við gömlu graskögglaverk-
smiðjuna sem notuð er við framleiðsluna.
Þörungavinnslan á Reykhólum:
Lagt fram lagafrum-
varp um hlutafélag
HOLTABÚIÐ á Ásmundarstöðum í
Rangárvallasýslu hefur hafið fram-
leiðslu á lífrænum áburði úr hænsna-
skít. Hænsnaskíturinn er þurrkaður
og gerilsneyddur í gamalli heyköku-
verksmiðju og honum pakkað í 10 og
20 kg poka. Á Ásmundarstöðura reka
bræðurnir Gunnar, Jón og Garðar Jó-
hannssynir stórt alifuglabú. Jón
stjórnar framleiðslu áburðarins en
Bjarni Björnsson sér um sölu hans.
Ekki kváðust þeir vita til að slík
framleiðsla hefði verið stunduð hér á
landi áður, er blaðamenn Mbl. komu
við á Ásmundarstöðum fyrir skömmu
og ræddu við Jón og Bjarna um þessa
nýju framleiðslu.
„Hænsnaskítnum hefur hingað
til verið hent, en við höfum þó allt-
af vitað um möguleikana á að
framleiða áburð úr honum, það er
gert víða erlendis," sagði Jón.
Holtabúið keypti vélasamstæðu,
sem upphaflega var notuð sem fær-
anleg heykökuverksmiðja á Skeið-
unum og bættu við hana myllu og
blásara. Framleiðslan fer þannig
fram að skíturinn úr kjúklingahús-
unum er settur í trekt við vélina.
Hann flyst inn í hana með færi-
bandi og er þurrkaður og geril-
sneyddur þar við háan hita. Síðan
er hann malaður í myllu og honum
blásið í gegnum rör inn í pökkun-
arsal, þar sem áburðurinn er sekkj-
aður. Framleiðslugeta vélanna er
um eitt tonn af áburði á klukku-
stund en framleiðslan ræðst þó af
hráefninu sem til fellur en það er
efniviður í um tíu tonn af áburði á
viku. „Þetta ræðst líka af sölunni
sem ennþá er alveg óráðin gáta,“
sagði Jón.
Harður árekstur
í Mosfellssveit
HARÐUR árekstur varð á gatna-
mótum Álmholts og Akurholts í
Mosfellssveit á miðvikudagskvöld-
ið. Þar skullu harkalega saman
Volvo-bifreið, sem ekið var Akur-
holt og inn á Álmholt og Mazda-
bifreið, sem ekið var norður Álm-
holt. Bifreiðirnar eru mjög illa
farnar, nánast ónýtar. Maður var
fluttur í slysadeild Borgarspítal-
ans, en meiðsli voru ekki alvarleg.
„Kosturinn við þetta er sá að bú-
ið er að ná vatninu burtu og skítur-
inn því orðinn meðfærilegur fyrir
fólk,“ sagði Bjarni. Hann sagði að
með vatninu væri búið að fjaríægja
70—80% þyngdar skítsins. „Þama
er fundin leið fyrir fólk sem bera
vill náttúrulegan áburð á gróður-
inn í görðum sínum og hefur verið
að gera það með því að fá til sín
kúaskít með ærnum tilkostnaði og
fyrirhöfn," sagði Bjarni.
Jón og Bjarni sögðu samanburð á
lífrænum og ólífrænum áburði erf-
iðan. Lífræni áburðurinn væri ekki
eins sterkur og sá tilbúni, en hefði
meiri breidd vegna ýmissa snefil-
efna sem í honum væru. Sögðu þeir
að hann innihéldi flestöll þau efni
sem gróðurinn þyrfti. Lífræni
áburðurinn frá Holtabúinu er kom-
inn til sölu í gróðrarstöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu, enda er hann
fyrst og fremst hugsaður fyrir
garðagróður.
Tvö tilboð í
matargerð
fyrir Kópa-
vogshæli
RÍKISSPÍTÖLUNUM hafa borist
tvö tilboð í matargerð fyrir Kópa-
vogshæli og hefur stjórn spítalanna
samþykkt að ganga til samninga við
fyrirtækin, en þau eru Matstofa
Miðfells og Veitingamaðurinn.
„Ríkisspítalarnir könnuðu hug
nokkurra fyrirtækja til tilboðs i
matarafgreiðslu á Kópavogshæli
og í framhaldi af því komu fram
tvö tilboð. Við munum væntanlega
semja við annað hvort fyrirtæk-
ið,“ sagði Símon Steingrímsson,
forstjóri Ríkisspítalanna, I sam-
tali við Mbl.
Hann sagði, að ekki væri hægt
að segja nákvæmlega til um upp-
hæð, en gera mætti ráð fyrir að
viðskiptin nemi á verðlagi dagsins
í dag 18—19 milljónum króna á
ári.
„Ég mun leggja fram á Alþingi í
dag frumvarp til laga um heimild
fyrir ríkisstjórnina, til að semja við
hlutafélag, sem aðiljar í A-Barða-
strandarsýslu hafi forgöngu um að
stofnað verði, um að það kaupi eða
leigja eignir Þörungavinnslunnar hf.
á Reykhólum,“ sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra í samtali
við Mbl.
í frumvarpinu kemur fram að
eignunum fylgir sú kvöð að áfram-
haldandi rekstur verði á Þörunga-
vinnslu á Reykhólum. Og að verði
um sölu á fyrirtækinu að ræða sé
heimilt að lána kaupanda söluand-
virði og jafnframt verði heimilt að
lánið verði víkjandi, þannig að það
AÐALFUNDUR Iceland Seafood
Limited var haldinn í Reykjavík 8.
maí. Það er sölufyrirtæki sem starf-
ar í Bretlandi og er í eigu Sambands-
ins og Sambandsfrystihúsanna.
verði háð afkomu fyrirtækisins
hvað afborganir varðar.
Allt frá árinu 1980 hefur verið
verulegt tap á rekstri Þörunga-
verksmiðjunnar og nú í ár var
rekstrarkostnaður 38,7 millj., bein
rekstrargjöld 43,5 millj., fjár-
magnsgjöld 15,1 millj. og tap 19,8
millj. Eignir fyrirtækisins eru
metnar á 60,8 millj. og skuldir 93,4
millj. Eigið fé var því neikvætt um
32,6 millj. Fyrirtækið er í raun
gjaldþrota.
Gert er ráð fyrir að ríkissjóður
yfirtaki allar skuldir fyrirtækis-
ins, en vonir standa til að þegar
samist hefur um kaupverð þá
muni heimamenn geta annast
Það kom fram á fundinum að
árangur þessa fyrirtækis var góð-
ur á síðasta ári. Það hóf starfsemi
1981 og hefur síðan stöðugt aukið
sölu sína ár frá ári. Árið 1984 seldi
rekstur verksmiðjunnar og bætt
afkomu hennar með endurskipu-
lagningu í rekstri.
Helstu valkostir eru raktir í
frumvarpinu og öllum leiðum
haldið opnum, en farið er fram á
heimild til að ganga frá sölunni
eftir gildistöku laganna. Megin-
markmiðið er að halda fyrirtæk-
inu áfram í rekstri, því er mælt
með því að þessi leið verði farin.
Heimamenn hafa gert um það
samþykkt í héraði að boða til
stofnfundar félags til rekstrar
Þörungaverksmiðjunnar á Reyk-
hólum. Það félag mun ganga til
samninga við ríkið.
fyrirtækið fyrir 12,0 milljónir
sterlingspunda, samanborið við
9,4 milljónir 1983, og er verðmæt-
isaukningin 28%. Selt magn var
10.200 tonn, á móti 7.600 tonnum
1983, og er magnaukningin 34%.
Markaðssvæði Iceland Seafood
Limited er Bretlandseyjar,
Frakkland, Holland og Belgía.
Á síðasta ári dróst sala allra að-
ila á íslenskum fiskafurðum til
Bretlands saman um 3.000 tonn
frá 1983, eða um 13%. Á sama
tíma jókst sala Iceland Seafood
Limited til Bretlands um 2.000
tonn eða 32%. Hlutdeild fyrirtæk-
isins í sölu á íslenskum fiski til
Bretlands jókst því úr 26% árið
1983 í nær 39% árið 1984.
Þá hefur Iceland Seafood Lim-
ited einnig lagt mikla stund á
vöruþróun, og í samvinnu við
framleiðslusérfræðinga Sjávaraf-
urðadeildar Sambandsins hefur
verið tekinn upp mikill fjöldi
nýrra umbúðastærða fyrir Evr-
ópumarkað. Þetta þróunarstarf
hefur skilað góðum árangri, sem
sést ljóslega af sölutölum fyrir-
tækisins.
í stjórn Iceland Seafood Limited
sitja þeir Erlendur Einarsson for-
stjóri, Reykjavík, formaður,
Tryggvi Finnsson framkv.stjóri,
Húsavík, Hermann Hansson
kf.stj., Höfn í Hornafirði, Sigurð-
ur Markússon framkv.stjóri,
Reykjavík, og Benedikt Sveinsson,
sem er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Iceland Review:
Ljóð þriggja íslenzkra skálda
í þýðingu Marshall Brement
ICELAND Review hefur nú gefið út bókina Three Modern Ice-
landic PoeLs eftir sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Marshail
Brement. í bókinni eru þýðingar á Ijóðum Steins Steinarr, Jóns
úr Vör og Matthíasar Johannessen. Fylgir þýðandi Ijóðunum úr
hlaði með ritgerð um kynni sín af íslenzkri Ijóðlist.
í frétt frá Iceland Review
segir meðal annars að Mar-
shall Brement hafi lengi verið
áhugamaður um bókmenntir.
Á yngri árum hafi hann skrif-
að og birt skáldskaparefni í
bundnu og óbundnu máli og í
starfi sínu hafi hann gert sér
far um að kynna sér bókmennt-
ir þeirra landa þar sem hann
hafi starfað í utanríkisþjónust-
unni. Hafi tungumálakunnátta
hans komið honum þar til
góða, en Marshall Brement tali
nokkur tungumál reiprenn-
andi, þar á meðal rússnesku og
kínversku.
Síðan hann hafi komið
hingað hafi hann stundað nám
í íslenzku og sé þessi bók einn
af ávöxtum þess náms. Hann
vinni nú að frekari þýðingum á
íslenzkum bókmenntum. Til
gamans megi geta þess að
bókmenntir hafi lengi fylgt
starfsmönnum utanríkisþjón-
ustunnar. Til dæmis hafi
Ijóðskáldin Pablo Neruda,
Octavio Paz og St. John Perse
Marshall Brement
allir starfað í utanríkisþjón-
ustunni.
Þá segir ennfremur í frétt
Iceland Review, að forlagið
hafi kappkostað að kynna ís-
ienzka ljóðagerð á ensku. Það
hafi bæði gefið út bækur ein-
stakra höfunda í enskri þýð-
ingu svo og safnrit. Meðal ann-
ars hafi Iceland Review gefið
út, í samvinnu við University
of Iowa Press, þýðingar Sig-
urðar A. Magnússonar, „The
Postwar Poetry of Iceland", ár-
ið 1982.
Three Modern Icelandic
Poets er 126 blaðsíður að
stærð, prentuð í Hollandi.
Fanney Valgarðsdóttir sá um
útlit, en setning var unnin í
prentsmiðjunni Odda.
Iceland Seafood Limited í Bretlandi:
Söluaukning í magni 34 % - í
verðmætum 28 % frá fyrra ári
(KrétUtilkynning)