Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 13

Morgunblaðið - 10.05.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 13 Samvinnuskólanum slitið SAMVINNUSKÓLANUM að Bif- röst var slitið 1. maí í 29. skipti að Bifröst. Sjötíu og átta manns stund- uðu nám við skólann í vetur og luku 40 nemendur samvinnuskólaprófi. Hæstu einkunn hlutu: Sigríður Helga Sveinsdóttir 9,00, Daníel U. Árnason 8,95, Sigríður P. Konráðs- dóttir 8,90. Einnig var þess minnst, að 100 ár eru liðin frá því að Jónas Jóns- son frá Hriflu fæddist, en hann var stofnandi Samvinuskólans og fyrsti skólastjóri hans. Ávörp fluttu Erlendur Einarsson for- stjóri Sambandsins auk nemenda, sem voru í skólanum hjá Jónasi. Jón Sigurðsson skólastjórí afhendir Sigríði Helgu Sveinsdóttur bikar fyrir góðan námsárangur. Brautskráðir nemendur Samvinnuskólans að BifrösL MorgunblaÖið/Steinar ■IBORGINH SEM BREYTTIST Á EINNINÓTTU Þú getur skemmt þér stórkostlega í Glasgow, borg- inni sem breyttist á einni nóttu. Þótt þér dauðleiðist sekkjapipumusik, finnist skotapils hallærisleg og gamlir kastalar óspennandi, þá er fjölmargt annað í Glasgow sem gæti heillað þig upp úr skónum og gert þig að aldavini skoskrar menningar og lífshátta. Glasgow er nútímaborg á gömlum grunni. Þangað er aðeins um 2 klukkustunda flug með Flugleiðum frá íslandi. Þessi nágrannaborg okkar á sér vaxandi aðdáendahóp hérlendis. Þökk sé viðmóti Skotanna, kránum, veitingahúsunum, næturklúbbunum, diskótekunum, verslununum, ágætum söfnum og skemmtilegri menningu. Gleymdu öllu sem þú hélst að þú vissir um Glasgow! - Skoski ballettinn, Skoska óperan, Skoska sinfónían og Skoska þjóðleikhúsið hafa aðsetur í Glasgow! - I Glasgow eru 16 fyrsta flokks diskótek, og auðvitað tugir af verri gerðinni! - Glasgow státar af 36 veitingahúsum, þar sem matur og þjónusta eru i hæsta gæðaflokki! - Glasgow er draumastaður sælkera og lífsnautnamanna. I borginni eru hvorki fleiri né færri en 80 vínstúkur, ölkrár og litlir matsölustaðir sem hægt er að mæla sérstaklega með. En þá eru ótaldir staðir sem heiðarlegir Skotar geta ekki mælt með! Þú átt varla kost á ódýrara sumarleyfi en ef þú flýgur með Flugleiðum til Glasgow. Þar býðst gisting á vönduðum hótelum fyrir hlægilegt verð og í verslunum borgarinnar eru vörurnar á mun lægra verði en í London. Skemmtileg borg meó lágan aðgangseyri GLASGOW LEITIÐ FREKARI UPPLYSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐA- SKRIFSTOFUM. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.